Gekk út af blaðamannafundi eftir að hafa rifist við fréttamenn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. maí 2020 08:26 Donald Trump, Bandaríkjaforseti, á blaðamannafundinum í gær. Getty/Drew Angerer Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær eftir að Weijia Jiang, fréttaritari CBS, spurði forsetann hvers vegna það skipti svo miklu máli að Bandaríkin væru að standa sig mun betur en öll önnur ríki þegar kemur að því að skima fyrir kórónuveirunni. „Hvers vegna er þetta alþjóðleg samkeppni fyrir þér þegar Bandaríkjamenn eru að deyja á hverjum degi og við erum enn að sjá fjölgun smita dag hvern?“ spurði Jiang sem er af asísku bergi brotin. Trump svaraði að fólk væri að deyja um allan heim. „Þetta er kannski spurning sem þú ættir að spyrja Kína. Ekki spyrja mig. Spurðu Kína að þessu. Þegar þú spyrð Kína að þessu muntu fá mjög óvenjulegt svar,“ sagði Trump. Trump bauð síðan öðrum blaðamanni, Kaitlan Collins frá CNN, að spyrja en hún hinkraði þar sem Jiang spurði forsetann hvers vegna hann væri að segja þetta við hana sérstaklega. „Ég er ekki að segja þetta sérstaklega við neinn. Ég er að segja þetta við hvern þann sem myndi spyrja svona andstyggilegrar spurningar,“ sagði Trump. „Þetta var ekki andstyggileg spurning,“ svaraði Jiang. Collins reyndi síðan að spyrja forsetann en hann var þá farinn að benda á annan fréttamann sem stóð aftar. Collins mótmælti því að fá ekki að spyrja og stuttu síðar gekk Trump út af blaðamannafundinum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að vera með niðrandi tón í garð kvenna á blaðamannafundum og þá sérstaklega í garð kvenna af erlendum uppruna. Jiang fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna sem barn. Trump fór ekki varhluta af gagnrýni í kjölfar fundarins í gær. Tara Setmayer, pólitískur álitsgjafi, sagði viðbrögð Trump við hnitmiðaðri spurningu Jiang rasísk og svívirðileg. Another disgraceful, racist, temper tantrum by Trump b/c he was asked a pointed question by @weijia Classy move by @kaitlancollins to allow her to follow up to challenge Trump s obnoxious ask China comment. Trump can t handle smart, assertive women. @Honestly_Tara https://t.co/kOshBWFh2G— Tara Setmayer (@TaraSetmayer) May 11, 2020 „Trump höndlar ekki klárar, ákveðnar konur,“ sagði Setmayer í færslu á Twitter. Trump brást einnig við uppákomunni á blaðamannafundinum á Twitter. Sagði hann að „Lamestream“-fjölmiðlarnir væru stjórnlausir. „Sjáið hvernig þeir vinna saman (samsæri!). Þeir eru óvinir fólksins en hafið engar áhyggjur, við munum VINNA í nóvember,“ skrifaði forsetinn. The Lamestream Media is truly out of control. Look how they work (conspire!) together. They are the Enemy of the People, but don t worry, we will WIN in November! https://t.co/3YOSChXP9M— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020 Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gekk út af blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær eftir að Weijia Jiang, fréttaritari CBS, spurði forsetann hvers vegna það skipti svo miklu máli að Bandaríkin væru að standa sig mun betur en öll önnur ríki þegar kemur að því að skima fyrir kórónuveirunni. „Hvers vegna er þetta alþjóðleg samkeppni fyrir þér þegar Bandaríkjamenn eru að deyja á hverjum degi og við erum enn að sjá fjölgun smita dag hvern?“ spurði Jiang sem er af asísku bergi brotin. Trump svaraði að fólk væri að deyja um allan heim. „Þetta er kannski spurning sem þú ættir að spyrja Kína. Ekki spyrja mig. Spurðu Kína að þessu. Þegar þú spyrð Kína að þessu muntu fá mjög óvenjulegt svar,“ sagði Trump. Trump bauð síðan öðrum blaðamanni, Kaitlan Collins frá CNN, að spyrja en hún hinkraði þar sem Jiang spurði forsetann hvers vegna hann væri að segja þetta við hana sérstaklega. „Ég er ekki að segja þetta sérstaklega við neinn. Ég er að segja þetta við hvern þann sem myndi spyrja svona andstyggilegrar spurningar,“ sagði Trump. „Þetta var ekki andstyggileg spurning,“ svaraði Jiang. Collins reyndi síðan að spyrja forsetann en hann var þá farinn að benda á annan fréttamann sem stóð aftar. Collins mótmælti því að fá ekki að spyrja og stuttu síðar gekk Trump út af blaðamannafundinum. Bandaríkjaforseti hefur ítrekað verið gagnrýndur fyrir að vera með niðrandi tón í garð kvenna á blaðamannafundum og þá sérstaklega í garð kvenna af erlendum uppruna. Jiang fæddist í Kína en flutti til Bandaríkjanna sem barn. Trump fór ekki varhluta af gagnrýni í kjölfar fundarins í gær. Tara Setmayer, pólitískur álitsgjafi, sagði viðbrögð Trump við hnitmiðaðri spurningu Jiang rasísk og svívirðileg. Another disgraceful, racist, temper tantrum by Trump b/c he was asked a pointed question by @weijia Classy move by @kaitlancollins to allow her to follow up to challenge Trump s obnoxious ask China comment. Trump can t handle smart, assertive women. @Honestly_Tara https://t.co/kOshBWFh2G— Tara Setmayer (@TaraSetmayer) May 11, 2020 „Trump höndlar ekki klárar, ákveðnar konur,“ sagði Setmayer í færslu á Twitter. Trump brást einnig við uppákomunni á blaðamannafundinum á Twitter. Sagði hann að „Lamestream“-fjölmiðlarnir væru stjórnlausir. „Sjáið hvernig þeir vinna saman (samsæri!). Þeir eru óvinir fólksins en hafið engar áhyggjur, við munum VINNA í nóvember,“ skrifaði forsetinn. The Lamestream Media is truly out of control. Look how they work (conspire!) together. They are the Enemy of the People, but don t worry, we will WIN in November! https://t.co/3YOSChXP9M— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 12, 2020
Donald Trump Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira