Íslenski boltinn

Þróttarar mæta Barcelona í huganum

Sindri Sverrisson skrifar
Haukur Magnússon hefur tileinkað sér fatastíl þáttastjórnendanna í Sportinu í dag og var laufléttur á Eimskipsvellinum í gær.
Haukur Magnússon hefur tileinkað sér fatastíl þáttastjórnendanna í Sportinu í dag og var laufléttur á Eimskipsvellinum í gær. MYND/STÖÐ 2 SPORT

Á meðan að íþróttastarf liggur niðri vegna kórónuveirufaraldursins munu Barcelona og Þróttur R. mætast laugardaginn 18. apríl, í „sýndarleik“.

Haukur Magnússon, formaður knattspyrnudeildar Þróttar, ræddi um leikinn við Kjartan Atla Kjartansson í Sportinu í dag en um er að ræða ansi nýstárlega fjáröflunaraðferð knattspyrnudeildar Þróttar.

„Höddi Magg ætlar að lýsa leiknum með Halldóri Gylfasyni leikara og Jóni Ólafssyni. Þetta verður einstök skemmtun. Miði á leikinn kostar 2.500 krónur og ef þú tekur hamborgara og drykk með þá er það 4.000 krónur. Svo er það flugmiði aðra leið, börger, miði og drykkur á 25.000. Það held ég að flestir velji því það er gaman að ferðast,“ sagði Haukur laufléttur í bragði, vongóður um að sem flestir Þróttarar ferðist í huganum á Heysel-völlinn vegna leiksins og styðji við sitt félag.

Nánar má lesa um verkefnið og hvernig styrkja má Þrótt með því að smella hér en rætt er við Hauk hér að neðan.

Klippa: Haukur Magg um Þrótt vs. Barcelona

Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×