„Hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. maí 2020 15:57 Bergsveinn lék alla leiki Fjölnis í Inkasso-deildinni í fyrra nema einn. vísir/bára Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Á föstudaginn bárust þær fréttir að Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, væri hættur í fótbolta, aðeins 27 ára. Bergsveinn var gestur Sportsins í dag þar sem hann fór yfir þá ákvörðun sína að leggja skóna á hilluna. Hann segist ástríðan fyrir fótboltanum hafi farið þverrandi undanfarin misseri. „Þessi tilfinning hefur blundað í mér í þónokkurn tíma. Það voru nokkrar vísbendingar sem gáfu til kynna að ég ætti ekki að vera lengur í fótbolta,“ sagði Bergsveinn. „Eins og að ég hef ekki vaknað spenntur á leikdegi í langan tíma. Í gamla daga þegar maður hafði þessa auka ástríðu þurfti maður vanalega að gíra sig niður í svokallað spennustig, ástand sem maður vill komast í til að standa sig sem best. En undanfarið eitt og hálft ár hef þurft að gíra mig rosalega mikið upp.“ Beið eftir að æfingin væri búin Bergsveinn segist ekki lengur hafa verið spenntur fyrir leikjum. Munurinn á leikdegi og venjulegum degi hafi ekki verið neinn. „Það kom ekkert aukalega. Þetta var bara venjulegur dagur. Ekkert, vá leikur í kvöld, djöfull er ég spenntur. Síðan er maður á æfingu og er bara að bíða eftir að hún sé búin,“ sagði Bergsveinn. Tilgangurinn í fótboltanum breyttist Hann stefndi hátt í fótboltanum og gekk í raðir Íslandsmeistara FH 2015. Plönin breyttust hins vegar þegar hann fór aftur til Fjölnis tveimur árum síðar. „Ég þurfti að breyta um tilgang þegar ég fór úr FH í Fjölni. Ég stefndi alltaf á að verða atvinnumaður. Það var það eina sem komst að í lífinu,“ sagði Bergsveinn. „Síðan áttaði ég mig á því að það eru fleiri hlutir sem skipta máli í lífinu en fótbolti. Þá varð erfiðara að gíra mig í leiki þannig að ég þurfti að finna nýjan tilgang í fótboltanum, sem ég fann með því að vera leiðtogi og gera það besta fyrir liðið, með því að efla liðsheildina því mér þótti vænt um Fjölni og árangur liðsins þótt mér væri sama þótt ég gerði mistök.“ Bergsveinn lék akkúrat hundrað leiki í efstu deild og skoraði níu mörk. Hann varð Íslandsmeistari með FH 2016. Klippa: Sportið í dag - Bergsveinn sáttur við ákvörðun sína Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Pepsi Max-deild karla Fjölnir Sportið í dag Tengdar fréttir Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00 Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30 Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39 Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37 Mest lesið Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Handbolti Mamma reddaði treyjunum frá Thuram bræðrunum Sport Bitvargurinn fékk tólf leikja bann Sport Fagnaði heimsmetinu í karíókí herbergi Sport Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Íslenski boltinn Mikil ánægja með Mikael: „Hann hefur gjörbreytt liðinu“ Fótbolti Gæti spilað í kvöld en þarf að mæta í réttarsal í fyrramálið Fótbolti Fær 54 milljónir í vikulaun en æfir einn og yfirgefinn Enski boltinn Ítalskur skíðakappi lést eftir árekstur á æfingu Sport „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Ásmundur um ákvörðun Bergsveins: Högg í magann fyrir okkur Þjálfara Fjölnis var brugðið þegar fyrirliði liðsins tilkynnti honum að hann væri hættur í fótbolta, rúmum mánuði áður en Íslandsmótið hefst. 9. maí 2020 21:00
Bergsveinn: Er miklu meiri leiðtogi en fótboltamaður Fyrrum fyrirliði Fjölnis í fótbolta kveðst hafa glatað ástríðunni fyrir íþróttinni og er því hættur að leika með liðinu. 9. maí 2020 17:30
Bergsveinn: Erfiðasta sem ég hef gert í langan tíma Bergsveinn Ólafsson, sem tilkynnti í dag að hann væri hættur í fótbolta, segir að tilfinningin að hætta í fótbolta hafi blundað í honum lengi og ákvörðunin hafi ekki verið tekið í neinu flýti. 8. maí 2020 19:39
Bergsveinn hættur í fótbolta Bergsveinn Ólafsson, fyrirliði Fjölnis, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna. Hann staðfesti þetta nú undir kvöld. 8. maí 2020 18:37