Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2020 09:00 Alexander Petersson í leik með íslenska landsliðinu í handbolta. epa/Diego Azubel Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira
Herbergisfélagarnir Alexander Petersson og Einar Hólmgeirsson fengu óblíðar móttökur á Evrópumótinu í Sviss árið 2006 og Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði það upp í Seinni bylgjunni í gær þegar hann fór yfir landsliðsferilinn sinn. Örvhentu leikmenn íslenska liðsins á þessu Evrópumóti höfðu ekki heppnina með sér og íslenska liðið mátti ekki við því og rétt missti af undanúrslitunum. Misstum bara eina hlið út. „Óli dettur út í riðlinum en kemur svo til baka. Einar Hólmgeirs rotast á móti Króatíu og Lexi kjálkabrotnar á móti Rússum. Það er ekkert grín að missa leikmenn eins og Ólaf, Lexa og Einar Hólmgeirsson því við missum bara eina hlið út. Geiri var bara einn eftir,“ sagði Guðjón Valur Sigurðsson. „Þegar Einar kemur aftur á hótelið um kvöldið þá situr hann upp á einhverjum stól og dettur aftur niður. Hann er náttúrulega út úr mótinu eftir þetta,“ sagði Guðjón Valur sem hefur enn móral yfir því að hafa pressað á kjálkabrotinn Alexander Petersson í hálfleik á móti Rússum. Ólafur Stefánsson, Róbert Gunnarsson, Alexander Petersson og Guðjón Valur Sigurðsson fagna saman bronsinu á EM í Austurríki 2010.EPA/GEORG HOCHMUTH Sagði kjálkabrotnum manni að bíta á jaxlinn „Við Lexi sitjum saman í hálfleik á móti Rússunum og hann er eitthvað að þukla á kjálkanum sínum. Hann var búinn að spila stórkostlega vörn á móti Rastvortsev sem var ein besta vinstri skyttan í heiminum. Ég segi: Við erum með þá, við tökum þá. Hann umlar eitthvað og ég segi: Lexi, við hættum ekki núna, við gefumst ekki upp. Hann segir: Nei, nei, nei. Ég segi: Koma svo áfram, þú verður að bíta á jaxlinn,“ sagði Guðjón Valur og hélt áfram. „Bíta á jaxlinn... Hann var þríkjálkabrotinn og þurfti að fara í aðgerð en hann kláraði leikinn,“ sagði Guðjón Valur um framgöngu Alexanders Peterssonar. Íslenska liðið fagnaði sigri í leiknum 34-32 og var hársbreidd frá undanúrslitum. Alexander keyrði síðan heim frá Sviss til Þýskalands eftir mótið. Fær enn í magann þegar hann hugsar til þess „Einhverjir úr liðinu fóru inn á herbergið hjá þeim félögum, Einari og Alexander, eftir leikinn því þeir voru saman hjá Grosswallstadt á þessum tíma. Annar var rotaður og hinn var kjálkabrotinn. Maður hugsaði bara: Hverju getum við lent í?“ sagði Guðjón Valur. Guðjón Valur hefur samt enn samviskubit yfir því sem hann sagði við Alexander í hálfleiknum. „Lexi er bara vélmenni og með réttu fær hann það viðurnefni. Að maður hafi reynt að hvetja hann til þess að spila. Ég fékk í magann og fæ enn í magann þegar ég hugsa til þess,“ sagði Guðjón Valur. Það má sjá þetta brot úr þættinum hér fyrir neðan. Klippa: Sportið í kvöld - Guðjón um EM 2006 Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti EM 2020 í handbolta Mest lesið Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Handbolti Vinkonur ósáttar við ákvörðun Söru: „Við töluðumst ekki við í smátíma“ Fótbolti Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Körfubolti Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Handbolti Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Körfubolti Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Handbolti Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Handbolti Þeir bestu (8.-7. sæti): Markamaskínur frá Dalvík og Danmörku Íslenski boltinn Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 77-82 | Stjarnan er Íslandsmeistari Körfubolti Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum Enski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum Sjá meira