Tengja dauðsfall fimm ára drengs við nýja barnasjúkdóminn Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. maí 2020 13:30 Mario Cuomo ríkisstjóri New York fór yfir stöðu mála á upplýsingafundi í gær. AP/Darren McGee Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira
Fimm ára gamall bandarískur drengur lést nýverið í New York af völdum nýs og sjaldgæfs barnasjúkdóms sem læknar hafa fylgst með að undanförnu vegna mögulegra tenginga við Covid-19 og kórónuveiruna. Andrew Cuomo, ríkisstjóri New York, greindi frá þessu á daglegum upplýsingafundi hans í gær. Sjúkdómurinn, sem fjallað hefur verið um í erlendum fjölmiðlum að undanförnu, hefur greinst í börnum á Bretlandseyjum, Spáni, Ítalíu og í Hollandi og nú í Bandaríkjunum. Í umfjöllun Vísis um sjúkdóminn í síðustu viku kom fram að nýi sjúkdómurinn, sem minnir mjög á svokallað Kawasaki-heilkenni, sé afar sjaldgæfur en alvarlegur. Barnasmitsjúkdómalæknir sagði í samtali við Vísi að fylgst væri náið með framgangi sjúkdómsins en taldi hann litlar líkur á að sjúkdómurinn nái hingað til lands. Á fundinum í gær sagði Cuomo að verið væri að skoða hvort önnur dauðsföll barna í ríkinu að undanförnu mætti rekja til sjúkdómsins. Í frétt Reuters er haft eftir sérfræðingi í barnasmitsjúkdómalækningum að hann telji að tilfelli hins fimm ára drengs sé fyrsta dauðsfallið sem rekja megi til sjúkdómsins í Bandaríkjunum. Nokkur tilfelli þar sem börn sem smituðust af kórónuveirunni sýndu einkenni hins nýja sjúkdóms Ekki er þó vitað með vissu hvort að sjúkdómurinn tengist Covid-19 en Cuomo sagði á fundinum að læknar hefðu séð nokkur tilfelli þar sem börn sem höfðu smitast af kórónuveirunni hefðu sýnt einkenni hins nýja sjúkdóms, sem þykir svipa til hins svokallaða Kawasaki-heilkennis. Þetta rímar við þar sem Valtýr Stefánsson Thors, barnasmitsjúkdómalæknir sagði við Vísi á dögunum. „En þetta eru nokkur tilfelli sem hafa komið upp og lýsa sér eins og fyrirbæri sem er kallað Kawasaki-heilkenni, sem er í raun og veru óhóflegt bólguviðbragð í líkamanum, og börnin geta orðið býsna lasin, og er talið tengjast svona viðbrögðum ónæmiskerfisins við einhverjum sýkingum,“ sagði Valtýr. „Þannig að í flestum tilfellum er ekki vitað hvort börnin hafa smitast áður, en þegar gerðar eru blóðvatnsmælingar hefur komið í ljós að sum þessara barna hafa fengið kórónuveirusýkingu áður. En við vitum ekki hvenær eða hvernig,“ sagði Valtýr einnig. Því fylgdust læknar víða um heim náið með þessum sjúkdómi. Veikindin eru þó gríðarlega sjaldgæf líkt og Valtýr benti á, um 15-20 tilfelli væru í Bretlandi, þar sem búa um 12 milljónir barna.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Erlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins Sjá meira