Snúið að afgreiða fulla flugvél á skömmum tíma Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2020 16:07 Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir alla sammála um að fara þessa leið. Það hafi verið ákveðið eftir djúpa umræðu þar sem málið var skoðað frá mörgum hliðum. Hér er Víðir með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur á blaðamannafundinum í dag. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn segir það stórt verkefni þegar boðið verður upp á skimun við kórónuveirunni á Keflavíkurflugvelli. Prófin séu aðeins hluti af öryggisventlinum við komu ferðamanna til landsins. Allir séu sammála um að fara þessa leið. Forsætisráðherra kynnti á blaðamannafundi í Safnahúsinu í dag afléttingu ferðatakmarkana sem taka gildi þann 15. júní. Þá geta þeir sem koma til Íslands sloppið við tveggja vikna sóttkví fari þeir í skimun. Víðir segir í samtali við fréttastofu að verkefnið sé stórt, flókiðog kalli á aðkomu margra til að tryggja að það gangi örugglega fyrir sig. Kallar á fjölmarga starfsmenn „Það er snúið að afgreiða eina flugvéla á stuttum tíma,“ segir Víðir og bendir á að vinnan þurfi að falla vel að skipulaginu á Keflavíkurflugvelli. Þetta kalli á mikla samvinnu. Ljóst er að verkefnið kallar á tugi fólks í vinnu á vellinum, allan sólarhringinn þegar fram í sækir. Nú er á dagskrá að leggjast yfir það og greina kostnaðinn. Fólk hafi ákveðna hugmynd um hvað þetta muni kosta en það þurfi að skoða. Vonir standa til að ferðamönnum fjölgi upp úr 15. júní þótt ekki sé reiknað með neinum fjölda í líkingu við það sem verið hefur undanfarin ár.Vísir/Vilhelm Víðir segir hluta ástæðunnar að grípa eigi til þessara aðgerða fyrr en síðar vera þá að geta keyrt alla verkferla með tiltölulega fáum ferðamönnum, eins og vænta má að staðan verði til að byrja með. „Þá getum við rekið okkur á hornin í þessum verkefnum áður en við fáum yfir okkur einhvern fjölda.“ Prófa í tvær vikur Önnur landamæri verði skoðuð í framhaldinu, þ.e. sjóleiðina á Seyðisfirði og svo flugvellina á Akureyri og Egilsstöðum. Talað sé um að prófa aðgerðirnar í tvær vikur í Keflavík og meta svo stöðuna. Staðan á landamærunum í Seyðisfirði, Akureyri og Egilsstöðum verður líkast til skoðuð tveimur vikum eftir aðgerðirnar á Keflavíkurflugvelli 15. júní.Vísir/JóiK Víðir segir ljóst að mikill kostnaður sé fólginn í því að skima alla við komuna til landsins. Kostnaðargreining muni skera úr hvort það sé hagkvæmt en þó sé talið að það verði yfirstíganlegt. Ekki sé talið vitrænt að halda landinu lokuðu áfram. Prófin sem notast verður við á Keflavíkurflugvelli séu ekki pottþétt. Fylgjast með hverju skrefi ferðamannsins „Það er ekkert 100% í þessu, frekar en annað í þessum heimi. Þarna er tekin punktstaða sem segir hvort þú sért með veiruna á þeim tíma sem prófið er tekið,“ segir Víðir. Alltaf sé erfitt að greina einkennalaust fólk en prófið sé bara hluti aðgerðanna. Fylgjast á með ferðamanninum áður en hann fer af stað að heiman. Hann þurfi að veita upplýsingar, hlaða niður smitrakningarappinu og jafnvel fleirum og svo er fylgst með honum við komuna til landsins. Gengið sé úr skugga um að hann hafi þær upplýsingar sem hann þurfi að hafa til að láta vita ef hann finnur fyrir einkennum. Víðir segir þessa útfærslu eina af mörgum sem hafi verið skoðaðar. Allir séu sammála um að fara þessa leið en umræðan sem tekin hafi verið hafi verið djúp og skoðuð frá mörgum hliðum. Því ætti vonandi ekkert að koma á óvart.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Keflavíkurflugvöllur Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Innlent Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Erlent Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Innlent Bílvelta og árekstur í hálkunni Innlent Fleiri fréttir Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Öryrkjar fá nú síður gjafsókn Fjörðurinn orðinn tvöfalt stærri Sveinn Óskar leiðir listann áfram Foreldrar eigi líka að leggja símann frá sér Samgönguáætlun ekki afgreidd á haustþingi Spáir enn desembergosi Ný fjármögnunarleið að ryðja sér til rúms og friðaráætlun í Úkraínu gagnrýnd Margir skorað á Ingibjörgu í formanninn Játaði líkamsárás en sleppur í bili vegna tölvubréfs dómara Bílvelta og árekstur í hálkunni Vísbendingar um að færri unglingar drekki áfengi Ráðin bæjarritari í Hveragerði Vilja tryggja stöðu ungs fólks í prófkjöri Samfylkingarinnar Kanna hug Grindvíkinga til framtíðar í Grindavík Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Grunaðir um að hafa komið til landsins til þess eins að stela Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Í gæsluvarðhaldi grunuð um þjófnaði víða í Reykjavík Gerir kröfu um að fjármagn fylgi barni í vímuefnavanda Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Skildi vegabréfið eftir „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Ísland útsöluvara í norrænum samanburði Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent