Handtekinn grunaður um morð eftir 32 ára baráttu Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. maí 2020 09:25 Scott Johnson var 27 ára þegar hann lést. Hann var Bandaríkjamaður og stundaði doktorsnám í stærðfræði við Cambridge-háskóla. Tveimur árum áður en hann lést flutti hann frá Bandaríkjunum til kærasta síns í Ástralíu. Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan. Ástralía Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Lögregla í Ástralíu handtók í dag rétt tæplega fimmtugan karlmann grunaðan um morðið á Scott Johnson, ungum, samkynhneigðum háskólanema í Sydney árið 1988. Lík Johnsons fannst í flæðarmálinu við rætur North Head-kletta í Sydney árið 1988. Málið var á sínum tíma rannsakað sem sjálfsvíg en rannsókn var nýlega hafin aftur – og andlát Johnsons þá rannsakað sem hatursglæpur. Í kjölfarið voru fleiri sambærileg mál á níunda áratugnum, andlát samkynhneigðra karlmanna við strendur borgarinnar, rannsökuð á ný undir sömu formerkjum. Scott Price, 49 ára Ástrali, var handtekinn á heimili sínu í Sydney í dag, grunaður um morðið á Johnson. Honum var neitað um lausn gegn tryggingu og verður leiddur fyrir dómara á morgun, miðvikudag, að því er fram kemur í frétt BBC. Haft er eftir Mick Fuller, lögreglustjóra í Nýju Suður-Wales, að það hafi verið algjör hápunktur á ferlinum að hringja í bróður Johnsons, Steve, og tilkynna honum um handtökuna. Lögregla hefur áður beðið Johnson-fjölskylduna afsökunar á því að hafa ekki rannsakað málið til hlítar á sínum tíma. Maðurinn sem handtekinn var í dag vegna málsins sést hér leiddur út af heimili sínu.Lögregla í NSW Scott Johnson var í þann mund að klára doktorspróf í stærðfræði við Cambride-háskóla þegar hann fannst látinn árið 1988. Fjölskylda hans, einkum bróðirinn Steve, hefur síðustu áratugi barist ötullega fyrir því að andlát hans verði rannsakað á ný. Þannig tjáði Steve BBC árið 2018 að það væri algjörlega óhugsandi að bróðir hans hefði stokkið fram af kletti. Barátta Johnson-fjölskyldunnar bar að lokum árangur. Réttarmeinafræðingar mæltu með því að rannsókn yrði hafin að nýju – sem var loks gert árið 2017. Nú er talið að allt að áttatíu samkynhneigðir karlmenn hafi verið myrtir í haturstengdum hópárásum á níunda áratugnum. Þar af hafi mörgum þeirra verið hrint fram af klettum við ströndina. Steve segir við BBC að hann voni að handtakan sem gerð var í máli bróður hans verði til þess að fleiri fái réttláta málsmeðferð. „Ég vona að fjölskyldur og vinir hinna fjölmörgu samkynhneigðu manna sem týndu lífi finni huggun í því sem gerðist í dag.“ Ávarp frá Steve Johnson um nýju vendingarnar í máli bróður síns má horfa á hér að neðan.
Ástralía Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira