Tala látinna hækkar eftir hvirfilbylina í Tennessee Kjartan Kjartansson skrifar 3. mars 2020 16:57 Kona virðir fyrir sér eyðilegginguna í Nashville eftir að hvirfilbylir gengu yfir Tennessee í nótt. AP/Mark Humphrey Yfirvöld í Tennesse-ríki í Bandaríkjunum segja nú að í það minnsta nítján séu látnir eftir að nokkrir skýstrókar gengur yfir ríkið í nótt. Að minnsta kosti fjörutíu byggingar hrundu í hamförunum, þar á meðal í miðborg höfuðborgarinnar Nashville. Hundruð manna eru sögð heimilislaus vegna skemmdanna sem hvirfilbylirnir ollu á byggingum. Tala látinna hefur hækkað eftir því sem á hefur liðið daginn en leitar- og björgunarfólk hefur unnið að því að draga eftirlifendur og lík úr rústum húsa. Ofsaveðrið olli meðal annars verulegum skemmdum í tveimur af fínni hverfum Nashville þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undafarin ár, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta er átakanlegt. Það varð mannskaði í öllu ríkinu,“ sagði Bill Lee, ríkisstjóri, sem lýsti yfir neyðarástandi og skipaði öllum opinberum starfsmönnum ríkisins sem ekki sinna grunnþjónustu að halda sig heima. Götum hefur verið lokað, skólahald og starf dómstóla liggur niðri og þá var ríkisþinginu lokað vegna hamfaranna. Tugir þúsunda íbúa Tennessee eru jafnframt án rafmagns eftir að rafmagnslínur slitnuðu. Washington Post segir að fjórtán þeirra sem fórust hafi verið í Putnam-sýslu, tveir í Wilson-sýslu og einn í Benton. Karl og kona létust þegar þau urðu fyrir braki í Davidson-sýslu sem Nashville tilheyrir. Um tuttugu manns til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús, að sögn John Cooper, borgarstjóra Nashville í morgun. Tennessee er á meðal þeirra fjórtán ríkja sem halda prófkjör í forvali Demókrataflokksins í dag. Færa hefur þurft kjörstaði með stuttum fyrirvara og breyta opnunartíma einhverra þeirra vegna afleiðinga byljanna. Bandaríkin Tengdar fréttir Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Yfirvöld í Tennesse-ríki í Bandaríkjunum segja nú að í það minnsta nítján séu látnir eftir að nokkrir skýstrókar gengur yfir ríkið í nótt. Að minnsta kosti fjörutíu byggingar hrundu í hamförunum, þar á meðal í miðborg höfuðborgarinnar Nashville. Hundruð manna eru sögð heimilislaus vegna skemmdanna sem hvirfilbylirnir ollu á byggingum. Tala látinna hefur hækkað eftir því sem á hefur liðið daginn en leitar- og björgunarfólk hefur unnið að því að draga eftirlifendur og lík úr rústum húsa. Ofsaveðrið olli meðal annars verulegum skemmdum í tveimur af fínni hverfum Nashville þar sem mikil uppbygging hefur átt sér stað undafarin ár, að sögn AP-fréttastofunnar. „Þetta er átakanlegt. Það varð mannskaði í öllu ríkinu,“ sagði Bill Lee, ríkisstjóri, sem lýsti yfir neyðarástandi og skipaði öllum opinberum starfsmönnum ríkisins sem ekki sinna grunnþjónustu að halda sig heima. Götum hefur verið lokað, skólahald og starf dómstóla liggur niðri og þá var ríkisþinginu lokað vegna hamfaranna. Tugir þúsunda íbúa Tennessee eru jafnframt án rafmagns eftir að rafmagnslínur slitnuðu. Washington Post segir að fjórtán þeirra sem fórust hafi verið í Putnam-sýslu, tveir í Wilson-sýslu og einn í Benton. Karl og kona létust þegar þau urðu fyrir braki í Davidson-sýslu sem Nashville tilheyrir. Um tuttugu manns til viðbótar voru lagðir inn á sjúkrahús, að sögn John Cooper, borgarstjóra Nashville í morgun. Tennessee er á meðal þeirra fjórtán ríkja sem halda prófkjör í forvali Demókrataflokksins í dag. Færa hefur þurft kjörstaði með stuttum fyrirvara og breyta opnunartíma einhverra þeirra vegna afleiðinga byljanna.
Bandaríkin Tengdar fréttir Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Mannskaði og tjón af völdum skýstróka í Nashville Staðfest er að í það minnsta sjö hafi látið lífið þegar skýstrókar gengu yfir Tennesee í nótt. Talið er að um fjörutíu byggingar hafi hrunið. 3. mars 2020 13:55