Hveragerði hótar að hætta viðskiptum við Arion loki bankinn útibúinu Stefán Ó. Jónsson skrifar 8. maí 2020 11:10 Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri Hveragerðisbæjar, sat fjarfund bæjarráðsins í gær. Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum. Hætti bankinn ekki við lokunina muni Hveragerði endurskoða viðskipti sín. Arion laumaði því að í tilkynningu sinni um breytta fyrirtækjaþjónustu, sem send var út á miðvikudag og Vísir greindi frá, að bankinn hyggðist sameina útibú sitt í Hveragerði við útibúið á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá Arion mun þessu ekki fylgja uppsagnir eða aðrar breytingar á starfsemi bankans á Suðurlandi. Sjá einnig: Arion lokar útibúinu í Hveragerði Bæjarráð Hveragerðisbæjar sá tilefni til að bóka sérstaklega um útibúslokunina á fundi sínum í gær. Í bókuninni segir að „fjölmargir“ hafi reitt sig á þjónustu útibúsins í bæjarfélaginu. „Hveragerðisbær er ört vaxandi bæjarfélag þar sem gríðarlegur fjöldi ferðamanna á viðdvöl. Hér er einnig fjölmennt dvalarheimili og mikill fjöldi eldra fólks býr í bænum en þessi hópur hefur sérstaklega treyst á þjónustu bankans og á ekki hægt um vik með að sækja þjónustu í önnur bæjarfélög,“ segir í bókuninni. Hveragerðisbær hafi átt viðskipti við bankann frá stofnun hans og sérstaklega tekið fram að höfuðsstöðvar Búnaðarbankans á Suðurlandi hafi verið í Hveragerði. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ segir í lok bókunarinnar sem má nálgast hér. Íslenskir bankar Hveragerði Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Sjá meira
Bæjarráð Hveragerðisbæjar mótmælir harðlega þeirri ákvörðun Arion banka að loka útibúi bankans í bænum. Hætti bankinn ekki við lokunina muni Hveragerði endurskoða viðskipti sín. Arion laumaði því að í tilkynningu sinni um breytta fyrirtækjaþjónustu, sem send var út á miðvikudag og Vísir greindi frá, að bankinn hyggðist sameina útibú sitt í Hveragerði við útibúið á Selfossi. Samkvæmt upplýsingum frá Arion mun þessu ekki fylgja uppsagnir eða aðrar breytingar á starfsemi bankans á Suðurlandi. Sjá einnig: Arion lokar útibúinu í Hveragerði Bæjarráð Hveragerðisbæjar sá tilefni til að bóka sérstaklega um útibúslokunina á fundi sínum í gær. Í bókuninni segir að „fjölmargir“ hafi reitt sig á þjónustu útibúsins í bæjarfélaginu. „Hveragerðisbær er ört vaxandi bæjarfélag þar sem gríðarlegur fjöldi ferðamanna á viðdvöl. Hér er einnig fjölmennt dvalarheimili og mikill fjöldi eldra fólks býr í bænum en þessi hópur hefur sérstaklega treyst á þjónustu bankans og á ekki hægt um vik með að sækja þjónustu í önnur bæjarfélög,“ segir í bókuninni. Hveragerðisbær hafi átt viðskipti við bankann frá stofnun hans og sérstaklega tekið fram að höfuðsstöðvar Búnaðarbankans á Suðurlandi hafi verið í Hveragerði. „Dragi Arion banki ekki til baka áætlanir sínar um lokun hér í Hveragerði mun bæjarstjórn endurskoða viðskipti sín við bankann,“ segir í lok bókunarinnar sem má nálgast hér.
Íslenskir bankar Hveragerði Mest lesið Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Viðskipti innlent Framtíð hljóðsins er lent á Íslandi Samstarf Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Sjá meira