Verulega slegnir eftir banaslys í Mosfellsbæ Kristín Ólafsdóttir skrifar 4. mars 2020 12:29 Frá slysstað í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær. Verkið er á vegum Arnarhvols. Vísir/vilhelm Verkamenn sem urðu vitni að banaslysi við nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær eru verulega slegnir, að sögn lögreglu. Slysið hafi tekið mjög á alla hlutaðeigandi. Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. Slysið varð með þeim hætti að gólfplata hrundi í byggingunni við Sunnukrika um miðjan dag í gær. Pólskur karlmaður á sextugsaldri lenti undir plötunni og lést. Annar maður, pólskur karlmaður um fimmtugt, slasaðist alvarlega í slysinu. Líðan hans er eftir atvikum, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrir hádegi. Verið að byggja heilsugæslustöð Karl Þráinsson framkvæmdastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols, sem stendur að framkvæmdinni við Sunnukrika, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið vinni í því með Vinnueftirlitinu að komast að því hvernig slysið bar að. Hann kveðst ekki geta tjáð sig frekar um tildrögin á þessu stigi. Fyrirtækið hefur ekki sett sig í samband við fjölskyldur mannanna sem lentu undir plötunni en Karl segir að þeir séu starfsmenn undirverktaka. „En það verður gert.“ Þá hafa starfsmenn sem urðu vitni að slysinu hlotið áfallahjálp, fyrst frá áfallateymi Rauða krossins á vettvangi í gær. „Það verður fundur aftur í dag og tekið utan um fólk,“ segir Karl. Hlé hefur verið gert á öllum framkvæmdum að sögn Karls en húsnæðið sem verið er að byggja á að hýsa nýja heilsugæslustöð fyrir Mosfellinga, auk apóteks og nokkurra íbúða. Fulltrúar Vinnueftirlitsins eru nú á vettvangi ásamt starfsmönnum Arnarhvols. Þá gerir Karl fastlega ráð fyrir því að þeir sem urðu vitni að slysinu í gær hafi fengið frí frá störfum. Ræða við vitni Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að engar nýjar upplýsingar fáist uppgefnar um rannsókn slyssins að svo stöddu. Rannsókn sé í gangi, rannsóknar- og tæknideild lögreglu sé á vettvangi og þá verði áfram rætt við vitni. Talið er að um tíu manns hafi verið á svæðinu þegar slysið varð. Þá hefur lögregla haft samband við fjölskyldur beggja mannanna sem lentu undir plötunni. Samstarfsmenn þeirra á slysstað hafi jafnframt þegið áfallahjálp. „Þeir voru verulega slegnir. Þetta tók á alla aðila,“ segir Valgarður. Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20 Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35 Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Verkamenn sem urðu vitni að banaslysi við nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ í gær eru verulega slegnir, að sögn lögreglu. Slysið hafi tekið mjög á alla hlutaðeigandi. Verktakinn sem stendur að framkvæmdinni segir að haldið verði utan um starfsfólkið í dag og því boðið upp á áfallahjálp. Slysið varð með þeim hætti að gólfplata hrundi í byggingunni við Sunnukrika um miðjan dag í gær. Pólskur karlmaður á sextugsaldri lenti undir plötunni og lést. Annar maður, pólskur karlmaður um fimmtugt, slasaðist alvarlega í slysinu. Líðan hans er eftir atvikum, að því er fram kom í tilkynningu frá lögreglu fyrir hádegi. Verið að byggja heilsugæslustöð Karl Þráinsson framkvæmdastjóri Framkvæmdafélagsins Arnarhvols, sem stendur að framkvæmdinni við Sunnukrika, segir í samtali við Vísi að fyrirtækið vinni í því með Vinnueftirlitinu að komast að því hvernig slysið bar að. Hann kveðst ekki geta tjáð sig frekar um tildrögin á þessu stigi. Fyrirtækið hefur ekki sett sig í samband við fjölskyldur mannanna sem lentu undir plötunni en Karl segir að þeir séu starfsmenn undirverktaka. „En það verður gert.“ Þá hafa starfsmenn sem urðu vitni að slysinu hlotið áfallahjálp, fyrst frá áfallateymi Rauða krossins á vettvangi í gær. „Það verður fundur aftur í dag og tekið utan um fólk,“ segir Karl. Hlé hefur verið gert á öllum framkvæmdum að sögn Karls en húsnæðið sem verið er að byggja á að hýsa nýja heilsugæslustöð fyrir Mosfellinga, auk apóteks og nokkurra íbúða. Fulltrúar Vinnueftirlitsins eru nú á vettvangi ásamt starfsmönnum Arnarhvols. Þá gerir Karl fastlega ráð fyrir því að þeir sem urðu vitni að slysinu í gær hafi fengið frí frá störfum. Ræða við vitni Valgarður Valgarðsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að engar nýjar upplýsingar fáist uppgefnar um rannsókn slyssins að svo stöddu. Rannsókn sé í gangi, rannsóknar- og tæknideild lögreglu sé á vettvangi og þá verði áfram rætt við vitni. Talið er að um tíu manns hafi verið á svæðinu þegar slysið varð. Þá hefur lögregla haft samband við fjölskyldur beggja mannanna sem lentu undir plötunni. Samstarfsmenn þeirra á slysstað hafi jafnframt þegið áfallahjálp. „Þeir voru verulega slegnir. Þetta tók á alla aðila,“ segir Valgarður.
Mosfellsbær Lögreglumál Tengdar fréttir Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20 Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35 Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Erlent Fleiri fréttir Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Handtekinn með stóran hníf Leggja til að bókasafnsgreiðslur verði hækkaðar Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland taki þátt í drónakaupum Ekkert ákveðið varðandi framboð: „Ég er í tveimur flokkum“ Hálka þegar bíll valt í Biskupstungum Mikið myrkur þegar ekið var á konu á rafhlaupahjóli 270 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Ástandið á bráðamóttökunni sýni viðkæmni kerfisins Segir Kristrúnu verja „lögbrot“ samráðherra síns Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Sjá meira
Banaslys í Mosfellsbæ Pólskur karlmaður á sextugsaldri lést þegar gólfplata hrundi í nýbyggingu í Sunnukrika í Mosfellsbæ um miðjan dag í gær. 4. mars 2020 09:20
Búið að ná manninum undan plötunni Búið er að ná hinum manninum sem lenti undir steyptri gólfplötu á byggingarsvæði við Sunnukrika í Mosfellsbæ í dag undan plötunni. 3. mars 2020 16:35
Alvarlegt slys á byggingasvæði við Sunnukrika Alvarlegt slys varð við Sunnukrika í Mosfellsbæ nú á þriðja tímanum í dag. Að sögn Valgarðs Valgarðssonar, aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, féll gólfplata í byggingu við götuna. 3. mars 2020 13:56