Sveitarfélögum fórnað á lífseigu altari skömmtunarkerfisins Tómas Ellert Tómasson skrifar 11. maí 2020 07:30 Sveitarfélög landsins hafa sl. áratug barist fyrir því að gerð yrði breyting á lögum um virðisaukaskatt í þá veru að sveitarfélög fái 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Nokkrir af þingmönnum sjálfstæðisflokksins hafa einnig í tvígang á yfirstandandi kjörtímabili lagt fram þingmannafrumvörp til stuðnings kröfu sveitarfélaganna þess efnis að sveitarfélögin fengju undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. Ríkisskattstjóri hefur svo síðar bent á að endurgreiðsluleið sveitarfélaganna sé hentugri leið að sama marki þ.e. að „afnema“ virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga þar sem þingmannaleiðin myndi á endanum vinna gegn markmiði sínu samkvæmt skattalöggjöfinni. Í dag er fyrirhugað að tekið verði fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp umhverfisráðherra til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum. Umhverfisráðherra fer þar þvert gegn vilja sveitarfélaganna og nokkurra þingmanna sjálfstæðisflokksins með að velja leið styrkja- og skammtafyrirkomulags þar sem undir hæl hans verður lagt hvort eða hvaða sveitarfélög muni fá styrki til nauðsynlegra fráveituframkvæmda. Undirritaður hefði fyrirfram haldið að skömmtunarkerfi væru ekki sérstakt áhugamál núverandi fjármálaráðherra og því kemur það á óvart við lestur greinargerðarinnar með frumvarpinu að sjá að samráð hafi verið haft við fjármála- og efnahagsráðuneytið við gerð þess. Við yfirferð frumvarps umhverfisráðherra auk fylgigagna má sjá að skömmtunarkerfið lifir enn. Í dag á að fórna sveitarfélögum landsins á lífseigu altarinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarmál Skattar og tollar Árborg Tómas Ellert Tómasson Mest lesið Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Vitundarvakning um auðlindir þjóðar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Friðum Eyjafjörð Jana Salóme Ingibjargar Jósepsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Sveitarfélög landsins hafa sl. áratug barist fyrir því að gerð yrði breyting á lögum um virðisaukaskatt í þá veru að sveitarfélög fái 100% endurgreiðslu á virðisaukaskatti vegna fráveituframkvæmda. Nokkrir af þingmönnum sjálfstæðisflokksins hafa einnig í tvígang á yfirstandandi kjörtímabili lagt fram þingmannafrumvörp til stuðnings kröfu sveitarfélaganna þess efnis að sveitarfélögin fengju undanþágu frá greiðslu virðisaukaskatts af fráveituframkvæmdum. Ríkisskattstjóri hefur svo síðar bent á að endurgreiðsluleið sveitarfélaganna sé hentugri leið að sama marki þ.e. að „afnema“ virðisaukaskatt af fráveituframkvæmdum sveitarfélaga þar sem þingmannaleiðin myndi á endanum vinna gegn markmiði sínu samkvæmt skattalöggjöfinni. Í dag er fyrirhugað að tekið verði fyrir á Alþingi stjórnarfrumvarp umhverfisráðherra til laga um breytingu á lögum um uppbyggingu og rekstur fráveitna, nr. 9/2009, með síðari breytingum. Umhverfisráðherra fer þar þvert gegn vilja sveitarfélaganna og nokkurra þingmanna sjálfstæðisflokksins með að velja leið styrkja- og skammtafyrirkomulags þar sem undir hæl hans verður lagt hvort eða hvaða sveitarfélög muni fá styrki til nauðsynlegra fráveituframkvæmda. Undirritaður hefði fyrirfram haldið að skömmtunarkerfi væru ekki sérstakt áhugamál núverandi fjármálaráðherra og því kemur það á óvart við lestur greinargerðarinnar með frumvarpinu að sjá að samráð hafi verið haft við fjármála- og efnahagsráðuneytið við gerð þess. Við yfirferð frumvarps umhverfisráðherra auk fylgigagna má sjá að skömmtunarkerfið lifir enn. Í dag á að fórna sveitarfélögum landsins á lífseigu altarinu. Höfundur er bæjarfulltrúi Miðflokksins í Svf. Árborg og varaformaður bæjarráðs og formaður eigna- og veitunefndar.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar