Össur endurgreiðir Vinnumálastofnun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. maí 2020 16:16 Össur Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. Upphæðin nemur um 20 milljónum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri. Áður höfðu Hagar og Skeljungur, bæði fyrirtæki á markaði, tilkynnt um endurgreiðslu á peningunum. Festi ætlar ekki að þiggja hlutabótaleiðina áfram. Að sama skapi hefur Kaupfélag Skagfirðinga sagst ætla að endurgreiða 17 milljónir. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót. Hefði að óbreyttu leitt til uppsagna „Þegar Össur ákvað tímabundið, um miðjan apríl, að nýta sér úrræði stjórnvalda víða um heim hafði sala fyrirtækisins á heimsvísu minnkað um helming og var enn á niðurleið. Ljóst var að þessi þróun myndi hafa mikil áhrif á fjárhagsstöðu fyrirtækisins og því var gripið til víðtækra aðgerða til að minnka bæði umsvif og kostnað,“ segir í tilkynningu Össurar. Þessar aðgerðir hafi haft áhrif á störf og starfshlutfall um 1.000 starfsmanna fyrirtækisins, þar af 165 á Íslandi. „Sú óvissa sem ríkt hefur um framtíðina hefði, án hlutabótaúrræðisins á Íslandi og sambærilegra mótvægisaðgerða í öðrum löndum, leitt til uppsagna hérlendis sem erlendis. Nú mánuði síðar er enn mikil óvissa, en merki eru um að markaðir fyrirtækisins séu að taka við sér á ný,“ segir í tilkynningunni. Ekki „full samstaða“ um að fyrirtæki fái hlutabætur Fyrirtækið segist vilja að gefnu tilefni taka fram að ákvörðun um arðgreiðslu vegna afkomu ársins 2019 var afgreidd áður en áhrif af COVID-19 faraldrinum voru ljós. Þá hafi kaupum á eigin bréfum verið hætt 17. mars, um mánuði áður en Össur nýtti sér úrræði stjórnvalda. „Við erum stjórnvöldum hérlendis og erlendis afar þakklát fyrir aðgerðir sem hafa gert okkur kleift að viðhalda verðmætu ráðningarsambandi við okkar starfsmenn. Nú liggur fyrir að ekki er full samstaða hér á landi um að fyrirtæki nýti hlutabótaúrræðið. Það er okkur mikils virði að starfa í góðri sátt við samfélögin þar sem við störfum. Við greiðum því til baka alla þá fjármuni sem starfsmenn okkar hafa fengið hér á landi vegna hlutabótarleiðarinnar, sem námu um 20 milljónum króna á tímabilinu 18.-30. apríl.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49 Segir að svo virðist sem sum fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga árshlutauppgjörum Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir að það virðist sem svo að sum fyrirtæki, sem séu alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga ársfjórðungsuppgjörum og með því ætlað sér að ganga í augum á fjárfestum. Hann segir þó að óvissan hafi verið mikil og því að einhverju leyti skiljanlegt að fyrirtækin hafi sótt í hlutabótaleiðina. 10. maí 2020 11:32 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Össur hf. hefur tekið ákvörðun um að endurgreiða Vinnumálastofnun það fé sem runnið hefur til 165 starfsmanna félagsins á meðan þeir voru í hlutastarfi vegna COVID-19 faraldursins og hætta að nota úrræðið hér á landi. Upphæðin nemur um 20 milljónum, að því er fram kemur í tilkynningu frá Össuri. Áður höfðu Hagar og Skeljungur, bæði fyrirtæki á markaði, tilkynnt um endurgreiðslu á peningunum. Festi ætlar ekki að þiggja hlutabótaleiðina áfram. Að sama skapi hefur Kaupfélag Skagfirðinga sagst ætla að endurgreiða 17 milljónir. Ríkistjórnin kynnti hlutabótaleiðina vegna kórónuveirufaraldurs í mars. 6.700 fyrirtæki nýttu sér úrræðið og 35-36 þúsund manns fengu greitt samkvæmt því síðustu mánaðamót. Hefði að óbreyttu leitt til uppsagna „Þegar Össur ákvað tímabundið, um miðjan apríl, að nýta sér úrræði stjórnvalda víða um heim hafði sala fyrirtækisins á heimsvísu minnkað um helming og var enn á niðurleið. Ljóst var að þessi þróun myndi hafa mikil áhrif á fjárhagsstöðu fyrirtækisins og því var gripið til víðtækra aðgerða til að minnka bæði umsvif og kostnað,“ segir í tilkynningu Össurar. Þessar aðgerðir hafi haft áhrif á störf og starfshlutfall um 1.000 starfsmanna fyrirtækisins, þar af 165 á Íslandi. „Sú óvissa sem ríkt hefur um framtíðina hefði, án hlutabótaúrræðisins á Íslandi og sambærilegra mótvægisaðgerða í öðrum löndum, leitt til uppsagna hérlendis sem erlendis. Nú mánuði síðar er enn mikil óvissa, en merki eru um að markaðir fyrirtækisins séu að taka við sér á ný,“ segir í tilkynningunni. Ekki „full samstaða“ um að fyrirtæki fái hlutabætur Fyrirtækið segist vilja að gefnu tilefni taka fram að ákvörðun um arðgreiðslu vegna afkomu ársins 2019 var afgreidd áður en áhrif af COVID-19 faraldrinum voru ljós. Þá hafi kaupum á eigin bréfum verið hætt 17. mars, um mánuði áður en Össur nýtti sér úrræði stjórnvalda. „Við erum stjórnvöldum hérlendis og erlendis afar þakklát fyrir aðgerðir sem hafa gert okkur kleift að viðhalda verðmætu ráðningarsambandi við okkar starfsmenn. Nú liggur fyrir að ekki er full samstaða hér á landi um að fyrirtæki nýti hlutabótaúrræðið. Það er okkur mikils virði að starfa í góðri sátt við samfélögin þar sem við störfum. Við greiðum því til baka alla þá fjármuni sem starfsmenn okkar hafa fengið hér á landi vegna hlutabótarleiðarinnar, sem námu um 20 milljónum króna á tímabilinu 18.-30. apríl.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Hlutabótaleiðin Tengdar fréttir Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45 KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49 Segir að svo virðist sem sum fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga árshlutauppgjörum Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir að það virðist sem svo að sum fyrirtæki, sem séu alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga ársfjórðungsuppgjörum og með því ætlað sér að ganga í augum á fjárfestum. Hann segir þó að óvissan hafi verið mikil og því að einhverju leyti skiljanlegt að fyrirtækin hafi sótt í hlutabótaleiðina. 10. maí 2020 11:32 Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Bjarni segir eðlilegt að fyrirtæki skili stuðningi stjórnvalda þegar betur árar Fjármálaráðherra segir til greina komið að fyrirtæki sem nýti sér hlutabætur á uppsagnartíma greiði þær til baka á þremur til fimm árum þegar fyrirtækin fari að skila hagnaði. 8. maí 2020 19:45
KS endurgreiðir sautján milljóna hlutabótagreiðslu Kjötvinnslan Esja Gæðafæði ehf. í Reykjavík, dótturfélag Kaupfélags Skagfirðinga, mun endurgreiða u.þ.b. 17 milljónir króna sem fyrirtækið fékk frá Vinnumálastofnun í hlutabótagreiðslur. 11. maí 2020 15:49
Segir að svo virðist sem sum fyrirtæki hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga árshlutauppgjörum Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, segir að það virðist sem svo að sum fyrirtæki, sem séu alls ekki í alvarlegum rekstrarvanda, hafi nýtt sér hlutabótaleiðina til að bjarga ársfjórðungsuppgjörum og með því ætlað sér að ganga í augum á fjárfestum. Hann segir þó að óvissan hafi verið mikil og því að einhverju leyti skiljanlegt að fyrirtækin hafi sótt í hlutabótaleiðina. 10. maí 2020 11:32