Börkur hótaði að fljúga til Portúgals til að semja við Willum Anton Ingi Leifsson skrifar 14. maí 2020 09:30 Willum fór yfir þjálfaraferilinn í gær. vísir/s2s Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum. Willum gerði flotta hluti hjá KR og varð Íslandsmeistari bæði 2002 og 2003 en samningurinn við hann var ekki framlengdur eftir tímabilið 2004. Því leitaði Willum á nýtt lið. Hann var á Portúgal þegar hann fékk hringingu frá Berki. „Börkur er mjög ákveðinn og fylginn í sér í öllu sem hann gerir og það er kannski ástæðan fyrir því að Valur hefur verið með jafn öflugt lið og raun ber vitni í langan tíma Hann hefur samband þegar ég er með fjölskyldunni í Portúgal að hausti að hvíla mig og velta fyrir mér hvað ég ætti að fara gera,“ sagði Willum sem gerði upp þjálfaraferilinn, hingað til, í Sportinu í kvöld. Hann segist hafa verið þreyttur eftir erfitt tímabil hjá KR 2004 en liðið endaði í 6. sæti það tímabilið. „Ég lauk þessu tímabili, 2004 sem var mjög erfitt, og vinir mínir í Vesturbænum ákváðu að sækja á ný mið. Keppnismaðurinn á alltaf erfitt með að sætta sig við svoleiðis.“ Börkur gafst ekki svo auðveldlega upp og gaf lítið fyrir skýringar Willums að hann ætlaði að taka þessu rólega. „Börkur hafði samband og ég sagðist ekki vera tilbúinn í að taka neinar ákvarðanir. Ég ætlaði að klára þetta frí og vildi ekki tala um fótbolta en hann gaf sig ekkert og sagðist vera á leiðinni og vildi klára málin. Hann hótaði að fljúga út. Ég varðist allra skuldbindinga í þessu en hann náði mér helvíti langt áður en ég kom svo heim og við kláruðum dæmið og ég tók við Val.“ Willum var svo ráðinn þjálfari Vals og varð bikarmeistari með liðinu 2005 og Íslandsmeistari tveimur árum síðar. Klippa: Sportið í kvöld - Willum um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Íslenski boltinn Sportið í kvöld Valur Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Willum Þór Þórsson segir að Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, hafi gengið ansi langt til þess að sannfæra Willum um að taka við Vals-liðinu í lok árs 2004. Börkur á meira segja að hótað að fljúga til Portúgals og skrifa undir samninginn við Willum. Willum gerði flotta hluti hjá KR og varð Íslandsmeistari bæði 2002 og 2003 en samningurinn við hann var ekki framlengdur eftir tímabilið 2004. Því leitaði Willum á nýtt lið. Hann var á Portúgal þegar hann fékk hringingu frá Berki. „Börkur er mjög ákveðinn og fylginn í sér í öllu sem hann gerir og það er kannski ástæðan fyrir því að Valur hefur verið með jafn öflugt lið og raun ber vitni í langan tíma Hann hefur samband þegar ég er með fjölskyldunni í Portúgal að hausti að hvíla mig og velta fyrir mér hvað ég ætti að fara gera,“ sagði Willum sem gerði upp þjálfaraferilinn, hingað til, í Sportinu í kvöld. Hann segist hafa verið þreyttur eftir erfitt tímabil hjá KR 2004 en liðið endaði í 6. sæti það tímabilið. „Ég lauk þessu tímabili, 2004 sem var mjög erfitt, og vinir mínir í Vesturbænum ákváðu að sækja á ný mið. Keppnismaðurinn á alltaf erfitt með að sætta sig við svoleiðis.“ Börkur gafst ekki svo auðveldlega upp og gaf lítið fyrir skýringar Willums að hann ætlaði að taka þessu rólega. „Börkur hafði samband og ég sagðist ekki vera tilbúinn í að taka neinar ákvarðanir. Ég ætlaði að klára þetta frí og vildi ekki tala um fótbolta en hann gaf sig ekkert og sagðist vera á leiðinni og vildi klára málin. Hann hótaði að fljúga út. Ég varðist allra skuldbindinga í þessu en hann náði mér helvíti langt áður en ég kom svo heim og við kláruðum dæmið og ég tók við Val.“ Willum var svo ráðinn þjálfari Vals og varð bikarmeistari með liðinu 2005 og Íslandsmeistari tveimur árum síðar. Klippa: Sportið í kvöld - Willum um Val Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í kvöld er á dagskrá Stöðvar 2 Sports á þriðjudags-, miðvikudags- og fimmtudagskvöldum klukkan 20.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Íslenski boltinn Sportið í kvöld Valur Mest lesið „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Fótbolti Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Enski boltinn Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Fótbolti Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Körfubolti Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val Handbolti Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Golf Arnar fundar með KSÍ Fótbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira