Segir „klikkað“ að frumvarp um útlendinga sé forgangsmál á þessum tímum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 10. maí 2020 18:35 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar Alþingis. Vísir/Einar Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir „klikkað“ að ríkisstjórnin telji frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga til forgangsmáls á tímum sem þessum. Þetta kom fram í máli hennar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Það er verið að skerða verulega, og eiginlega að öllu leyti, rétt þeirra sem koma hingað í leit að vernd og hafa fengið svokallaða vernd annars staðar. Af því það er engin vernd að vera skilgreindur sem flóttamaður í Búlgaríu, Ungverjalandi, Grikklandi og mögulega á Ítalíu. Það er engin vernd í því.“ Helga Vala segir flóttafólk í þessum löndum ekki hafa aðgang að skóla, vinnu, húsnæði, heilbrigðisþjónustu eða mat. Hún segir að með breytingum sem mælt er fyrir í frumvarpi dómsmálaráðherra muni flóttafólk sem komið hefur hingað frá þessum löndum fá sjálfvirka höfnun við umsókn sinni um vernd. „Það er enginn frestur, því er ekki gefinn kostur á andsvörum eða kostur á að kæra með fullnægjandi hætti, gagnaöflun er skert með verulegu leyti, og svo framvegis. Þarna erum við að tala um fullt af börnum. Ætlum við að hafa þetta svona? Sá sem kemst alla leið til Íslands með börnin sín, á flótta, hann er ekkert að leika sér að því.“ Helga Vala segir að ekki sé lengur unnt að horfa á flóttafólk sem einfalda tölfræði. Oft sé um að ræða fólk sem búið hefur við ofbeldi og lífshættulegar aðstæður í flóttamannabúðum, til að mynda í Grikklandi og Búlgaríu. „Það er bara fáránlegt að líta svo á að þetta sé einhver vernd.“ Helga Vala segir nauðsynlegt að til staðar sé kostur á að meta, í hverju tilfelli fyrir sig, hvort umsækjendur um vernd þurfi raunverulega á henni að halda, meðal annars með tilliti til aðstæðna í því ríki þar sem fólkið dvaldist síðast. Með frumvarpinu sé hins vegar verið að útiloka möguleika á slíku mati. „Það er verið að koma í veg fyrir að talsmenn geti skilað inn gögnum og komið í veg fyrir brottvísun aftur,“ segir Helga Vala. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ömurlegt“ að frétta af fyrirtækjum sem nýta sér úrræði stjórnvalda að ósekju Helga Vala segir að vinna velferðarnefndar Alþingis, hverrar hún er formaður, við hlutabótaleið stjórnvalda sé nú háð þeim aðgerðarpakka sem stjórnvöld koma til með að kynna á næstunni. Hún segist vonast til að sjá aðgerðapakka frá ríkisstjórninni eftir næstu helgi. „Við erum með á borðinu frumvarp sem ég setti inn í nefndina að mínu frumkvæði, til þess að bregðast við þeim fyrirtækjum sem eru að nýta sér hlutabótaleiðina að ósekju, án þess að það sé brýn þörf á og án þess að það sé verulegur samdráttur í rekstrinum,“ segir Helga Vala. Hún segir þær fregnir sem borist hafa af fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, þrátt fyrir að vera í góðri stöðu, ömurlegar. Í vikunni bárust til að mynda fregnir af því að Skeljungur hefði ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun eftir að hafa nýtt sér hlutabótaleiðina. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Þá hafa Hagar og Festi einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar hafa, líkt og Skeljungur, ákveðið að endurgreiða Vinnumálastofnun. Helga Vala vonast um að velferðarnefnd geti komið sér saman um að flytja frumvarpið sem hún lagði fram. Hún segir brýnt að girða fyrir að fyrirtæki geti áfram nýtt sér hlutabótaleiðina án þess raunverulega að þurfa þess. „Sendum skýr skilaboð, setjum það inn í lögin að þetta sé ekki í boði og færum Vinnumálastofnun heimild til þess að krefjast endurgreiðslu. Mér finnst hver dagur skipta máli þar.“ Hún segist meðvituð um að aðgerðir stjórnvalda muni að öllum líkindum taka á þessum fleti hlutabótaleiðarinnar, en telur að því fyrr sem tekið verði á málinu, því betra. Mörgum landsmönnum misboðið Helga segist meðvituð um að framferði þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa hlutabótaleiðina án þess að raunverulega þurfa þess sé ekki ólöglegt. Hún sé engu að síður ósátt við það. „Þetta er alveg klárlega siðlaust að mínu mati og greinilegt að mörgum landsmönnum er misboðið.“ Hún segir að hlutabótaleiðin hafi verið hugsuð sem björgunaraðgerð. „Sá sem er fullsyndur, og þarf ekki á hringnum að halda, á ekki að vera að taka pláss á björgunarhringnum fyrir sig, ef hann getur vel bjargað sér sjálfur. Við erum bara í rúmsjó. Ekki vera að taka upp pláss fyrir þá sem þurfa virkilega á því að halda,“ segir Helga. Hér að neðan má sjá viðtalið við Helgu Völu í Víglínunni. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Víglínan Hælisleitendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir „klikkað“ að ríkisstjórnin telji frumvarp Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur til breytinga á lögum um útlendinga til forgangsmáls á tímum sem þessum. Þetta kom fram í máli hennar í Víglínunni á Stöð 2 í dag. „Það er verið að skerða verulega, og eiginlega að öllu leyti, rétt þeirra sem koma hingað í leit að vernd og hafa fengið svokallaða vernd annars staðar. Af því það er engin vernd að vera skilgreindur sem flóttamaður í Búlgaríu, Ungverjalandi, Grikklandi og mögulega á Ítalíu. Það er engin vernd í því.“ Helga Vala segir flóttafólk í þessum löndum ekki hafa aðgang að skóla, vinnu, húsnæði, heilbrigðisþjónustu eða mat. Hún segir að með breytingum sem mælt er fyrir í frumvarpi dómsmálaráðherra muni flóttafólk sem komið hefur hingað frá þessum löndum fá sjálfvirka höfnun við umsókn sinni um vernd. „Það er enginn frestur, því er ekki gefinn kostur á andsvörum eða kostur á að kæra með fullnægjandi hætti, gagnaöflun er skert með verulegu leyti, og svo framvegis. Þarna erum við að tala um fullt af börnum. Ætlum við að hafa þetta svona? Sá sem kemst alla leið til Íslands með börnin sín, á flótta, hann er ekkert að leika sér að því.“ Helga Vala segir að ekki sé lengur unnt að horfa á flóttafólk sem einfalda tölfræði. Oft sé um að ræða fólk sem búið hefur við ofbeldi og lífshættulegar aðstæður í flóttamannabúðum, til að mynda í Grikklandi og Búlgaríu. „Það er bara fáránlegt að líta svo á að þetta sé einhver vernd.“ Helga Vala segir nauðsynlegt að til staðar sé kostur á að meta, í hverju tilfelli fyrir sig, hvort umsækjendur um vernd þurfi raunverulega á henni að halda, meðal annars með tilliti til aðstæðna í því ríki þar sem fólkið dvaldist síðast. Með frumvarpinu sé hins vegar verið að útiloka möguleika á slíku mati. „Það er verið að koma í veg fyrir að talsmenn geti skilað inn gögnum og komið í veg fyrir brottvísun aftur,“ segir Helga Vala. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra.Vísir/Vilhelm „Ömurlegt“ að frétta af fyrirtækjum sem nýta sér úrræði stjórnvalda að ósekju Helga Vala segir að vinna velferðarnefndar Alþingis, hverrar hún er formaður, við hlutabótaleið stjórnvalda sé nú háð þeim aðgerðarpakka sem stjórnvöld koma til með að kynna á næstunni. Hún segist vonast til að sjá aðgerðapakka frá ríkisstjórninni eftir næstu helgi. „Við erum með á borðinu frumvarp sem ég setti inn í nefndina að mínu frumkvæði, til þess að bregðast við þeim fyrirtækjum sem eru að nýta sér hlutabótaleiðina að ósekju, án þess að það sé brýn þörf á og án þess að það sé verulegur samdráttur í rekstrinum,“ segir Helga Vala. Hún segir þær fregnir sem borist hafa af fyrirtækjum sem hafa nýtt sér hlutabótaleið stjórnvalda, þrátt fyrir að vera í góðri stöðu, ömurlegar. Í vikunni bárust til að mynda fregnir af því að Skeljungur hefði ákveðið að bjóða öllum starfsmönnum sínum 100% vinnu á ný og endurgreiða Vinnumálastofnun eftir að hafa nýtt sér hlutabótaleiðina. Skeljungur greiddi hluthöfum sínum 600 milljóna króna arð í aprílbyrjun og keyptu eigin bréf fyrir 186 milljónir síðar í sama mánuði. Þá hafa Hagar og Festi einnig ákveðið að hætta að nýta sér hlutabótaleiðina. Hagar hafa, líkt og Skeljungur, ákveðið að endurgreiða Vinnumálastofnun. Helga Vala vonast um að velferðarnefnd geti komið sér saman um að flytja frumvarpið sem hún lagði fram. Hún segir brýnt að girða fyrir að fyrirtæki geti áfram nýtt sér hlutabótaleiðina án þess raunverulega að þurfa þess. „Sendum skýr skilaboð, setjum það inn í lögin að þetta sé ekki í boði og færum Vinnumálastofnun heimild til þess að krefjast endurgreiðslu. Mér finnst hver dagur skipta máli þar.“ Hún segist meðvituð um að aðgerðir stjórnvalda muni að öllum líkindum taka á þessum fleti hlutabótaleiðarinnar, en telur að því fyrr sem tekið verði á málinu, því betra. Mörgum landsmönnum misboðið Helga segist meðvituð um að framferði þeirra fyrirtækja sem nýtt hafa hlutabótaleiðina án þess að raunverulega þurfa þess sé ekki ólöglegt. Hún sé engu að síður ósátt við það. „Þetta er alveg klárlega siðlaust að mínu mati og greinilegt að mörgum landsmönnum er misboðið.“ Hún segir að hlutabótaleiðin hafi verið hugsuð sem björgunaraðgerð. „Sá sem er fullsyndur, og þarf ekki á hringnum að halda, á ekki að vera að taka pláss á björgunarhringnum fyrir sig, ef hann getur vel bjargað sér sjálfur. Við erum bara í rúmsjó. Ekki vera að taka upp pláss fyrir þá sem þurfa virkilega á því að halda,“ segir Helga. Hér að neðan má sjá viðtalið við Helgu Völu í Víglínunni.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Víglínan Hælisleitendur Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira