Telur að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð sé það Icelandair Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. maí 2020 10:42 Jón Þór Þorvaldsson formaður FÍA. vísir/vilhelm Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Jóns Þórs á Facebook í gær þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning um að önnur flugfélög Icelandair geti stigið inn og fyllt það gat sem muni myndast í flugmarkaðinn fari Icelandair í þrot. „Play er einungis hugmynd að flugfélagi enn sem komið er og hefur aldrei flutt nokkurn skapaðan hlut hvorki farþega né vörur. Bláfugl er vöruflutningafélag í eigu erlends aðila og hefur heldur aldrei flutt borgandi farþega,“ skrifar Jón Þór. Forráðamenn Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að bjarga félaginu frá þroti. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélagið grátt og er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum á næstu vikum til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þá stendur Icelandair einnig í samningaviðræðum við félag Jóns Þórs um breytingar á kjarasamningum flugmanna, auk þess sem að kjaraviðræður Icelandair og Félags íslenskra flugfreyja virðast vera komnar í hnút. Segir Jón Þór að vissulega blási um flugfélagið en ekki megi líta framhjá því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. „Icelandair hefur veitt 4-5000 manns atvinnu á ársgrundvelli. Flugrekstur Icelandair er líflína annara atvinnuvega eins og ferðaþjónustu ferskfiskútflutnings og ýmissa þjónustugreina. Icelandair er Íslandi einfaldlega nauðsynlegt fyrirtæki af fjölmörgum ástæðum,“ skrifar Jón Þór. Allt tal um að setja Icelandair í þrot til að byrja upp á nýtt sé annað hvort „fáræði, eða sýndarmennska misvitra“. Skorar Jón Þór á stjórnvöld að koma Icelandair til aðstoðar en þau hafa sagst vera reiðubúinn til þess svo fremi sem Icelandair takist að auka hlutafé sitt, eins og stefnt er að. „Ég skora á stjórnvöld að líta til tekna ríkissjóðs af flugrekstri Icelandair og tengdri starfsemi og starfsfólki fyrirtækisins í gegnum árin og áratugina. Ég fullyrði að ef eitthvert fyrirtæki á eitthvað inni aðstoð þá er það þetta fyrirtæki,“ skrifar Jón Þór. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira
Jón Þór Þorvaldsson, formaður Félags íslenskra atvinnuflugmanna, skorar á íslensk stjórnvöld að horfa til þeirra tekna sem Icelandair hefur skapað ríkissjóði í gegnum árin. Hann fullyrðir að ef eitthvað fyrirtæki eigi inni aðstoð þá sé það Icelandair. Þetta kemur fram í stöðuuppfærslu Jóns Þórs á Facebook í gær þar sem hann gagnrýnir fréttaflutning um að önnur flugfélög Icelandair geti stigið inn og fyllt það gat sem muni myndast í flugmarkaðinn fari Icelandair í þrot. „Play er einungis hugmynd að flugfélagi enn sem komið er og hefur aldrei flutt nokkurn skapaðan hlut hvorki farþega né vörur. Bláfugl er vöruflutningafélag í eigu erlends aðila og hefur heldur aldrei flutt borgandi farþega,“ skrifar Jón Þór. Forráðamenn Icelandair reyna nú hvað þeir geta til að bjarga félaginu frá þroti. Kórónuveirufaraldurinn hefur leikið flugfélagið grátt og er stefnt að því að safna allt að 29 milljörðum á næstu vikum til þess að tryggja áframhaldandi starfsemi félagsins. Þá stendur Icelandair einnig í samningaviðræðum við félag Jóns Þórs um breytingar á kjarasamningum flugmanna, auk þess sem að kjaraviðræður Icelandair og Félags íslenskra flugfreyja virðast vera komnar í hnút. Segir Jón Þór að vissulega blási um flugfélagið en ekki megi líta framhjá því að það sé gríðarlega mikilvægt fyrir íslenskan efnahag. „Icelandair hefur veitt 4-5000 manns atvinnu á ársgrundvelli. Flugrekstur Icelandair er líflína annara atvinnuvega eins og ferðaþjónustu ferskfiskútflutnings og ýmissa þjónustugreina. Icelandair er Íslandi einfaldlega nauðsynlegt fyrirtæki af fjölmörgum ástæðum,“ skrifar Jón Þór. Allt tal um að setja Icelandair í þrot til að byrja upp á nýtt sé annað hvort „fáræði, eða sýndarmennska misvitra“. Skorar Jón Þór á stjórnvöld að koma Icelandair til aðstoðar en þau hafa sagst vera reiðubúinn til þess svo fremi sem Icelandair takist að auka hlutafé sitt, eins og stefnt er að. „Ég skora á stjórnvöld að líta til tekna ríkissjóðs af flugrekstri Icelandair og tengdri starfsemi og starfsfólki fyrirtækisins í gegnum árin og áratugina. Ég fullyrði að ef eitthvert fyrirtæki á eitthvað inni aðstoð þá er það þetta fyrirtæki,“ skrifar Jón Þór.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Play Mest lesið „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Viðskipti innlent Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Viðskipti innlent Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Viðskipti innlent Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Viðskipti innlent Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Viðskipti innlent Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Viðskipti innlent Verðmerkingum 49 verslana ábótavant Neytendur Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Viðskipti innlent Matarinnkaupum frestað fram yfir mánaðamót Neytendur Sækja á fjórða milljarð króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Óveðurský á lofti í ferðaþjónustu“ Engir sérfræðingar að verki og sá yngsti um tvítugt Fullyrðingar Sigurðar um minni verðbólgu standist ekki Bein útsending: Í hvað á orkan að fara? Sækja á fjórða milljarð króna Afreksíþróttamenn sendast með tvö þúsund matarskammta á dag Fjölda fólks sagt upp hjá Icelandair Amaroq staðfestir merkilegan fund sjaldgæfra jarðmálma Af hverju hefur lánið ekki lækkað? Vextir geti lækkað fyrr og lækkað meira Eyddu illa fengnum milljónum í bíla og rafmyntir Segja Tango Travel verða að fara í gjaldþrot Stálu hundruðum milljóna hjá Landsbankanum Gengi Alvotech aldrei lægra 25 sagt upp í fiskvinnslu „Hætt við því að það muni bitna á leigjendum“ „Nær engar líkur á vaxtalækkun“ Uppsagnir hjá Morgunblaðinu Gengi Alvotech hrynur „Misvitrir stjórnmálamenn“ skattleggi útgerðina í drep Alvotech fær ekki leyfi fyrir hliðstæðu Simponi að svo stöddu „Ástand sem við getum ekki búið við til lengdar“ Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Sjá meira