Nýsköpun og rannsóknir á Blöndubrú Björn Hjartarson og Ólafur H. Wallevik skrifa 14. maí 2020 10:30 Eftir nýlegar viðgerðir er Blöndubrú í prýðilegu ásigkomulagi og ætti að duga í fimmtíu til sextíu ár til viðbótar. Framkvæmdirnar við brúna eru gott dæmi um nýsköpunar- og rannsóknarverkefni með mikla þjóðhagslega þýðingu þar sem afraksturinn er notaður til að bæta samgöngukerfi þjóðarinnar. Brúin yfir Blöndu á þjóðvegi nr. 1 var byggð á árunum 1962-1963 og er sú fyrsta hér á landi sem var gerð úr eftirspenntri steinsteypu. Heildarbreidd brúarinnar er 9,63 m en akbrautin var mjókkuð nokkuð 1990 þegar gangbraut með handriði var sett á vinstri kant, á leið norður (undan straumi). Vinna við Blöndubrú.Björn Hjartarson Endurbætur á brúnni hófust 2016 þegar ráðist var í talsverðar endurbætur á brúnni um leið og slitgólf hennar var endurnýjað. Gamla steypan var brotin í burtu með nýlegu vatnsbrotstæki Vegagerðarinnar og ný, sérhönnuð slitsterk steypa lögð í staðinn. Þegar framkvæmdir hófust komu í ljós meiri skemmdir á brúnni en menn höfðu átt von á. Því var tekin ákvörðun um að skipta verkinu niður í tvo hluta en 2016 voru akbrautin og útkantur ofanstraums endurnýjuð en 2019 gönguleiðin og allt neðanstraums. Björn Hjartarson Viðgerðin á brúnni 2019 hófst í júlímánuði og lauk seinni part ársins. Um var að ræða heilmikla aðgerð því brjóta þurfti upp gangstéttina sem var steypt 1990. Því næst voru hengdir upp verkpallar undir brúna og útkantar neðanstraums brotnir af með vatnsbroti, en þeir eru 1,40 m á breidd. Sett voru ný vegrið sem uppfylla öryggisstaðla milli gangbrautar og akbrautar og einnig nýtt gönguhandrið á göngubrúna. Björn Hjartarson Þróun á slitsterkri steypu Vegagerðin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa í gegnum árin átt árangursríkt samstarf um nokkur tilraunaverkefni sem snúa að þróun á mjög slitsterkri steypu á brúargólf. Gerðar hafa verið tilraunir með sérstaka hástyrkleikasteypu og með blöndun steypunnar á staðnum í steypubíl þegar langt er í næstu steypustöð. Nýja slitsterka steypan, sem er hálfsjálfpakkandi og þarf því ekki að titra við niðurlögn, er án loftblendis og frostþolin með um 70 MPa styrk eftir tvo daga og um og yfir 100 MPa styrk eftir 28 daga. Flögnun eftir frostþolsmælingar samkvæmt SS 137244 reynist að meðaltali vera um 0,01 kg/m2. Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður og Björn Hjartarson deildarstjóri á Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Nýsköpun og rannsóknir Blönduós Mest lesið Halldór 08.02.2025 Halldór Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skoðun Skoðun Hinir ótal fletir á uppgjöri fortíðarinnar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna – kraftur nýrra tíma Friðrik Jósefsson skrifar Skoðun Eureka! Auðvitað Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar Skoðun Íslenskan lifir – með hjálp gervigreindar! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Feilspor kjarasamninga og jákvæð styrking launaafsláttar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Flugöryggi á Reykjavíkurflugvelli Helga Þórðardóttir skrifar Skoðun Kerecis og innviðauppbygging Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Svar til Höllu – Varasjóður VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Sjálfsögð krafa um upplýsingar um slit kjaraviðræðna Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kristið fólk er ekki betra en annað fólk Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Þurfa kennarar full laun? Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið kostar Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnar Leikfélags Reykjavíkur Margrét Tryggvadóttir skrifar Skoðun Dýrkeypt skiptimynt! María Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Reykjalundur í 80 ár Pétur Magnússon skrifar Skoðun Ráðningarvernd samrýmist grunnstoðum lýðræðisins Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Gerræðisleg og hjartalaus leyfisveiting, sem stöðva verður! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar leikskólakennara í verkfalli Elín Gíslína Steindórsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til þingmanna frá húsmóður í Vesturbænum Margrét Kristín Blöndal skrifar Skoðun Opið bréf til kennara og stjórnenda allra framhaldsskóla Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Sjúkraflug í vondri stöðu - hvenær verður brugðist við? Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Fangelsi Framsóknarflokksins Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Menntun í gíslingu hrímþursa Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Viltu vinna með framtíðinni? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Færum fanga úr fortíðinni Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Getur hver sem er sinnt besta starfi í heimi? Sveinlaug Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Eftir nýlegar viðgerðir er Blöndubrú í prýðilegu ásigkomulagi og ætti að duga í fimmtíu til sextíu ár til viðbótar. Framkvæmdirnar við brúna eru gott dæmi um nýsköpunar- og rannsóknarverkefni með mikla þjóðhagslega þýðingu þar sem afraksturinn er notaður til að bæta samgöngukerfi þjóðarinnar. Brúin yfir Blöndu á þjóðvegi nr. 1 var byggð á árunum 1962-1963 og er sú fyrsta hér á landi sem var gerð úr eftirspenntri steinsteypu. Heildarbreidd brúarinnar er 9,63 m en akbrautin var mjókkuð nokkuð 1990 þegar gangbraut með handriði var sett á vinstri kant, á leið norður (undan straumi). Vinna við Blöndubrú.Björn Hjartarson Endurbætur á brúnni hófust 2016 þegar ráðist var í talsverðar endurbætur á brúnni um leið og slitgólf hennar var endurnýjað. Gamla steypan var brotin í burtu með nýlegu vatnsbrotstæki Vegagerðarinnar og ný, sérhönnuð slitsterk steypa lögð í staðinn. Þegar framkvæmdir hófust komu í ljós meiri skemmdir á brúnni en menn höfðu átt von á. Því var tekin ákvörðun um að skipta verkinu niður í tvo hluta en 2016 voru akbrautin og útkantur ofanstraums endurnýjuð en 2019 gönguleiðin og allt neðanstraums. Björn Hjartarson Viðgerðin á brúnni 2019 hófst í júlímánuði og lauk seinni part ársins. Um var að ræða heilmikla aðgerð því brjóta þurfti upp gangstéttina sem var steypt 1990. Því næst voru hengdir upp verkpallar undir brúna og útkantar neðanstraums brotnir af með vatnsbroti, en þeir eru 1,40 m á breidd. Sett voru ný vegrið sem uppfylla öryggisstaðla milli gangbrautar og akbrautar og einnig nýtt gönguhandrið á göngubrúna. Björn Hjartarson Þróun á slitsterkri steypu Vegagerðin og Nýsköpunarmiðstöð Íslands hafa í gegnum árin átt árangursríkt samstarf um nokkur tilraunaverkefni sem snúa að þróun á mjög slitsterkri steypu á brúargólf. Gerðar hafa verið tilraunir með sérstaka hástyrkleikasteypu og með blöndun steypunnar á staðnum í steypubíl þegar langt er í næstu steypustöð. Nýja slitsterka steypan, sem er hálfsjálfpakkandi og þarf því ekki að titra við niðurlögn, er án loftblendis og frostþolin með um 70 MPa styrk eftir tvo daga og um og yfir 100 MPa styrk eftir 28 daga. Flögnun eftir frostþolsmælingar samkvæmt SS 137244 reynist að meðaltali vera um 0,01 kg/m2. Ólafur H. Wallevik er forstöðumaður og Björn Hjartarson deildarstjóri á Rannsóknastofu byggingariðnaðarins á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Þessi grein er hluti af ritröðinni Nýsköpun og rannsóknir sem varpar ljósi á fjölbreyttar vísindarannsóknir og nýsköpunarstarf sem unnið er að hérlendis. Greinarnar eru skrifaðar af starfsmönnum Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands og eru úr ársskýrslu miðstöðvarinnar. Nánari upplýsingar um Nýsköpunarmiðstöð Íslands eru á www.nmi.is.
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun
Skoðun Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson skrifar
Skoðun Töframáttur menntunar og tilbreytingarlaust töðumaul peningatómhyggjunnar Geir Sigurðsson skrifar
Skoðun Fagmenntun er réttur barna en ekki lúxus Bentína Þórðardóttir,Ingibjörg Jónasdóttir,Júlía Guðbrandsdóttir,Sigríður Sigurjónsdóttir skrifar
Stærðargráða ólögmætrar eignaupptöku í gegnum verðtryggingu er um 60 milljarðar síðustu þrjú ár Örn Karlsson Skoðun