Stöðvum spillinguna! Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar 9. maí 2020 11:00 Virðulegi forsætisráðherra og ríkisstjórn. Hlutirnir gerast hratt í heiminum þessa dagana, á Íslandi sem annars staðar og brýnt er að við sem þjóð leggjumst öll á árarnar og róum í sömu átt. Sú samheldni sem skapaðist hér á landi á krísutímum farsóttar er einstök og dýrmæt og mikilvægt að viðhalda henni og hlúa að samtakamættinum. Stjórnvöld hafa það hlutverk og ábyrgð að leiða okkur í gegnum áskoranir sem þessar með aðstoð góðra sérfræðinga og kjósendur treysta því að stjórnvöld gæti hagsmuna borgaranna og ríkisins í hvívetna í þeim aðgerðum sem ráðist er í og girði fyrir misnotkun. Því skýtur það skökku við þegar við blasir að öflugir aðilar í okkar samfélagi eru ekki tilbúnir að róa í sömu átt og aðrir og virðist í raun sama þótt margir verði eftir úti á rúmsjó. Þannig upplifir almenningur í það minnsta nýliðna atburði. Í Nýja-Sjálandi hafa stjórnmálamenn tekið á sig 20% launalækkun og fryst laun næsta hálfa árið til að sýna samstöðu með þjóðinni á erfiðum tímum. Í Danmörku og Póllandi var skýrt frá byrjun að fyrirtæki og félög í skattaskjólum fengju ekki ríkisaðstoð og sama gildir um Svíþjóð sem hnykkti einnig á reglum um að fyrirtæki sem greiddu út arð samhliða því að þiggja ríkisaðstoð yrðu að greiða það fé til baka og ættu ekki rétt á slíkri aðstoð. Óheppilegt er þegar ráðherrar og þingmenn hafa hagsmunatengsl við stöndug fyrirtæki í landinu sem nýtt hafa sér hlutabótaleið og æskilegt að þeir sem það hafa segi sig frá nefndum og starfshópum sem taka ákvarðanir er umrædd fyrirtæki varða. Undirskriftarlistinn fór af stað fyrir tæpum tveimur sólarhringum, þegar þetta er ritað, og ljóst er að atburðarásin er hröð. Inntak hans hefur þó enn gildi og kemur inn á þá þætti sem hér hafa verið nefndir. Við sem undir áskorunina ritum biðlum til ríkisstjórnarinnar að standa betur vörð um almannahagsmuni. Virðingarfyllst, Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Undirskriftarlistann STÖÐVUM SPILLINGUNA! er að finna á change.org. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrefna Sigurjónsdóttir Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Virðulegi forsætisráðherra og ríkisstjórn. Hlutirnir gerast hratt í heiminum þessa dagana, á Íslandi sem annars staðar og brýnt er að við sem þjóð leggjumst öll á árarnar og róum í sömu átt. Sú samheldni sem skapaðist hér á landi á krísutímum farsóttar er einstök og dýrmæt og mikilvægt að viðhalda henni og hlúa að samtakamættinum. Stjórnvöld hafa það hlutverk og ábyrgð að leiða okkur í gegnum áskoranir sem þessar með aðstoð góðra sérfræðinga og kjósendur treysta því að stjórnvöld gæti hagsmuna borgaranna og ríkisins í hvívetna í þeim aðgerðum sem ráðist er í og girði fyrir misnotkun. Því skýtur það skökku við þegar við blasir að öflugir aðilar í okkar samfélagi eru ekki tilbúnir að róa í sömu átt og aðrir og virðist í raun sama þótt margir verði eftir úti á rúmsjó. Þannig upplifir almenningur í það minnsta nýliðna atburði. Í Nýja-Sjálandi hafa stjórnmálamenn tekið á sig 20% launalækkun og fryst laun næsta hálfa árið til að sýna samstöðu með þjóðinni á erfiðum tímum. Í Danmörku og Póllandi var skýrt frá byrjun að fyrirtæki og félög í skattaskjólum fengju ekki ríkisaðstoð og sama gildir um Svíþjóð sem hnykkti einnig á reglum um að fyrirtæki sem greiddu út arð samhliða því að þiggja ríkisaðstoð yrðu að greiða það fé til baka og ættu ekki rétt á slíkri aðstoð. Óheppilegt er þegar ráðherrar og þingmenn hafa hagsmunatengsl við stöndug fyrirtæki í landinu sem nýtt hafa sér hlutabótaleið og æskilegt að þeir sem það hafa segi sig frá nefndum og starfshópum sem taka ákvarðanir er umrædd fyrirtæki varða. Undirskriftarlistinn fór af stað fyrir tæpum tveimur sólarhringum, þegar þetta er ritað, og ljóst er að atburðarásin er hröð. Inntak hans hefur þó enn gildi og kemur inn á þá þætti sem hér hafa verið nefndir. Við sem undir áskorunina ritum biðlum til ríkisstjórnarinnar að standa betur vörð um almannahagsmuni. Virðingarfyllst, Hrefna Sigurjónsdóttir Höfundur er framkvæmdastjóri. Undirskriftarlistann STÖÐVUM SPILLINGUNA! er að finna á change.org.
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar