Innlent

Svona var sjötti upplýsingafundurinn vegna kórónuveirunnar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Alma Möller landlæknir sitja fyrir svörum á fundinum auk fleira fólks í framlínu.
Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn hjá Ríkislögreglustjóra, og Alma Möller landlæknir sitja fyrir svörum á fundinum auk fleira fólks í framlínu. vísir/vilhelm

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, embætti landlæknis og Landhelgisgæsla Íslands bjóða til upplýsingafundar fyrir blaðamenn í Björgunarmiðstöðinni í Skógarhlíð í dag. Fundurinn átti upphaflega að fara fram klukkan 14. en hefur verið seinkað til klukkan 15 vegna seinkunar á niðurstöðum sýna.

Fundurinn verður í beinni útsendingu á Vísi og í sjónvarpinu á Stöð 3. Þá verður fylgst með gangi mála í vaktinni hér að neðan.

Á fundinum í dag mun Alma D. Möller, landlæknir, ræða stöðu og undirbúning innan Landspítalans vegna COVID-19, Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn fjallar um yfirstandandi verkefni almannavarna og aðgerðir sem grípa þarf til ef almannavarnastig verður hækkað. Þórólfur Guðnason fjallar um stöðu og þróun mála hér á landi og erlendis.

Georg Kr. Lárusson skýrir frá viðbragði Landhelgisgæslunnar og eftirliti vegna komu skipa erlendis frá.

Líkt og síðustu daga er tilefni fundarins fyrst og fremst að stuðla að öflugri upplýsingagjöf til fjölmiðla og þar með til almennings.




Fleiri fréttir

Sjá meira
×