Eiginkona Biden varði hann fyrir veganmótmælendum Kjartan Kjartansson skrifar 4. mars 2020 16:35 Jille Biden (í grænu) hélt mótmælendum sem ruddust upp á sviðið í Los Angeles frá eiginmanni sínum með valdi. Mótmælendurnir hrópuðu „Látið mjólkuriðnaðinn deyja“. AP/Marcio Jose Sanchez Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Jill Biden, eiginkona fyrrverandi varaforseta Bandaríkjanna og frambjóðanda í forvali Demókrataflokksins, hefur hlotið lof fyrir framgöngu sína á kosningafundi eigimanns hennar í Los Angeles í gærkvöldi. Gekk hún á milli veganmótmælenda sem ruddust upp á sviðið og frambjóðandans. Fjórtán ríki Bandaríkjanna auk Bandarísku Samóaeyja greiddu atkvæði í forvali demókrata í gær og vann Joe Biden sigur í níu ríkjum eftir að framboð hans hafði nánast verið í andarslitrunum eftir slæma útreið í fyrstu ríkjunum í síðasta mánuði. Þegar Biden fagnaði með stuðningsmönnum sínum í Los Angeles í gærkvöldi þustu tvær konur sem reyndu að mótmæla mjólkuriðnaðinum upp á sviðið og komust nær alveg upp að fyrrverandi varaforsetanum. Þá greip Jill Biden til sinna ráða, gekk fram fyrir skjöldu og kom í veg fyrir að mótmælendurnir kæmust nær. Aðstoðarmenn Biden komu mótmælendunum svo af sviðinu. „Það er allt í lagi með okkur,“ sagði Jill Biden á meðan mótmælendunum var fylgt burt en myndband af uppákomunni hefur farið sem eldur í sinu um samfélagsmiðla. Mótmælendur frá sama hópi hafa áður truflað kosningaviðburði annarra frambjóðenda eins og Bernie Sanders og Elizabeth Warren, að sögn Washington Post. Atvikið hefur vakið spurningar um öryggisgæslu Biden og annarra frambjóðanda í forvali demókrataflokksins. Biden átti sem fyrrverandi varaforseti rétt á öryggisgæslu frá leyniþjónustu Bandaríkjanna í hálft ár eftir að hann lét af embættinu árið 2017. Heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna hefur hins vegar hvorki boðið honum né öðrum frambjóðendum demókrata gæslu nú. Frambjóðendur þurfa sjálfir að óska eftir gæslunni að sögn USA Today en forseti þarf að samþykkja að leyniþjónustan gæti öryggis frambjóðenda. Donald Trump fékk vernd leyniþjónustunnar þegar árið 2015 þegar hann var í framboði.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Vegan Tengdar fréttir Bloomberg hættir og styður Biden Michael Bloomberg kveður sviðið. 4. mars 2020 14:19 Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46 Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára „Versta mögulega tilfelli hungursneyðar“ Maxwell biðlar til Hæstaréttar Á annan tug í valnum eftir að Rússar sprengdu fangelsi í loft upp Trump segir „alvöru hungursneyð“ ríkja á Gasa Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Elsti Gallagher-bróðirinn ákærður fyrir nauðgun Krísa yfirvofandi: Þurr svæði stækka og þorna hraðar Fækkar dögunum sem hann gaf Pútín: „Ég held ég viti þegar svarið“ Vara við hópeitrunum af völdum THC eftir atvik í fyrra Þrír látnir eftir að lest fór af sporinu Ætla að breyta heræfingum eftir skammir frá systur Kims Semja um vopnahlé 64 prósent myndu þiggja gjaldfrjáls þyngdarstjórnunarlyf Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Gera tíu klukkustunda „mannúðarhlé“ á árásum Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Sjá meira
Biden snýr við taflinu Joe Biden, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna, hefur snúið gengi sínu í forvali Demókrataflokksins fyrir forsetakosningarnar algerlega við. 4. mars 2020 10:46