Segist líklega ekki hafa átt að spila á HM í Katar vegna veikinda sonar síns Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. maí 2020 10:00 Guðjón Valur í leik gegn Frökkum á HM 2015 í Katar. Úrslitin urðu 26-26. Íslendingar voru eina liðið sem Frökkum tókst ekki að vinna á HM 2015. epa/Armando Babani Guðjón Valur Sigurðsson lék með íslenska handboltalandsliðinu á 22 stórmótum á löngum og glæsilegum ferli. Hann segir þó að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar en sonur hans glímdi við veikindi við aðdraganda mótsins. „Svona eftir á að hyggja er ég ekkert viss um að ég hefði átt að fara á þetta mót,“ sagði Guðjón Valur þegar hann rifjaði upp landsliðsferilinn með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni. „Sonur minn veiktist þegar konan mín var á leiðinni út til Barcelona. Hann fékk sýkingu og endaði með sýklalyf í æð inni á spítala í Barcelona.“ Guðjón Valur fór til fjölskyldu sinnar í Barcelona, þar sem hann spilaði á þessum tíma, og lék ekki með landsliðinu á æfingamóti í Danmörku. Sonur hans jafnaði sig þó fyrir HM og Guðjón Valur fór með landsliðinu til Katar. „Ég spilaði mótið. Í fyrsta leik gegn Svíum spilaði ég eins og ég hefði aldrei spilað handbolta áður. Ég var bara ekki á staðnum. Svo var liðslæknir Barcelona liðslæknir Katar. Ég þurfti að fara í rannsókn því óttast var að strákurinn hefði verið með eitthvað smitandi sem hefði getað farið yfir í liðið okkar. Þetta var svaka drama,“ sagði Guðjón Valur. „Ég hugsa núna, af hverju var ég ekki bara heima hjá fjölskyldunni. Þetta var eitt af þeim augnablikum þar sem ég hefði átt hugsa að vera meiri pabbi en leikmaður. Þetta fylgir þessu, maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir. Langt því frá.“ Ísland féll úr leik fyrir Danmörku í sextán liða úrslitum á HM í Katar. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Íslendinga á mótinu með 31 mark. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um HM í Katar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
Guðjón Valur Sigurðsson lék með íslenska handboltalandsliðinu á 22 stórmótum á löngum og glæsilegum ferli. Hann segir þó að hann hefði líklega ekki átt að spila á HM 2015 í Katar en sonur hans glímdi við veikindi við aðdraganda mótsins. „Svona eftir á að hyggja er ég ekkert viss um að ég hefði átt að fara á þetta mót,“ sagði Guðjón Valur þegar hann rifjaði upp landsliðsferilinn með Henry Birgi Gunnarssyni í Seinni bylgjunni. „Sonur minn veiktist þegar konan mín var á leiðinni út til Barcelona. Hann fékk sýkingu og endaði með sýklalyf í æð inni á spítala í Barcelona.“ Guðjón Valur fór til fjölskyldu sinnar í Barcelona, þar sem hann spilaði á þessum tíma, og lék ekki með landsliðinu á æfingamóti í Danmörku. Sonur hans jafnaði sig þó fyrir HM og Guðjón Valur fór með landsliðinu til Katar. „Ég spilaði mótið. Í fyrsta leik gegn Svíum spilaði ég eins og ég hefði aldrei spilað handbolta áður. Ég var bara ekki á staðnum. Svo var liðslæknir Barcelona liðslæknir Katar. Ég þurfti að fara í rannsókn því óttast var að strákurinn hefði verið með eitthvað smitandi sem hefði getað farið yfir í liðið okkar. Þetta var svaka drama,“ sagði Guðjón Valur. „Ég hugsa núna, af hverju var ég ekki bara heima hjá fjölskyldunni. Þetta var eitt af þeim augnablikum þar sem ég hefði átt hugsa að vera meiri pabbi en leikmaður. Þetta fylgir þessu, maður tekur ekki alltaf réttar ákvarðanir. Langt því frá.“ Ísland féll úr leik fyrir Danmörku í sextán liða úrslitum á HM í Katar. Guðjón Valur var markahæsti leikmaður Íslendinga á mótinu með 31 mark. Klippa: Seinni bylgjan - Guðjón Valur um HM í Katar Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Handbolti Seinni bylgjan Tengdar fréttir „Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30 Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00 Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00 Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30 Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00 Mest lesið Trump fékk Friðarverðlaunin og setti verðlaunapeninginn strax um hálsinn Fótbolti Svona eru riðlarnir á HM í fótbolta 2026 Fótbolti „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Valur dregur sig úr Bose-bikarnum Íslenski boltinn Sjáðu böngsunum rigna í Síkinu í kvöld Körfubolti Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn 19 ára og 1.300 leikja hrina Lebrons á enda Körfubolti „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Fleiri fréttir Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Sjá meira
„Ein erfiðasta rútuferð sem ég hef farið í“ Guðjón Valur Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður í handbolta í heimi, gerði upp landsliðsferilinn í Seinni bylgjunni á mánudaginn en hann lagði skóna á hilluna fyrr í mánuðinum. 13. maí 2020 09:30
Guðjón sótti próflausan Fúsa á æfingar: „Vitað hvað þú myndir ná langt“ „Rússajeppinn“ Sigfús Sigurðsson sendi félaga sínum Guðjóni Val Sigurðssyni skemmtilega kveðju eftir að Guðjón ákvað að leggja handboltaskóna á hilluna. 12. maí 2020 23:00
Guðjón Valur rifjaði upp kostuleg samskipti við Duranona í upphafi landsliðsferilsins Í fyrsta leik sínum á stórmóti lék Guðjón Valur Sigurðsson við hlið Róberts Julians Duranona. Samskipti þeirra voru kostuleg. 12. maí 2020 13:00
Guðjón Valur reifst við Wilbek eftir að hann vildi ekki taka í spaðann á honum á Ólympíuleikunum 2008 Guðjón Valur Sigurðsson rifjaði upp þegar hann reifst við Ulrik Wilbæk eftir leik Íslands og Danmerkur á Ólympíuleikunum í Peking 2008. 12. maí 2020 11:30
Annar var rotaður og hinn kjálkabrotinn Guðjón Valur Sigurðsson fær enn í magann þegar hann hugsar til þess að hann hafi sagt Alexander Petersson að harka af sér á EM í Sviss 2006. Seinna kom í ljós að Alexander var kjálkabrotinn. 12. maí 2020 09:00