Tugir þúsunda þegar náð í smitrakningaforritið Kjartan Kjartansson skrifar 3. apríl 2020 11:55 Skjáskot úr smitrakningaforriti landlæknis. Fleiri en tuttugu þúsund manns höfðu náð í smitrakningasmáforrit landlæknis á Android-símum á miðnætti. Tölur fyrir Apple-síma liggja enn ekki fyrir. Til stendur að senda smáskilaboð í alla síma á Íslandi með beinum hlekk á forritið. Snjallforritið var þróað á methraða til að hjálpa heilbrigðisyfirvöld að rekja smit kórónuveiru í samfélaginu. Það var gert aðgengilegt í forritaverslunum stóru tæknifyrirtækjanna Google og Apple í gær. Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá embætti landlæknis, staðfestir að ríflega 23.000 manns hafi sótt forritið í Playstore Google á miðnætti. Lengur taki að fá tölfræði úr Appstore Apple en stefnt sé að því að hafa tölur tiltækar fyrir daglegan upplýsingafund almannavarna klukkan 14:00. Hann segist ekki hafa í höndunum hlutfall Android og Apple síma á Íslandi en skýtur á að samanlagt gætu 30-40.000 manns hafa sótt forritið nú þegar. Smitrakningateymi hafa enn ekki notað gögn úr forritinu. Gera forritið aðgengilegt alls staðar og senda skilaboð í alla síma Starfsmenn landlæknis vinna nú að því að leysa úr ýmsum göllum sem hafa komið upp. Ingi Steinar segir að fjöldi ábendinga hafi borist embættinu eftir að forritið fór í loftið í gær. Ætlunin er að uppfæra forritið á morgun. Á meðal þess sem væntanlegir notendur hafa rekið sig á eru smávægilegir gallar sem tengjast stillingum síma þeirra. Þannig hefur staðfestingarhnappur ýst út af skjánum hjá þeim sem eru með stillt á stærstu gerð leturs á Apple-símum. Þeir sem eru með síma sína skráða erlendis af ýmsum ástæðum hafa ekki getað fundið forritið í forritaversluninni þar sem það var aðeins gefið út fyrir Ísland. Ingi Steinar segir að nú hafi verið ákveðið að dreifa forritinu út um allan heim til að leysa það vandamál. Þá hefur borið á því í Playstore Google að leitarvél finni ekki forritið jafnvel þó að leitað sé að nafni þess staf fyrir staf. Ingi Steinar segir að það taki leitarvélina nokkra daga að koma forritinu inn í leitarniðurstöðurnar. Í millitíðinni sé hægt að finna forritið með því að setja gæsalappir utan um leitarorðið. Þá stendur til að senda smáskilaboð í alla síma á landinu með beinum hlekk á forritin, bæði fyrir Android-stýrikerfi og Ios-stýrikerfi Apple, líklega á morgun. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira
Fleiri en tuttugu þúsund manns höfðu náð í smitrakningasmáforrit landlæknis á Android-símum á miðnætti. Tölur fyrir Apple-síma liggja enn ekki fyrir. Til stendur að senda smáskilaboð í alla síma á Íslandi með beinum hlekk á forritið. Snjallforritið var þróað á methraða til að hjálpa heilbrigðisyfirvöld að rekja smit kórónuveiru í samfélaginu. Það var gert aðgengilegt í forritaverslunum stóru tæknifyrirtækjanna Google og Apple í gær. Ingi Steinar Ingason, teymisstjóri hjá embætti landlæknis, staðfestir að ríflega 23.000 manns hafi sótt forritið í Playstore Google á miðnætti. Lengur taki að fá tölfræði úr Appstore Apple en stefnt sé að því að hafa tölur tiltækar fyrir daglegan upplýsingafund almannavarna klukkan 14:00. Hann segist ekki hafa í höndunum hlutfall Android og Apple síma á Íslandi en skýtur á að samanlagt gætu 30-40.000 manns hafa sótt forritið nú þegar. Smitrakningateymi hafa enn ekki notað gögn úr forritinu. Gera forritið aðgengilegt alls staðar og senda skilaboð í alla síma Starfsmenn landlæknis vinna nú að því að leysa úr ýmsum göllum sem hafa komið upp. Ingi Steinar segir að fjöldi ábendinga hafi borist embættinu eftir að forritið fór í loftið í gær. Ætlunin er að uppfæra forritið á morgun. Á meðal þess sem væntanlegir notendur hafa rekið sig á eru smávægilegir gallar sem tengjast stillingum síma þeirra. Þannig hefur staðfestingarhnappur ýst út af skjánum hjá þeim sem eru með stillt á stærstu gerð leturs á Apple-símum. Þeir sem eru með síma sína skráða erlendis af ýmsum ástæðum hafa ekki getað fundið forritið í forritaversluninni þar sem það var aðeins gefið út fyrir Ísland. Ingi Steinar segir að nú hafi verið ákveðið að dreifa forritinu út um allan heim til að leysa það vandamál. Þá hefur borið á því í Playstore Google að leitarvél finni ekki forritið jafnvel þó að leitað sé að nafni þess staf fyrir staf. Ingi Steinar segir að það taki leitarvélina nokkra daga að koma forritinu inn í leitarniðurstöðurnar. Í millitíðinni sé hægt að finna forritið með því að setja gæsalappir utan um leitarorðið. Þá stendur til að senda smáskilaboð í alla síma á landinu með beinum hlekk á forritin, bæði fyrir Android-stýrikerfi og Ios-stýrikerfi Apple, líklega á morgun. Hægt er að nálgast smitrakningasmáforrit landlæknis hér.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Innlent Fleiri fréttir Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Sjá meira