Enski boltinn

Gylfi horfir á Last Dance, les Björgólf Thor og hlustar á Ricky Gervais

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gylfi Þór Sigurðsson fékk það verkefni að mæla með efni til að horfa á, hlusta á og til að lesa á tímum kórónuveirunnar.
Gylfi Þór Sigurðsson fékk það verkefni að mæla með efni til að horfa á, hlusta á og til að lesa á tímum kórónuveirunnar. Getty/Robbie Jay Barratt

Umsjónarmenn samfélagsmiðla Everton hafa gengið á milli leikmanna liðsins og fengið þá til að ráðleggja stuðningsmönnum sínum hvað sé gott til að gera til eyða tímanum nú þegar flestir eru miklu meira heima hjá sér en áður vegna kórónuveirunnar.

Everton fékk nú síðast íslenska landsliðsmanninn Gylfa Þór Sigurðsson til að velja uppáhalds hlaðvarpsþáttinn sinn, uppáhalds sjónvarpsþáttinn sinn, uppáhalds bókina sína og uppáhalds kvikmyndina sína. Gylfi varð að sjálfsögðu við því.

Gylfi valdi hlaðvarpsþátt Ricky Gervais sem heitir The Ricky Gervais Podcast til að hlusta á og þá hefur Gylfi verið eins og fleiri að horfa á heimildarmyndaþáttarröðina um 1997-98 tímabilið hjá Chicago Bulls.

„The Last Dance“ fjallar um síðasta tímabil Michael Jordan og hefur slegið í gegn bæði í Bandaríkjunum sem og annars staðar í heiminum. Gylfi mælir með því að kynnast betur Jordan.

Gylfi mælir líka með því að lesa bók eftir Íslending en þar erum við að tala um bók Björgólfs Thor Björgólfssonar „Billions to Bust and Back“ en undirtitilinn er „How I Made, Lost and Rebuilt a Fortune, and what I Learned on the Way“. Bókin segir frá sögu Björgólfs sem er vissulega stórmerkileg.

Besta kvikmyndin að mati Gylfa er síðan „The Irishman“ sem Martin Scorsese leikstýrði og var tilnefnd til Óskarsverðlauna sem besta myndin í fyrra. Meðal leikara eru Robert De Niro, Al Pacino, Joe Pesci og Harvey Keitel svo einhverji séu nefndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×