Erlent

Engin ný smit í Taílandi

Samúel Karl Ólason skrifar
Yfirvöld Taílands hvetja íbúa til að sýna ekki andvaraleysi.
Yfirvöld Taílands hvetja íbúa til að sýna ekki andvaraleysi. AP/Sakchai Lalit

Engin smitaðist á milli daga í Taílandi, svo vitað sé, og er það í fyrsta sinn sem það gerist í rúma tvo mánuði. Landið var það fyrsta utan Kína sem greindi nýju kórónuveiruna og eru yfirvöld þess að íhuga að draga úr takmörkunum á viðskiptalífinu og ferðafrelsi.

Talsmaður viðbragðsteymis yfirvalda segir tilefni til að fagna en Taílendingar megi ekki slaka á. Enn sé mikilvægt að þvo hendur, vera með grímur og stunda félagsforðun.

Alls hafa 3.017 smitast í Taílandi og 56 hafa dáið.

Samkvæmt Reuters fór veiran hægt af stað í Taílandi og engin smit greindust þann 9. mars. Tveimur vikum seinna var smituðum þó farið að fjölga um meira en hundrað á dag og var því gripið til aðgerða.

Fjöldi smita hafa þóp komið upp að undanförnu í fangageymslu í suðurhluta landsins þar sem ólöglegir innflytjendur frá Malasíu sitja inni.

Í þessum mánuði er þó búið að prófa 34.444 einstaklinga og einungis 0,18 prósent þeirra hafa greinst með veiruna, samkvæmt frétt Bangkok Post.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×