Þrír mánuðir af pöntunum fuðruðu upp Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. maí 2020 11:55 Dill þykir með fínni veitingastöðum landsins, eins og Michelin-stjarnan sem Dill hreppti í febrúar ber með sér. Youtube/Anders Husa & Kaitlin Orr Þrátt fyrir að farið sé að birta til í kórónuveirumálum Íslendinga segjast aðstandendur veitingastaðarins Dills enn vera langt frá landi. Um það bil 85 prósent allra viðskiptavina hafi verið erlendir ferðamenn og að þrír mánuðir af bókunum hafi fuðrað upp með tilkomu kórónuveirunnar. Varasjóður Dills hafi komið sér vel að sögn stofnanda staðarins sem horfir nú til þess að bjóða upp annars konar stemningu á staðnum tvo daga í viku. Ekki löngu eftir að Dill endurheimti Michelin-stjörnu sína við hátíðlega athöfn í Þrándheimi var staðnum lokað. Kórónuveiran og meðfylgjandi takmarkanir stöðvuðu komur erlendra ferðamanna, samkomubann og tveggja metra fjarlægðarmörk fækkuðu Íslendingunum. „Það var allt fullt hjá okkur þrjá mánuði fram í tímann, staðurinn var fullbókaður, segir Gunnar Karl Gíslason annar stofnenda Dills. „En um leið og vírusinn skall á sáum við hundruð bókana hverfa og við vorum orðin galtóm viku seinna.“ Tveggja metra reglan fækkar borðum Viðsnúningurinn hafi verið rosalegur - „og það eina í stöðunni var að loka,“ segir Gunnar en staðurinn hafði verið opinn fjóra daga í viku. Starfólk var sett á hlutabótaleiðina sem Gunnar segir að hafi komið í veg fyrir uppsagnir. Það hafi komið sér vel núna þegar farið sé aðeins að birta til. Opið hefur verið á Dill síðustu laugardaga sem Gunnar segir að sé ekki síst fyrir starsfólkið gert. „Við ákváðum að opna aftur svo við hefðum einfaldlega eitthvað fyrir stafni,“ segir Gunnar og tekur þar í sama streng og Ólafur Örn Ólafsson á Tíu Sopum. Opnun vínstúkunnar á dögunum hafi skipt starfsmenn persónulega máli. „Við fengum þannig aftur tilgang í lífinu.“ Þrátt fyrir tilslökun á samkomubanni þann 4. maí segir Gunnar Karl að rekstur Dills verði áfram skertur. Til að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina þurfi að fækka sætum á staðnum um helming, sem var ekki stór fyrir. Þannig verði aðeins hægt að taka á móti 14 gestum á Dill, í stað 34 áður. Gunnar Karl segist þó hafa takmarkaða trú á að hægt verði að fylla þessa fjórtán sæti með íslenskum rössum. „Það hefur verið einhvern veginn verið þannig hjá okkur að um 80 til 85 prósent viðskiptavina okkar eru útlendingar. Við erum því enn nokkuð langt frá landi, þó svo að okkur hafi tekist vel að berja niður þennan skaðræðisvírus á Íslandi þá sér maður ekki fram á að ferðamenn flykkist til landsins á næstunni.“ Vínbarsstemning til skoðunar Því segir Gunnar Karl að til skoðunar sé að gera tilraunir á Dill, ekki síst til að laða að Íslendinga sem til þessa hafa aðeins sótt staðinn til að fagna stórum áföngum. Hugmyndir séu uppi um að breyta Dill í „vínbar“ tvo daga í viku - „þar sem við yrðum með létta og skemmtilega rétti, góð vín og jafnvel lifandi tónlist.“ segir Gunnar. „Við myndum reyna að halda í það sem Dill stendur fyrir en gera staðinn aðgengilegri og hversdagslegri.“ Ljóst sé að eitthvað verði að gera nú þegar veitingamenn berjast í bökkum. „Það segir sig sjálft að maður verður bara að loka ef það er lítið sem ekkert að gera í langan tíma,“ segir Gunnar. Blessunarlega hafi Dill búið að varasjóð - „ef við höfðum ekki haft hann þá værum við í miklu verri málum.“ Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Heimsending Tíu sopa mögulega komið í bakið á þeim Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda vínstúkunnar, óttast að þær litlu tekjur sem Tíu sopar höfðu af heimsendingum kunni að hafa skemmt möguleika þeirra á öðlast stuðning stjórnvalda. 22. apríl 2020 15:11 Dill fær Michelin-stjörnu á ný Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. 17. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Þrátt fyrir að farið sé að birta til í kórónuveirumálum Íslendinga segjast aðstandendur veitingastaðarins Dills enn vera langt frá landi. Um það bil 85 prósent allra viðskiptavina hafi verið erlendir ferðamenn og að þrír mánuðir af bókunum hafi fuðrað upp með tilkomu kórónuveirunnar. Varasjóður Dills hafi komið sér vel að sögn stofnanda staðarins sem horfir nú til þess að bjóða upp annars konar stemningu á staðnum tvo daga í viku. Ekki löngu eftir að Dill endurheimti Michelin-stjörnu sína við hátíðlega athöfn í Þrándheimi var staðnum lokað. Kórónuveiran og meðfylgjandi takmarkanir stöðvuðu komur erlendra ferðamanna, samkomubann og tveggja metra fjarlægðarmörk fækkuðu Íslendingunum. „Það var allt fullt hjá okkur þrjá mánuði fram í tímann, staðurinn var fullbókaður, segir Gunnar Karl Gíslason annar stofnenda Dills. „En um leið og vírusinn skall á sáum við hundruð bókana hverfa og við vorum orðin galtóm viku seinna.“ Tveggja metra reglan fækkar borðum Viðsnúningurinn hafi verið rosalegur - „og það eina í stöðunni var að loka,“ segir Gunnar en staðurinn hafði verið opinn fjóra daga í viku. Starfólk var sett á hlutabótaleiðina sem Gunnar segir að hafi komið í veg fyrir uppsagnir. Það hafi komið sér vel núna þegar farið sé aðeins að birta til. Opið hefur verið á Dill síðustu laugardaga sem Gunnar segir að sé ekki síst fyrir starsfólkið gert. „Við ákváðum að opna aftur svo við hefðum einfaldlega eitthvað fyrir stafni,“ segir Gunnar og tekur þar í sama streng og Ólafur Örn Ólafsson á Tíu Sopum. Opnun vínstúkunnar á dögunum hafi skipt starfsmenn persónulega máli. „Við fengum þannig aftur tilgang í lífinu.“ Þrátt fyrir tilslökun á samkomubanni þann 4. maí segir Gunnar Karl að rekstur Dills verði áfram skertur. Til að tryggja tveggja metra fjarlægð á milli viðskiptavina þurfi að fækka sætum á staðnum um helming, sem var ekki stór fyrir. Þannig verði aðeins hægt að taka á móti 14 gestum á Dill, í stað 34 áður. Gunnar Karl segist þó hafa takmarkaða trú á að hægt verði að fylla þessa fjórtán sæti með íslenskum rössum. „Það hefur verið einhvern veginn verið þannig hjá okkur að um 80 til 85 prósent viðskiptavina okkar eru útlendingar. Við erum því enn nokkuð langt frá landi, þó svo að okkur hafi tekist vel að berja niður þennan skaðræðisvírus á Íslandi þá sér maður ekki fram á að ferðamenn flykkist til landsins á næstunni.“ Vínbarsstemning til skoðunar Því segir Gunnar Karl að til skoðunar sé að gera tilraunir á Dill, ekki síst til að laða að Íslendinga sem til þessa hafa aðeins sótt staðinn til að fagna stórum áföngum. Hugmyndir séu uppi um að breyta Dill í „vínbar“ tvo daga í viku - „þar sem við yrðum með létta og skemmtilega rétti, góð vín og jafnvel lifandi tónlist.“ segir Gunnar. „Við myndum reyna að halda í það sem Dill stendur fyrir en gera staðinn aðgengilegri og hversdagslegri.“ Ljóst sé að eitthvað verði að gera nú þegar veitingamenn berjast í bökkum. „Það segir sig sjálft að maður verður bara að loka ef það er lítið sem ekkert að gera í langan tíma,“ segir Gunnar. Blessunarlega hafi Dill búið að varasjóð - „ef við höfðum ekki haft hann þá værum við í miklu verri málum.“
Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Ferðamennska á Íslandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Heimsending Tíu sopa mögulega komið í bakið á þeim Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda vínstúkunnar, óttast að þær litlu tekjur sem Tíu sopar höfðu af heimsendingum kunni að hafa skemmt möguleika þeirra á öðlast stuðning stjórnvalda. 22. apríl 2020 15:11 Dill fær Michelin-stjörnu á ný Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. 17. febrúar 2020 17:03 Mest lesið Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Viðskipti innlent Biður vini og vandamenn um að taka sérstaklega eftir gólflistunum Atvinnulíf Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Viðskipti innlent Smáríki græða á tá og fingri á þjóðarlénum í lénaleikjum Viðskipti erlent Persónuleg reynsla varð að atvinnurekstri Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Neytendur Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Neytendur Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar verði að sætta sig við sömu launahækkanir og aðrir Segir ótækt að fámennur hópur geti lokað landinu Hefur áhyggjur af stöðu Sýnar og boðar fjölmiðla til samráðs Nokkrum sagt upp eftir afkomuviðvörun Sýnar Origo kaupir Kappa Fyrrverandi fréttastjóri til Gímaldsins Gengi Sýnar í frjálsu falli Erlent flugfélag eitt þriggja sem vill niðurgreiðslu á losun frá íslenska ríkinu Íslenskt hugvit verndar fólk fyrir djúpfölsun Sýn gefur út afkomuviðvörun Hagar högnuðust um 3,7 milljarða króna Brjóti mögulega samkeppnislög með því að tjá sig um dóminn Icelandair hleypur í skarðið fyrir Play ASÍ ítrekar ákall til stjórnvalda um að bregðast við lokun PCC á Bakka Gengi Icelandair hrapar Hærri kostnaður en áætlanir gerðu ráð fyrir Landsbankinn setur lánaumsóknir á ís vegna dómsins Sveitarfélagið og útgerðarmenn byggja nýjan miðbæ á Höfn Skilmálar Arion frábrugðnir en áhrifin væru óveruleg Gera ráð fyrir að fjárhagsleg áhrif muni nema innan við milljarði króna Ballið búið hjá Bankanum bistró Ómögulegt að meta áhrifin á bankana Vextirnir hækkuðu minna en stýrivextir þrátt fyrir ólögmæta skilmála Niðurstaðan sigur fyrir neytendur og lántakendur Skilmálarnir umdeildu ógiltir Vaktin: Dómur kveðinn upp í Vaxtamálinu Kristín Hrefna tekur við sem framkvæmdastjóri Hopp Ríkisstjórnin búin undir báðar niðurstöður Stórir skellir geri ekki boð á undan sér Hlutu risastyrk til að stofna miðstöð um gervigreind Sjá meira
Heimsending Tíu sopa mögulega komið í bakið á þeim Ólafur Örn Ólafsson, einn eigenda vínstúkunnar, óttast að þær litlu tekjur sem Tíu sopar höfðu af heimsendingum kunni að hafa skemmt möguleika þeirra á öðlast stuðning stjórnvalda. 22. apríl 2020 15:11
Dill fær Michelin-stjörnu á ný Veitingastaðurinn Dill á Laugavegi var rétt í þessu að endurheimta Michelin-stjörnu sína, en slíkar stjörnur eru veittar þeim veitingastöðum sem taldir eru skara fram úr. 17. febrúar 2020 17:03