Ensku félögin ræddu í fyrsta sinn um mögulega styttingu en stefna á að byrja í júní Sindri Sverrisson skrifar 11. maí 2020 19:00 Liverpoolmenn eru langefstir í ensku úrvalsdeildinni en bíða þess sem verða vill. VÍSIR/GETTY Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters. Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira
Fulltrúar félaganna í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta funduðu í dag og ræddu í fyrsta sinn um að stytta tímabilið, vegna kórónuveirufaraldursins. Richard Masters, framkvæmdastjóri deildarinnar, segir að á fundinum hafi komið fram að ríkur vilji væri á meðal félaganna til þess að síðustu umferðir tímabilsins yrðu kláraðar á heimavöllum liðanna, en ekki á fáeinum, hlutlausum völlum eins og hugmyndir hafa verið uppi um. „Allir myndu kjósa að hægt yrði að spila leikina á heimavöllum liðanna ef það er hægt, og það er augljóst að sum félög hafa sterkari skoðun en önnur á þessu,“ sagði Masters. Samkvæmt Sky Sports gerir áætlun breskra stjórnvalda ráð fyrir því að hægt verði að keppa í afreksíþróttum frá og með 1. júní, fyrir luktum dyrum. Enn er því stefnt að því að hægt verði að spila þá 92 leiki sem eftir eru af tímabilinu. „Við erum í stöðugu sambandi við stjórnvöld og hlustum á þeirra leiðbeiningar, á sama tíma og við komum sjónarmiðum félaganna á framfæri,“ sagði Masters. Fyrir tveimur vikum var félögunum sagt að aðeins yrði hægt að klára tímabilið á hlutlausum velli eða völlum, vegna þess að stjórnvöld óttuðust að hópar myndu safnast saman fyrir utan heimavelli liðanna þegar leikið væri og þannig brjóta reglur um fjarlægðarmörk. Að minnsta kosti sex félög lýstu sig andvíg hugmyndinni, þar á meðal Watford, Aston Villa og Brighton. Samþykktu að framlengja mætti samninga Svo gæti vissulega farið að tímabilið verði blásið af, með einum eða öðrum hætti, en félögin virðast hafa forðast að ræða um þann möguleika. „Á fundinum í dag var í fyrsta sinn rætt um styttingu. Það er auðvitað enn markmiðið að klára tímabilið en það er mikilvægt að ræða alla möguleika við félögin okkar. Við munum ekki geta byrjað að spila fyrr en um miðjan júní í fyrsta lagi. Það er ekki vit í því að tala um að byrja að spila áður en að fyrsta skrefið er tekið í því að hefja æfingar aftur. En það á mikið vatn eftir að renna til sjávar áður en hægt verður að spila og við höldum áfram að meta stöðuna fram að því,“ sagði Masters. „Það sem var samþykkt í dag var að leikmenn mættu framlengja samninga sína fram yfir 30. júní, til loka tímabilsins. Báðir aðilar verða að samþykkja það, og þetta verður að vera komið á hreint fyrir 23. júní,“ sagði Masters.
Enski boltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Keflavík - Álftanes | Slást um að komast nær toppnum Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport „Hlustið á leikmennina“ Handbolti Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Haítí búið að hringja í leikmann Sunderland fyrir HM Hægribakvarðarkrísa hjá Liverpool Sjáðu bestu mörkin og lætin sem eru í vændum í London Rak tána í hurð og missir af risaleikjum Sakna Jota en myndu aldrei nota það sem afsökun Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Sadio Mané hafnaði Manchester United Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Segir suma ekki vera tilbúna fyrir svarta súperstjörnu Mo Salah hefur ekki verið bestur í Afríku í sjö ár „Það verður eitthvað kaos í Fantasy-samfélaginu“ Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Sesko úr leik fram í desember Liverpool-stjarnan grét í leikslok Lofar að fara sparlega með Isak Hjammi með mikla reynslu: „Kannski ekkert sérstakt í tuttugu tilraunum“ Stefnir Manchester United vegna „kynferðislegs og líkamlegs ofbeldis“ Fantasýn: Bara nítján stigum frá toppnum á Íslandi Segir Liverpool „fá ekkert“ út úr því að nota Mo Salah svona Fyrrum United-maður sakaður um að hrækja á stuðningsmenn Úlfarnir komnir með nýjan þjálfara „Ráðafólk fótboltans verður að hlusta á áhyggjur kvenna“ Yfirmaður dómara segir það rétt að dæma markið af Liverpool Aftur brotist inn til Sterling en núna var hann heima „Menn beita öllum brögðum“ Er framherji Brentford óvænt að banka á landsliðsdyrnar hjá Brasilíu? Nagelsmann um Wirtz: Liðsfélagarnir í Liverpool gætu nú aðeins hjálpað honum Kaldasta fagnið í bransanum orðið að vörumerki Liverpool kvartar í dómarasamtökunum Sjá meira