Lést af völdum kórónuveirunnar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. apríl 2020 14:08 Ágústa Ragnhildur lætur eftir sig eiginmann, fjögur börn, barnabörn og langömmubörn. Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Ágústa Ragnhildur Benediktsdóttir, 78 ára Ísfirðingur, lést þann 1. apríl af völdum Covid-19 sjúkdómsins sem kórónuveiran veldur. Hún var með undirliggjandi sjúkdóma. Eiginmaður hennar greindist líka með veiruna en náði undraverðum bata að sögn fjölskyldumeðlims. Ágústa Ragnhildur hafði verið í viku á Kanaríeyjum ásamt eiginmanni sínum og fjölskyldu. Bjarni Líndal Gestsson, eiginmaður hennar sem er 79 ára, varð veikur en þó ekki með hin dæmigerðu einkenni kórónuveirunnar. Það kom því nokkuð á óvart þegar hann greindist með veiruna. Börn þeirra eru búsett fyrir sunnan og lýsir aðstandandi því sem næst sem kraftaverki að Bjarni hafi náð sér af sjúkdómnum. Skömmu síðar hafi Ágústa veikst og að lokum farið á sjúkrahús. Hún hafði undirliggjandi sjúkdóma og varð undir í baráttunni við sjúkdóminn. Fjölskyldan er óendanlega þakklát fyrir þá þjónustu sem starfsfólk A7 á Landspítalanum sýndi, alúð og einstaka umönnun við erfiðar aðstæður. Eiginmaður Ágústu fékk að vera hjá henni undir lokin og börn þeirra náðu að kveðja hana. „Þessari þjónustu verður seint hrósað til fulls. Það sem þetta fólk gerir á sjúkrahúsinu er stórkostlegt. Maður þarf að koma þarna inn og sjá þetta til að átta sig á því,“ segir aðstandandi Ágústu í samtali við fréttastofu. Jarðarför Ágústu verður auglýst síðar vegna aðstæðna. Fjórir hafa látist hér á landi af Covid-19 sjúkdómnum. Ástralskur ferðamaður á fertugsaldri á sjúkrahúsinu á Húsavík, hjón úr Hveragerði á áttræðisaldri og Ágústa Ragnhildur. Staðfest nýs smit kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 sjúkdómnum eru nú 1.486 hér á landi samkvæmt nýjustu tölum. Af þeim eru 1.054 nú smitaðir en 428 hafa náð bata. 36 eru inniliggjandi á Landspítalanum vegna sjúkdómsins og tveir á Akureyri að því er fram kom á upplýsingafundi almannavarna í dag. Ellefu eru á gjörgæslu á Landspítalanum og einn á Akureyri. Átta eru í öndunarvél á Landspítalanum og einn á Akureyri. Þá eru 5.511 manns í sóttkví og 1.054 í einangrun. Þeim sem eru í sóttkví fjölgað um 236 á milli daga og hafa nú alls 11.657 manns lokið sóttkví. Sýni hafa verið tekin úr 25.394 manns.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Andlát Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15 Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14 Mest lesið Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Erlent „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Innlent Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk Innlent Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Innlent Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Erlent Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Fleiri fréttir Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Eldfjallafræðingur segist frekar á því að goshrinunni sé lokið Ferðalagið að engu orðið vegna reglna um trans fólk „Mér finnst ekki mitt að svara fyrir hvað hún gerir“ Bankastrætismenn fengu nei frá Hæstarétti Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Sjá meira
Hjónin sem létust höfðu búið í um fimmtíu ár í Hveragerði Hjónin, sem létust af völdum kórónuveirunnar hétu Reynir Mar Guðmundsson og Jóninna Margrét Pétursdóttir. Þau höfðu verið búsett í Hveragerði í um fimmtíu ár. 3. apríl 2020 19:15
Ferðamaður sem lést á Húsavík reyndist smitaður af kórónuveirunni Ástralskur karlmaður á fertugsaldri sem var á ferðalagi með konu sinni hér á landi og hafði verið greindur með kórónuveiruna sem veldur COVID-19 sjúkdómnum er látinn. 17. mars 2020 13:14