Segir starfsfólkið helstu fyrirstöðu þess að Icelandair verði bjargað Kjartan Kjartansson skrifar 9. maí 2020 23:35 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Vilhelm Starfsfólk Icelandair er helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra flugfélagsins, í bréfi til starfsmanna. Hann segir að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Ríkisútvarpið greinir frá bréfi sem Bogi Nils birti á innri vef Icelandair í kvöld. Í því segir hann að Icelandair verði að komast í gegnum núverandi stöðu og ljúka fjármögnun sinni því að öðrum kosti sé framtíð þess ekki í lengur í höndum stjórnenda þess. Unnið sé að því nótt og dag að bjarga Icelandair en á sama tíma upplifi Bogi Nils að „helsta fyrirstaðan fyrir að það takist erum við sjálf, starfsfólkið sem starfar hjá fyrirtækinu“, að því er RÚV hefur upp úr bréfinu. Fullyrðir hann að semja verði við flugstéttir til nokkurra ára til að einingarkostnaður vegna launa verði ekki hærri en hjá alþjóðlegum flugfélögum sem Icelandair beri sig saman við. Lækka verði kostnaðarliði fyrirtækisins og þar muni mestu um launakostnað. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr gera fjárfestar kröfur um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gera félagið samkeppnishæft á næstu árum,“ segir í bréfinu. Viðræður við stéttarfélög starfsfólks gangi misjafnlega. Bogi Nils segir þannig að viðræður við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslands mættu vera á betri stað. Leggur hann áherslu á að samningur verði að nást fyrir hluthafafund sem fer fram 22. maí. Icelandair hefur líkt og önnur flugfélög lent í verulegum skakkaföllum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða ríkja heims gegn honum. Félagið hefur sagt upp á þriðja þúsund manns að undanförnu. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 1700 farþegar flugu með Icelandair í apríl Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að þessi fjöldi farþega endurspegli þá stöðu sem nú ríkir í alþjóðaflugi vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi núna um allan heim. 6. maí 2020 16:52 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Starfsfólk Icelandair er helsta fyrirstaða þess að hægt sé að bjarga Icelandair frá falli, að sögn Boga Nils Bogasonar, forstjóra flugfélagsins, í bréfi til starfsmanna. Hann segir að ljúka verði langtímasamningum við flugstéttir félagsins fyrir föstudaginn 22. maí. Ríkisútvarpið greinir frá bréfi sem Bogi Nils birti á innri vef Icelandair í kvöld. Í því segir hann að Icelandair verði að komast í gegnum núverandi stöðu og ljúka fjármögnun sinni því að öðrum kosti sé framtíð þess ekki í lengur í höndum stjórnenda þess. Unnið sé að því nótt og dag að bjarga Icelandair en á sama tíma upplifi Bogi Nils að „helsta fyrirstaðan fyrir að það takist erum við sjálf, starfsfólkið sem starfar hjá fyrirtækinu“, að því er RÚV hefur upp úr bréfinu. Fullyrðir hann að semja verði við flugstéttir til nokkurra ára til að einingarkostnaður vegna launa verði ekki hærri en hjá alþjóðlegum flugfélögum sem Icelandair beri sig saman við. Lækka verði kostnaðarliði fyrirtækisins og þar muni mestu um launakostnað. „Hvort sem okkur líkar betur eða verr gera fjárfestar kröfur um nýja langtímasamninga við flugstéttir sem gera félagið samkeppnishæft á næstu árum,“ segir í bréfinu. Viðræður við stéttarfélög starfsfólks gangi misjafnlega. Bogi Nils segir þannig að viðræður við Félag íslenskra atvinnuflugmanna og Flugfreyjufélag Íslands mættu vera á betri stað. Leggur hann áherslu á að samningur verði að nást fyrir hluthafafund sem fer fram 22. maí. Icelandair hefur líkt og önnur flugfélög lent í verulegum skakkaföllum vegna kórónuveiruheimsfaraldursins og aðgerða ríkja heims gegn honum. Félagið hefur sagt upp á þriðja þúsund manns að undanförnu.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kjaramál Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45 1700 farþegar flugu með Icelandair í apríl Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að þessi fjöldi farþega endurspegli þá stöðu sem nú ríkir í alþjóðaflugi vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi núna um allan heim. 6. maí 2020 16:52 Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Flugmönnum boðin sömu laun og vinna þá meira, fara á hlutabótaúrræði eða lækka launin sín Flugfélagið Air Atlanta bauð flugmönnum sínum að halda óbreyttum launum og vinna umfram vinnuskyldu, fara á hlutabótaleið stjórnvalda eða taka á sig launalækkun. Forstjórinn segir það gert til að takast á við mikið tekjutap vegna kórónuveirufaraldurs. 8. maí 2020 20:45
1700 farþegar flugu með Icelandair í apríl Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu þar sem segir að þessi fjöldi farþega endurspegli þá stöðu sem nú ríkir í alþjóðaflugi vegna kórónuveirufaraldursins og þeirra ferðatakmarkana sem eru í gildi núna um allan heim. 6. maí 2020 16:52