Ótímabær opnun gæti leitt til óþarfa dauðsfalla Kjartan Kjartansson skrifar 12. maí 2020 22:48 Fauci bar vitni í gegnum fjarfundarbúnað fyrir heilbrigðisnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í dag. Vísir/EPA Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Einn helsti yfirmaður sóttvarna í Bandaríkjunum sagði Bandaríkjaþingi í dag að verði takmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins aflétt of snemma gæti það leitt til frekari útbreiðslu veirunnar og óþarfa dauðsfalla. Fjöldi ríkja er byrjaðu að slaka á aðgerðum eða hafa það í hyggju, meðal annars að áeggjan Donalds Trump forseta. Fleiri en áttatíu þúsund manns eru látnir af völdum faraldursins í Bandaríkjunum. Þrátt fyrir að sérfræðingar telji að ekki yfirvöld séu ekki nægilega undirbúin hvað varðar skimun, smitrakningu og sóttkví eru einstök ríki þegar byrjuð að létta á takmörkunum eins og tilmælum um að fólk haldi sig heima. Anthony Fauci, forstöðumaður Ofnæmis- og smitsjúkdómastofnunar Bandaríkjanna, bar vitni fyrir nefnd öldungadeildarþingmanna í dag að Bandaríkin væru á réttri leið en það þýði þó ekki að yfirvöld séu nú með fulla stjórn á faraldrinum. Hvatti Fauci ríkisstjórnir til þess að fara að ráðum lýðheilsusérfræðinga um að bíða þar til nýjum smitum byrjar að fækka áður en slakað verður á aðgerðum, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Það er raunveruleg hætta á að þú komir af stað hópsýkingu sem þú getur kannski ekki stjórnað og getur á þversagnarkenndan hátt kostað þig, ekki aðeins leiðir það til þjáningar og dauða sem hægt væri að forðast heldur gæti það jafnvel verið bakslag á leiðinni að ná efnahagsbata,“ varaði Fauci við en hann er sjálfur í sjálfskipaðri sóttkví eftir að tveir starfsmenn Hvíta hússins greindust smitaðir af veirunni í síðustu viku. Trump forseti hefur hvatt ríki áfram í að slaka á takmörkunum til þess að koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Forsetanum og ráðgjöfum hans er enda mikið í mun að efnahagslífið takið við sér því þeir höfðu reiknað með því að sterk staða bandaríska hagkerfisins fyrir faraldurinn yrði sterkustu rök Trump fyrir endurkjöri í kosningum í haust.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Tengdar fréttir Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42 Mest lesið Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Stefnir í fyrstu hálku haustsins á höfuðborgarsvæðinu Veður Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Innlent Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Innlent Fleiri fréttir Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Sjá meira
Fauci og félagar í sóttkví Dr. Anthony Fauci og tveir aðrir háttsettir meðlimir smitvarnarteymis Hvíta hússins ákváðu að faraí sóttkví eftir að þeir komust í tæri við einstakling sem smitaður var af kórónuveirunni. Þeir munu áfram sinna störfum sínum í fjarvinnu. 10. maí 2020 08:42