Átján ára körfuboltastrákur segist hafa keypti liðið sem hann spilaði með í Ástralíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. apríl 2020 15:00 LaMelo Ball í leik með Illawarra Hawks liðinu í Ástralíu en hann ákvað svo að kaupa það með viðskiptafélaga sínum. Getty/Anthony Au-Yeung Það vakti vissulega mikla athygli í Bandaríkjunum í gær þegar átján ára körfuboltastrákur og viðskiptafélagi hans tilkynntu að þeir væru búnir að kaupa ástralskt körfuboltafélag. Ástralska deildin sagði þeim þó að fara sér aðeins hægar í slíkar yfirlýsingar. Það er ekki bara aldur kaupandans sem vakti athygli heldur einnig það að hann er kaupa körfuboltalið sem er hinum megin á hnettinum. Liðið heitir Illawarra Hawks og leikmaðurinn er LaMelo Ball sem einn af þremur körfuboltasonum hins litríka og yfirlýsingaglaða LaVar Ball. LaMelo Ball fór til Ástralíu til að eyða einu ári þar og auglýsa sig með því að spila með fullorðnum. Hann mátti ekki fara beint í NBA-deildina eftir gagnfræðaskólann. NBA hopeful LaMelo Ball reportedly buys Australian pro team he played for https://t.co/TeXadHS0Qg— Guardian sport (@guardian_sport) April 2, 2020 Eftir að fréttirnar af kaupunum fóru út um alla bandarísku miðlana gaf NBL-deildin frá sér yfirlýsingu að kaupin væru ekki gengin í gegn heldur þyrfti deildin að samþykkja þau fyrst. Það breytir ekki því að hinn átján ára gamali LaMelo Ball og viðskiptafélagi hans Jermaine Jackson voru búnir að ná samkomulagi við fyrrum eigendur Illawarra Hawks liðsins. Það sem gerir þetta enn viltara er að LaMelo Ball spilaði með Illawarra Hawks í áströlsku deildinni á síðasta tímabili þar sem hann var með 17 stig, 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í tólf leikjum og var valinn nýliði ársins. NBL addresses claims LaMelo Ball has purchased Illawarra Hawks https://t.co/RmHR1ALJtV pic.twitter.com/O8YMJBKRMj— Sporting News NBA (@sn_nba) April 3, 2020 Eldri bróðir hans Lonzo Ball spilar í NBA-deildinni með New Orleans Pelicans og það er nánast öruggt að eitthvert NBA-liðið velji LaMelo Ball í nýliðavalinu í ár. ESPN setur hann númer tvö á nýjasta lista sínum og hann er á topp fimm hjá flestum öðrum. Umræddur Jermaine Jackson, sem spilaði sjálfur fimm ár í NBA-deildinni, sagði að þeir félagarnir hafi ákveðið að kaupa félagið þegar þeir fréttu af miklum fjárhagslegum vandræðum þess. LaMelo Ball ætlar að einbeita sér að NBA en þeir ætla að ráða fólk til að stýra liðinu hinum megin á hnettinum. NBA Körfubolti Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira
Það vakti vissulega mikla athygli í Bandaríkjunum í gær þegar átján ára körfuboltastrákur og viðskiptafélagi hans tilkynntu að þeir væru búnir að kaupa ástralskt körfuboltafélag. Ástralska deildin sagði þeim þó að fara sér aðeins hægar í slíkar yfirlýsingar. Það er ekki bara aldur kaupandans sem vakti athygli heldur einnig það að hann er kaupa körfuboltalið sem er hinum megin á hnettinum. Liðið heitir Illawarra Hawks og leikmaðurinn er LaMelo Ball sem einn af þremur körfuboltasonum hins litríka og yfirlýsingaglaða LaVar Ball. LaMelo Ball fór til Ástralíu til að eyða einu ári þar og auglýsa sig með því að spila með fullorðnum. Hann mátti ekki fara beint í NBA-deildina eftir gagnfræðaskólann. NBA hopeful LaMelo Ball reportedly buys Australian pro team he played for https://t.co/TeXadHS0Qg— Guardian sport (@guardian_sport) April 2, 2020 Eftir að fréttirnar af kaupunum fóru út um alla bandarísku miðlana gaf NBL-deildin frá sér yfirlýsingu að kaupin væru ekki gengin í gegn heldur þyrfti deildin að samþykkja þau fyrst. Það breytir ekki því að hinn átján ára gamali LaMelo Ball og viðskiptafélagi hans Jermaine Jackson voru búnir að ná samkomulagi við fyrrum eigendur Illawarra Hawks liðsins. Það sem gerir þetta enn viltara er að LaMelo Ball spilaði með Illawarra Hawks í áströlsku deildinni á síðasta tímabili þar sem hann var með 17 stig, 7,4 fráköst og 6,8 stoðsendingar að meðaltali í tólf leikjum og var valinn nýliði ársins. NBL addresses claims LaMelo Ball has purchased Illawarra Hawks https://t.co/RmHR1ALJtV pic.twitter.com/O8YMJBKRMj— Sporting News NBA (@sn_nba) April 3, 2020 Eldri bróðir hans Lonzo Ball spilar í NBA-deildinni með New Orleans Pelicans og það er nánast öruggt að eitthvert NBA-liðið velji LaMelo Ball í nýliðavalinu í ár. ESPN setur hann númer tvö á nýjasta lista sínum og hann er á topp fimm hjá flestum öðrum. Umræddur Jermaine Jackson, sem spilaði sjálfur fimm ár í NBA-deildinni, sagði að þeir félagarnir hafi ákveðið að kaupa félagið þegar þeir fréttu af miklum fjárhagslegum vandræðum þess. LaMelo Ball ætlar að einbeita sér að NBA en þeir ætla að ráða fólk til að stýra liðinu hinum megin á hnettinum.
NBA Körfubolti Mest lesið Vann hálft maraþon, fæddi barn og varð svo meistari í heilu maraþoni Sport Elísa langfyrst fyrir Magnús Mána: „Þessi dagur er fyrir hann“ Sport Reykjavíkurmaraþonið í beinni á Vísi Sport Magnaður sigur Dags í Vestratreyju: „Núna er bara stefnan sett á ÓL“ Sport Svekktur Íslandsmeistari: „Þetta var rosalega erfitt hlaup“ Sport Skelfileg mistök City og fullkomin byrjun Spurs Enski boltinn Hjörvar fékk treyju með kveðju frá De Gea í beinni Fótbolti Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Enski boltinn Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Fótbolti Fleiri fréttir Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Brotnaði saman þegar hann bar liðsfélögum tíðindin Faðir Boston Celtics stjörnu handtekinn fyrir morðtilraun Yngri Agravanis-bróðirinn í Stjörnuna Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Yfirlýsing KKÍ: Hætta ekki við leikinn við Ísrael Almar var kominn alla leið til Bandaríkjanna Haukur Helgi meiddur og Almar kallaður inn í hópinn Nánast allar treyjur uppseldar fyrir EM Erfitt að horfa á félagana detta út Craig Pedersen um erfitt val á EM-hóp: „Frábært vandamál að glíma við“ Forseti Íslands hvatti landsliðið til dáða Giannis loksins mættur en Grikkirnir neita að útskýra fjarveruna Svona er hópur Íslands sem fer á EM Keflavík semur við Breta: „Þekktur fyrir öfluga nærveru í teignum“ Manchester heimsækir Síkið og Tindastóll fer til fjögurra landa Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Khalil Shabazz til Grindavíkur Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Jaka skilinn eftir og þrettán leikmenn berjast um hin tólf sætin Með fyrsta þrjátíu tuttugu leikinn í sögu WNBA Ótryggður Giannis tekur ekki þátt í undirbúningi Grikklands Þjóðverjar unnu Doncic lausa Slóvena Pólland missir NBA stjörnu fyrir Eurobasket Sjá meira