Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 22:48 Fauci bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað fyrir heilbrigðisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Vísir/EPA Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42