Topp 5 hefst í kvöld: Baldur, Hörður og Pedersen segja frá uppáhalds mörkunum sínum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 8. maí 2020 13:00 Patrick Pedersen segir frá fimm uppáhalds mörkunum sínum í Topp 5 á Stöð 2 Sport í kvöld. Ný þáttaröð hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Hún nefnist Topp 5 og er í umsjá Guðmundar Benediktssonar. Þættirnir eru sex talsins og eru alltaf á dagskrá á föstudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn sín fimm uppáhalds mörkin á ferlinum og ræða um þau. Í fyrsta þættinum í kvöld ræða þeir Baldur Sigurðsson, Hörður Sveinsson og Patrick Pedersen um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Baldur ræða um mark sem hann skoraði fyrir Keflavík í leik gegn FH 2006. Klippa: Topp 5 - Baldur Sig Baldur Sigurðsson (fæddur 1985) hefur verið í hópi bestu leikmanna efstu deildar á Íslandi um langt árabil. Hann er úr Mývatnssveit en hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi á Húsavík. Árið 2005 gekk Baldur í raðir Keflavíkur þar sem hann lék í þrjú ár. Hann varð bikarmeistari með Keflvíkingum 2006. Eftir tvö ár hjá Bryne í Noregi fór Baldur til KR 2009. Hann lék með KR í sex ár og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Baldur fór til SønderjyskE í Danmörku 2015 og lék með liðinu eitt ár áður en hann fór til Stjörnunnar. Hann varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu 2018. Baldur svo í raðir FH í vetur. Baldur, eða Smalinn eins og hann er oft kallaður, hefur leikið 251 leik í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Baldur skoraði í bikarúrslitaleikjunum 2006, 2011 og 2012. Baldur hefur leikið þrjá A-landsleiki. Hörður Sveinsson (fæddur 1983) er Keflvíkingur og hefur leikið með liðinu nánast allan sinn feril. Hann varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og skoraði í úrslitaleiknum gegn KA. Tímabilið 2005 fékk Hörður bronsskóinn og var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar. Eftir það fór hann til Silkeborg í Danmörku. Eftir að hafa leikið þar og með Tromsø í Noregi kom hann heim fyrir tímabilið 2008 þar sem Keflavík var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari. Hörður lék með Keflavík til 2017 ef frá er talið eitt tímabil í Val. Síðustu tvö ár hefur Hörður leikið með Reyni í Sandgerði. Hörður hefur leikið 189 leiki í efstu deild og skorað 58 mörk. Hann hefur einu sinni orðið bikarmeistari. Patrick Pedersen (fæddur 1991) er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið á Íslandi. Hann hóf ferilinn með Vendsyssel í heimalandinu (Danmörku) en kom fyrst til Íslands 2013 þegar hann var lánaður til Vals seinni hluta tímabils. Hann lék svo með Val 2014 og 2015. Síðara tímabilið varð hann bikarmeistari og markakóngur. Pedersen gekk í raðir Vålerenga í Noregi 2016 og lék með liðinu í eitt og hálft tímabil. Hann kom aftur til Vals um mitt sumar 2017 og hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari. Tímabilið 2018 varð Pedersen aftur Íslandsmeistari með Val, markakóngur og valinn besti leikmaður deildarinnar. Eftir stutt stopp hjá Sheriff Tiraspol í Moldóvu kom hann aftur til Vals um mitt síðasta tímabil. Pedersen hefur leikið 83 leiki í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur tvisvar sinnum orðið markakóngur efstu deildar (2015 og 2018). Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira
Ný þáttaröð hefur göngu sína á Stöð 2 Sport í kvöld. Hún nefnist Topp 5 og er í umsjá Guðmundar Benediktssonar. Þættirnir eru sex talsins og eru alltaf á dagskrá á föstudagskvöldum á Stöð 2 Sport. Þáttur kvöldsins hefst klukkan 20:35. Í þáttunum velja þrír leikmenn sín fimm uppáhalds mörkin á ferlinum og ræða um þau. Í fyrsta þættinum í kvöld ræða þeir Baldur Sigurðsson, Hörður Sveinsson og Patrick Pedersen um sín uppáhalds mörk. Hér fyrir neðan má sjá Baldur ræða um mark sem hann skoraði fyrir Keflavík í leik gegn FH 2006. Klippa: Topp 5 - Baldur Sig Baldur Sigurðsson (fæddur 1985) hefur verið í hópi bestu leikmanna efstu deildar á Íslandi um langt árabil. Hann er úr Mývatnssveit en hóf meistaraflokksferilinn með Völsungi á Húsavík. Árið 2005 gekk Baldur í raðir Keflavíkur þar sem hann lék í þrjú ár. Hann varð bikarmeistari með Keflvíkingum 2006. Eftir tvö ár hjá Bryne í Noregi fór Baldur til KR 2009. Hann lék með KR í sex ár og varð tvisvar sinnum Íslandsmeistari og þrisvar sinnum bikarmeistari með liðinu. Baldur fór til SønderjyskE í Danmörku 2015 og lék með liðinu eitt ár áður en hann fór til Stjörnunnar. Hann varð bikarmeistari með Garðabæjarliðinu 2018. Baldur svo í raðir FH í vetur. Baldur, eða Smalinn eins og hann er oft kallaður, hefur leikið 251 leik í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og fimm sinnum bikarmeistari. Baldur skoraði í bikarúrslitaleikjunum 2006, 2011 og 2012. Baldur hefur leikið þrjá A-landsleiki. Hörður Sveinsson (fæddur 1983) er Keflvíkingur og hefur leikið með liðinu nánast allan sinn feril. Hann varð bikarmeistari með Keflavík 2004 og skoraði í úrslitaleiknum gegn KA. Tímabilið 2005 fékk Hörður bronsskóinn og var valinn efnilegasti leikmaður efstu deildar. Eftir það fór hann til Silkeborg í Danmörku. Eftir að hafa leikið þar og með Tromsø í Noregi kom hann heim fyrir tímabilið 2008 þar sem Keflavík var hársbreidd frá því að verða Íslandsmeistari. Hörður lék með Keflavík til 2017 ef frá er talið eitt tímabil í Val. Síðustu tvö ár hefur Hörður leikið með Reyni í Sandgerði. Hörður hefur leikið 189 leiki í efstu deild og skorað 58 mörk. Hann hefur einu sinni orðið bikarmeistari. Patrick Pedersen (fæddur 1991) er einn besti erlendi leikmaðurinn sem hefur leikið á Íslandi. Hann hóf ferilinn með Vendsyssel í heimalandinu (Danmörku) en kom fyrst til Íslands 2013 þegar hann var lánaður til Vals seinni hluta tímabils. Hann lék svo með Val 2014 og 2015. Síðara tímabilið varð hann bikarmeistari og markakóngur. Pedersen gekk í raðir Vålerenga í Noregi 2016 og lék með liðinu í eitt og hálft tímabil. Hann kom aftur til Vals um mitt sumar 2017 og hjálpaði liðinu að verða Íslandsmeistari. Tímabilið 2018 varð Pedersen aftur Íslandsmeistari með Val, markakóngur og valinn besti leikmaður deildarinnar. Eftir stutt stopp hjá Sheriff Tiraspol í Moldóvu kom hann aftur til Vals um mitt síðasta tímabil. Pedersen hefur leikið 83 leiki í efstu deild og skorað 55 mörk. Hann hefur tvisvar sinnum orðið Íslandsmeistari og einu sinni bikarmeistari. Hann hefur tvisvar sinnum orðið markakóngur efstu deildar (2015 og 2018).
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Topp 5 Mest lesið Gagnrýnd af forsetanum fyrir að vilja sofa hjá strákunum á EM Sport Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Handbolti Banna trans konum að keppa á Ólympíuleikunum Sport Ballið ekki búið hjá Breiðabliki Fótbolti Í beinni: Silkeborg - KA | Hvað gera Norðanmenn í Danaveldi? Fótbolti Þorsteinn líklega áfram með landsliðið Fótbolti Hetja Englands á EM: „Fyrir fjórum árum var ég krakki að kasta boltum til þeirra“ Fótbolti „Meiri áhrif frá Arnari Gunnlaugssyni heldur en Svíþjóð“ Fótbolti Sjáðu rauða spjaldið og vítin fjögur úr slátrun Lech á Blikum Fótbolti Hefur trú á að Rashford láti ljós sitt skína í Katalóníu Enski boltinn Fleiri fréttir Cosic kominn í KR-búninginn Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ KR í markmannsleit eftir meiðsli „Við erum ekki á góðum stað“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin „Gerir þetta skemmtilegt fyrir deildina“ „Búnir að bíða í 1435 daga eftir að komast á toppinn“ Uppgjörið: Víkingur - Valur 1-2 | Valsmenn tóku toppsætið af tíu Víkingum Sjáðu sigurmark Viktors og takta Hallgríms fyrir norðan Hnéð gott og getur spilað meira: „Ég er tilbúinn“ Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Uppgjörið: KA - ÍA 2-0 | KA sendi KR í fallsæti Uppgjörið: Breiðablik-Vestri 1-0 | Blikar náðu Víkingum á toppnum Cosic skaut Njarðvík á toppinn áður en hann fer til KR Afturelding að styrkja sig fyrir seinni hlutann Víkingur afturkallar Daða Berg: Fær ekki að spila bikarúrslitaleikinn Birnir Snær genginn til liðs við KA „Bikarleikurinn sat aðeins í mönnum“ „Skemmtilegt og erfitt að spila á móti Fram“ Uppgjörið: Afturelding - Fram 1-1| Allt jafnt í Mosó Jón Páll aðstoðar Einar Leikur Grindavíkur færður vegna gossins Nýir erlendir leikmenn halda áfram að streyma í botnliðið Elvis snúinn aftur KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Sjá meira