LeBron sjö sætum á undan Kobe á lista ESPN yfir bestu leikmenn sögunnar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. maí 2020 14:30 Sjö sætum munar á Kobe Bryant og LeBron James á lista ESPN yfir bestu leikmenn í sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. getty/Harry How Í dag birti síðasti hluti lista ESPN yfir 74 bestu leikmenn í 74 ára sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Það kemur lítið á óvart að Michael Jordan skipi efsta sæti listans. Þótt sautján ár séu síðan Jordan lagði skóna endanlega á hilluna hefur hann stolið senunni undanfarnar vikur eftir að sýningar á þáttaröðinni The Last Dance hófust. Í 2. sæti lista ESPN er LeBron James. Hann er jafnframt sá eini á meðal tíu efstu á listanum sem er enn að spila. LeBron hafði leikið afar vel með Los Angeles Lakers áður en keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Á sínu sautjánda tímabili í NBA var hann með 25,7 stig, 7,9 fráköst og 10,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Stigahæsti leikmaður í sögu NBA, Kareem Abdul-Jabbar, er þriðji á listanum. Hann var sex sinnum valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, oftar en nokkur annar. Sigursælasti leikmaður NBA-sögunnar, Bill Russell er í 4. sæti listans. Kobe Bryant, sem lést í janúar, er níundi besti leikmaður í sögu NBA að mati sérfræðinga ESPN. Kobe varð fimm sinnum meistari með Los Angeles Lakers á 20 ára ferli í NBA. Fyrrverandi samherji hans hjá Lakers, Shaquille O'Neal, er í 10. sæti listans. Shaq varð þrisvar sinnum meistari með Lakers og einu sinni með Miami Heat. Félagarnir Magic Johnson og Larry Bird skipa fimmta og 7. sæti listans. Milli þeirra er Wilt Chamberlain. Tim Duncan er síðan í 8. sætinu. Umfjöllun ESPN má nálgast með því að smella hér. Tíu bestu leikmenn NBA-sögunnar að mati ESPN Michael Jordan LeBron James Kareem Abdul-Jabbar Bill Russell Magic Johnson Wilt Chamberlain Larry Bird Tim Duncan Kobe Bryant Shaquille O'Neal NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira
Í dag birti síðasti hluti lista ESPN yfir 74 bestu leikmenn í 74 ára sögu NBA-deildarinnar í körfubolta. Það kemur lítið á óvart að Michael Jordan skipi efsta sæti listans. Þótt sautján ár séu síðan Jordan lagði skóna endanlega á hilluna hefur hann stolið senunni undanfarnar vikur eftir að sýningar á þáttaröðinni The Last Dance hófust. Í 2. sæti lista ESPN er LeBron James. Hann er jafnframt sá eini á meðal tíu efstu á listanum sem er enn að spila. LeBron hafði leikið afar vel með Los Angeles Lakers áður en keppni var hætt vegna kórónuveirufaraldursins. Á sínu sautjánda tímabili í NBA var hann með 25,7 stig, 7,9 fráköst og 10,6 stoðsendingar að meðaltali í leik. Stigahæsti leikmaður í sögu NBA, Kareem Abdul-Jabbar, er þriðji á listanum. Hann var sex sinnum valinn mikilvægasti leikmaður deildarinnar, oftar en nokkur annar. Sigursælasti leikmaður NBA-sögunnar, Bill Russell er í 4. sæti listans. Kobe Bryant, sem lést í janúar, er níundi besti leikmaður í sögu NBA að mati sérfræðinga ESPN. Kobe varð fimm sinnum meistari með Los Angeles Lakers á 20 ára ferli í NBA. Fyrrverandi samherji hans hjá Lakers, Shaquille O'Neal, er í 10. sæti listans. Shaq varð þrisvar sinnum meistari með Lakers og einu sinni með Miami Heat. Félagarnir Magic Johnson og Larry Bird skipa fimmta og 7. sæti listans. Milli þeirra er Wilt Chamberlain. Tim Duncan er síðan í 8. sætinu. Umfjöllun ESPN má nálgast með því að smella hér. Tíu bestu leikmenn NBA-sögunnar að mati ESPN Michael Jordan LeBron James Kareem Abdul-Jabbar Bill Russell Magic Johnson Wilt Chamberlain Larry Bird Tim Duncan Kobe Bryant Shaquille O'Neal
Michael Jordan LeBron James Kareem Abdul-Jabbar Bill Russell Magic Johnson Wilt Chamberlain Larry Bird Tim Duncan Kobe Bryant Shaquille O'Neal
NBA Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn Fleiri fréttir Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Shaq lofar að mæta í kjól ef Gobert verður valinn Mynd af yngstu dóttur Kobe Bryant vekur lukku Sjá meira