Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:35 Jille Biden (í grænu) hélt mótmælendum sem ruddust upp á sviðið í Los Angeles frá eiginmanni sínum með valdi. Mótmælendurnir hrópuðu „Látið mjólkuriðnaðinn deyja“. AP/Marcio Jose Sanchez Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí Innlent Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Innlent Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Fleiri fréttir Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Kviðdómur komst að niðurstöðu í fjórum fimm ákæruliða Diddy „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46