Umfjöllun, viðtöl og myndir: ÍR - Skallagrímur 81-74 | Mikilvægur sigur Breiðhyltinga Kristinn G. Friðriksson í Hertz-hellinum skrifar 26. janúar 2017 22:00 Matthías Orri Sigurðarson átti góðan leik í liði ÍR. vísir/ernir ÍR vann afar mikilvægan sigur á Skallagrími, 81-74, þegar liðin mættust í 15. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-hellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. ÍR-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu undirtökum í honum um miðjan annan hluta og fóru inní leikhléið með þægilegt forskot 43-33. ÍR hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik en missti aðeins tökin í þriðja hluta og þó Skallagrímsmenn hafi aldrei spilað góðan sóknarleik þá náði liðið að klóra sig aftur inní leikinn og halda sér í seilingarfjarlægð þar til um tvær mínútur voru eftir. Þá náðu ÍR að sýna mátt sinn og megin og klára leikinn sannfærandi. Liðsheild ÍR á hrós skilið fyrir frábæran varnarleik, sem og nokkra mjög góða sóknarspretti. Matthías Orri Sigurðarson, Trausti Eiríksson, Sveinbjörn Claessen og Hjalti Friðriksson voru allir mjög góðir í annars vel skipulagðri liðsheild. Hjá Skallagrím var Flenard Whitfield bestur en átti missti hausinn á krítískum tímum í leiknum og verður helst minnst fyrir það. Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig sæmilegan leik en kláraði leikinn frekar illa og heldur aldrei að virkja aðra leikmenn liðsins nægilega vel. Liðsheildin sýndi ágætis varnartilburði en kolféll í sóknarprófinu og því fór sem fór. ÍR-Skallagrímur 81-74 (18-16, 25-17, 20-22, 18-19)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/7 stoðsendingar, Trausti Eiríksson 15, Sveinbjörn Claessen 13, Hjalti Friðriksson 12/8 fráköst/7 stoðsendingar, Danero Thomas 11/9 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 7, Quincy Hankins-Cole 3/4 fráköst.Skallagrímur: Flenard Whitfield 23/9 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/6 fráköst/8 stoðsendingar, Darrell Flake 9/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 7, Kristófer Gíslason 5, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4, Magnús Þór Gunnarsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2/4 fráköst.Borce: Hræddur við Jóns Arnórs heilkennið Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var kátur í leikslok. „Þetta var erfiður leikur verið ég að segja. Þetta var pressuleikur sem þurfti að vinnast. Leikurinn var ekkert sérlega fallegur, við fórum svolítið út fyrir leikskipulagið okkar og þessi meiðsli á Quincey Cole settu tóku okkur úr takti. En ég verð bara að segja að Trausti og Hjalti stigu upp fyrir okkur en Hjalti er að fara í aðgerð á morgun og þetta var leikurinn sem hann lagði á allt á línuna fyrir okkur. Ég er gríðarlega ánægður með hann og óska honum góðrar aðgerðar,“ sagði Borce. Danero Thomas spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍR eftir að hafa verið með Þór Akureyri. „Hann er nýr og við vitum að hann er góður leikmaður og ég var svolítið hræddur um hvernig hann kæmi inn. Ég var hræddur við Jón Arnór Stefánsson heilkennið, en mér finnst KR hafa spilað mun betur áður en hann kom til liðsins. Danero mun ná taktinum í næsta leik, ég er viss um það,“ sagði Borce óhræddur. Fimm leikmenn ÍR skoruðu yfir tíu stig í leiknum og liðsheildin góð. „Þetta er klárlega liðssigur. Við vorum að spila eins og lið og börðumst eins og lið. Við gerðum helling af mistökum í vörninni en mínir menn vildu virkilega vinna þennan leik,“ sagði Borce en hversu hátt komast ÍR-ingar? „Ég veit það ekki. Það er einfaldlega erfitt og hættulegt að spá fyrir um það eins og deildin er. Við förum eins hátt og við getum og við förum í hvern leik eins og hann sé sá síðasti,“ sagði Borce kampakátur.Thomas: Er aðallega varnarmaður Danero Thomas spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍR eftir að hafa verið hjá Þór Akureyri. Thomas átti ekki sinn besta leik í kvöld en hjálpaði liðinu þó töluvert. Aðspurður um hvernig honum litist á sitt nýja lið sagði Thomas: „Mér líður mjög vel að vera kominn aftur, vera kominn í nýtt lið. Núna er ég bara að reyna að komast inn í kerfi liðsins, læra sóknina og svoleiðis en ég er aðallega varnarmaður og ég passa vel þar inn,“ sagði Thomas. „Þegar ég kemst betur inn í sóknina kemur þetta allt saman. Ég kom hingað til að hjálpa liðinu; gera allt sem ég get til þess að hjálpa liðinu að komast í úrslitakeppnina en ÍR hefur ekki komist þangað í þrjú ár.“ Dominos-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira
ÍR vann afar mikilvægan sigur á Skallagrími, 81-74, þegar liðin mættust í 15. umferð Domino's deildar karla í kvöld.Ernir Eyjólfsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var í Hertz-hellinum í kvöld og tók meðfylgjandi myndir. ÍR-ingar byrjuðu leikinn betur og náðu undirtökum í honum um miðjan annan hluta og fóru inní leikhléið með þægilegt forskot 43-33. ÍR hélt uppteknum hætti í seinni hálfleik en missti aðeins tökin í þriðja hluta og þó Skallagrímsmenn hafi aldrei spilað góðan sóknarleik þá náði liðið að klóra sig aftur inní leikinn og halda sér í seilingarfjarlægð þar til um tvær mínútur voru eftir. Þá náðu ÍR að sýna mátt sinn og megin og klára leikinn sannfærandi. Liðsheild ÍR á hrós skilið fyrir frábæran varnarleik, sem og nokkra mjög góða sóknarspretti. Matthías Orri Sigurðarson, Trausti Eiríksson, Sveinbjörn Claessen og Hjalti Friðriksson voru allir mjög góðir í annars vel skipulagðri liðsheild. Hjá Skallagrím var Flenard Whitfield bestur en átti missti hausinn á krítískum tímum í leiknum og verður helst minnst fyrir það. Sigtryggur Arnar Björnsson átti einnig sæmilegan leik en kláraði leikinn frekar illa og heldur aldrei að virkja aðra leikmenn liðsins nægilega vel. Liðsheildin sýndi ágætis varnartilburði en kolféll í sóknarprófinu og því fór sem fór. ÍR-Skallagrímur 81-74 (18-16, 25-17, 20-22, 18-19)ÍR: Matthías Orri Sigurðarson 20/7 stoðsendingar, Trausti Eiríksson 15, Sveinbjörn Claessen 13, Hjalti Friðriksson 12/8 fráköst/7 stoðsendingar, Danero Thomas 11/9 fráköst, Hákon Örn Hjálmarsson 7, Quincy Hankins-Cole 3/4 fráköst.Skallagrímur: Flenard Whitfield 23/9 fráköst, Sigtryggur Arnar Björnsson 21/6 fráköst/8 stoðsendingar, Darrell Flake 9/11 fráköst, Davíð Ásgeirsson 7, Kristófer Gíslason 5, Eyjólfur Ásberg Halldórsson 4, Magnús Þór Gunnarsson 3, Bjarni Guðmann Jónson 2/4 fráköst.Borce: Hræddur við Jóns Arnórs heilkennið Borce Ilievski, þjálfari ÍR, var kátur í leikslok. „Þetta var erfiður leikur verið ég að segja. Þetta var pressuleikur sem þurfti að vinnast. Leikurinn var ekkert sérlega fallegur, við fórum svolítið út fyrir leikskipulagið okkar og þessi meiðsli á Quincey Cole settu tóku okkur úr takti. En ég verð bara að segja að Trausti og Hjalti stigu upp fyrir okkur en Hjalti er að fara í aðgerð á morgun og þetta var leikurinn sem hann lagði á allt á línuna fyrir okkur. Ég er gríðarlega ánægður með hann og óska honum góðrar aðgerðar,“ sagði Borce. Danero Thomas spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍR eftir að hafa verið með Þór Akureyri. „Hann er nýr og við vitum að hann er góður leikmaður og ég var svolítið hræddur um hvernig hann kæmi inn. Ég var hræddur við Jón Arnór Stefánsson heilkennið, en mér finnst KR hafa spilað mun betur áður en hann kom til liðsins. Danero mun ná taktinum í næsta leik, ég er viss um það,“ sagði Borce óhræddur. Fimm leikmenn ÍR skoruðu yfir tíu stig í leiknum og liðsheildin góð. „Þetta er klárlega liðssigur. Við vorum að spila eins og lið og börðumst eins og lið. Við gerðum helling af mistökum í vörninni en mínir menn vildu virkilega vinna þennan leik,“ sagði Borce en hversu hátt komast ÍR-ingar? „Ég veit það ekki. Það er einfaldlega erfitt og hættulegt að spá fyrir um það eins og deildin er. Við förum eins hátt og við getum og við förum í hvern leik eins og hann sé sá síðasti,“ sagði Borce kampakátur.Thomas: Er aðallega varnarmaður Danero Thomas spilaði sinn fyrsta leik fyrir ÍR eftir að hafa verið hjá Þór Akureyri. Thomas átti ekki sinn besta leik í kvöld en hjálpaði liðinu þó töluvert. Aðspurður um hvernig honum litist á sitt nýja lið sagði Thomas: „Mér líður mjög vel að vera kominn aftur, vera kominn í nýtt lið. Núna er ég bara að reyna að komast inn í kerfi liðsins, læra sóknina og svoleiðis en ég er aðallega varnarmaður og ég passa vel þar inn,“ sagði Thomas. „Þegar ég kemst betur inn í sóknina kemur þetta allt saman. Ég kom hingað til að hjálpa liðinu; gera allt sem ég get til þess að hjálpa liðinu að komast í úrslitakeppnina en ÍR hefur ekki komist þangað í þrjú ár.“
Dominos-deild karla Mest lesið Lamine Yamal í vandræðum eftir afmælisveisluna sína Fótbolti Mistök að ráða ekki Betu og „er ekki talað hávært um Óla Kristjáns“ Fótbolti Már klessti á bakkann og HM er í hættu Sport Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Körfubolti Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Enski boltinn Trump vildi ekki fara af verðlaunapallinum Fótbolti Sjáðu slagsmálin í lok úrslitaleiks HM félagsliða Fótbolti Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Fótbolti Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Körfubolti Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Sjá meira