Vill að Biden taki lygapróf vegna ásakana um kynferðisofbeldi Sylvía Hall skrifar 9. maí 2020 14:52 Tara Reade ræddi við Megyn Kelly um ásakanir hennar á hendur Joe Biden. Skjáskot Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Joe Biden, segist hafa orðið fyrir árásum stuðningsmanna hans eftir að hún steig fram og greindi frá meintu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Ofbeldið á að hafa átt sér stað þegar hún starfaði fyrir varaforsetann fyrrverandi fyrir 27 árum, en hann var á þeim tíma öldungardeildarþingmaður Delaware. Í viðtali við Megyn Kelly ræddi Reade um málið, eftirmála þess og næstu skref. Hún segist hafa átt erfitt uppdráttar eftir að hafa stigið fram, því hafi fylgt árásir á netinu og hún hafi meðal annars verið sökuð um að vera rússneskur njósnari. Þá hafi fjölmiðlar margir hverjir skipað sér í lið með Biden og dregið upp sögur sem hafi ekkert með málið að gera. „Raddir þeirra sem hafa eitthvað gegn mér, fyrrverandi kærasti eða leigusali, hafa fengið að heyrast frekar en mín eigin. Tala um hluti sem hafa ekkert með 1993 að gera,“ segir Reade. Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Þann 1. maí síðastliðinn tjáði Biden sig um ásakanirnar í fyrsta sinn opinberlega og vísaði þeim á bug. Hann krafðist þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu en Reade segist hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni til starfsmannastjóra og starfsmannaskrifstofu þingsins. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Hann lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Hún segist helst vilja sjá hann draga framboð sitt til baka. Hún hafi enga trú á því að hann muni gera það, en henni þykir skjóta skökku við að hann sé að bjóða sig fram til forseta þegar hann hafi enga siðferðilega innistæðu til þess. Hún segir þó of seint að fá afsökunarbeiðni núna, 27 árum seinna. Hún væri tilbúin til þess að svara spurningum eiðsvarin og mæta fyrir nefnd, en hún myndi ekki taka lygapróf nema hann gerði slíkt hið sama. „Hvers konar fordæmi setur það fyrir fórnarlömb ofbeldis? Þýðir það að það sé gengið út frá því að við séum sek og við þurfum að taka lygapróf?“ spurði Reade og bætti við: „Ég mun taka lygapróf ef Joe Biden tekur lygapróf. En ég er ekki glæpamaður.“ Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Tengdar fréttir Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47 Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Tara Reade, fyrrverandi starfsmaður á skrifstofu Joe Biden, segist hafa orðið fyrir árásum stuðningsmanna hans eftir að hún steig fram og greindi frá meintu kynferðisofbeldi af hans hálfu. Ofbeldið á að hafa átt sér stað þegar hún starfaði fyrir varaforsetann fyrrverandi fyrir 27 árum, en hann var á þeim tíma öldungardeildarþingmaður Delaware. Í viðtali við Megyn Kelly ræddi Reade um málið, eftirmála þess og næstu skref. Hún segist hafa átt erfitt uppdráttar eftir að hafa stigið fram, því hafi fylgt árásir á netinu og hún hafi meðal annars verið sökuð um að vera rússneskur njósnari. Þá hafi fjölmiðlar margir hverjir skipað sér í lið með Biden og dregið upp sögur sem hafi ekkert með málið að gera. „Raddir þeirra sem hafa eitthvað gegn mér, fyrrverandi kærasti eða leigusali, hafa fengið að heyrast frekar en mín eigin. Tala um hluti sem hafa ekkert með 1993 að gera,“ segir Reade. Atvikið sem Reade hefur lýst á að hafa gerst í „hálfopinberu“ rými í húsakynnum Bandaríkjaþings árið 1993. Hún fullyrðir að Biden hafi þrýst henni upp að vegg, farið með hönd sína upp undir pilsið hennar og stungið fingrum upp í kynfæri hennar. Henni hafi svo síðar verið bolað úr starfi sínum. Þann 1. maí síðastliðinn tjáði Biden sig um ásakanirnar í fyrsta sinn opinberlega og vísaði þeim á bug. Hann krafðist þess að þjóðskjalasafn Bandaríkjanna birti gögn sem það kynni að hafa um kvörtun frá Reade undan meintu framferði hans. „Ef það var einhver slík kvörtun verða gögnin til staðar,“ sagði Biden í viðtalinu en Reade segist hafa kvartað undan kynferðislegri áreitni til starfsmannastjóra og starfsmannaskrifstofu þingsins. Í fyrra var Reade ein átta kvenna sem lýstu því að Biden hefði snert þær á hátt sem lét þeim líða óþægilega. Hann lofaði í kjölfarið að virða frekar persónulegt rými kvenna og fólks. Hún segist helst vilja sjá hann draga framboð sitt til baka. Hún hafi enga trú á því að hann muni gera það, en henni þykir skjóta skökku við að hann sé að bjóða sig fram til forseta þegar hann hafi enga siðferðilega innistæðu til þess. Hún segir þó of seint að fá afsökunarbeiðni núna, 27 árum seinna. Hún væri tilbúin til þess að svara spurningum eiðsvarin og mæta fyrir nefnd, en hún myndi ekki taka lygapróf nema hann gerði slíkt hið sama. „Hvers konar fordæmi setur það fyrir fórnarlömb ofbeldis? Þýðir það að það sé gengið út frá því að við séum sek og við þurfum að taka lygapróf?“ spurði Reade og bætti við: „Ég mun taka lygapróf ef Joe Biden tekur lygapróf. En ég er ekki glæpamaður.“
Bandaríkin MeToo Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Tengdar fréttir Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47 Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Innlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Inga mundaði skófluna við Sóltún Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Innlent Fleiri fréttir Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Sjá meira
Lögmaður ásakanda Biden styrkti framboð Trump Kona sem sakar Joe Biden, fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna, um kynferðislega árás þegar hún vann á skrifstofu hans á Bandaríkjaþingi fyrir tæpum þrjátíu árum hefur ráðið þekktan lögmann sem styrkti forsetaframboð Donalds Trump forseta fjárhagslega árið 2016. Í viðtali í gær skoraði konan á Biden að hætta framboði sínu í forvali Demókrataflokksins. 8. maí 2020 10:47
Biden ræddi ásökun fyrrverandi starfsmanns í fyrsta sinn Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna og væntanlegur forsetaframbjóðandi Demókrataflokksins, vísaði ásökunum konu sem vann fyrir hann á Bandaríkjaþingi um að hann hefði ráðist á hana kynferðislega á bug í dag. Yfirlýsing og sjónvarpsviðtal Biden í dag eru fyrsta skiptið sem frambjóðandinn svaraði ásökunum konunnar opinberlega. 1. maí 2020 17:50