Íslendingar munda greiðslukortin af krafti á ný Kristín Ólafsdóttir skrifar 14. maí 2020 10:38 Líflegt um að litast í Kringlunni eftir að samkomubann var rýmkað í byrjun maí. Vísir/vilhelm Svo virðist sem hagkerfið sé nú að taka við sér samhliða því sem faraldur kórónuveiru rénar og stjórnvöld slaka á veiruaðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, þar sem greint er frá greinilegum vatnaskilum um mánaðamótin, þegar vegaumferð jókst og kortavelta komst í samt horf frá því fyrir faraldur. Bæði vegaumferð og kortavelta drógust mikið saman í upphafi faraldursins í febrúar og mars. Umsvif byrjuðu þó að aukast á ný strax í lok apríl en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er vegaumferð á höfuðborgarsvæðinu nú orðin svipuð og hún var áður en faraldurinn hófst. Velta greiðslukorta sem útgefin eru á Íslandi tók jafnframt mikinn kipp um það leyti sem samkomubann var rýmkað þann 4. maí. „Kortavelta veitir góða vísbendingu um umsvif í verslun og þjónustu. Kortavelta erlendra ferðamanna er nú lítil sem engin en á móti vegur að velta Íslendinga hefur tekið vel við sér að undanförnu, sérstaklega í upphafi maí eða um það leyti sem samkomubann var rýmkað. Samkvæmt nýjustu tölum er kortavelta Íslendinga svipuð og hún var í upphafi mars, áður en áhrifa faraldursins á umsvif í hagkerfinu tók að gæta að ráði. Leiða má að því líkur að margir hafi frestað kaupum á vöru og þjónustu þangað til eftir að samkomubannið var rýmkað,“ segir í tilkynningu. Þá segja tölur um umferð svipaða sögu. Umferð dróst mikið saman í mars, einkum eftir að samkomubann var sett á. „Þegar umferð var sem minnst var hún yfir 40% minni en á sama tíma í fyrra. Í kringum páska hóf umferð á höfuðborgarsvæðinu að taka við sér á ný og er hún nú orðin svipuð og hún var í upphafi þessa árs en þó um 9% minni en á sama tíma í fyrra. Það virðist að miklu leyti skýrast af minni fjölda erlendra ferðamanna þar sem umferð hefur dregist meira saman á leiðinni milli Keflavíkurflugvallar og miðborgarinnar en öðrum vegum á svæðinu. Umferð á Reykjanesbraut nálægt Vogum er enn um þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra.“ Efnahagsmál Verslun Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Sjá meira
Svo virðist sem hagkerfið sé nú að taka við sér samhliða því sem faraldur kórónuveiru rénar og stjórnvöld slaka á veiruaðgerðum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu, þar sem greint er frá greinilegum vatnaskilum um mánaðamótin, þegar vegaumferð jókst og kortavelta komst í samt horf frá því fyrir faraldur. Bæði vegaumferð og kortavelta drógust mikið saman í upphafi faraldursins í febrúar og mars. Umsvif byrjuðu þó að aukast á ný strax í lok apríl en samkvæmt tilkynningu ráðuneytisins er vegaumferð á höfuðborgarsvæðinu nú orðin svipuð og hún var áður en faraldurinn hófst. Velta greiðslukorta sem útgefin eru á Íslandi tók jafnframt mikinn kipp um það leyti sem samkomubann var rýmkað þann 4. maí. „Kortavelta veitir góða vísbendingu um umsvif í verslun og þjónustu. Kortavelta erlendra ferðamanna er nú lítil sem engin en á móti vegur að velta Íslendinga hefur tekið vel við sér að undanförnu, sérstaklega í upphafi maí eða um það leyti sem samkomubann var rýmkað. Samkvæmt nýjustu tölum er kortavelta Íslendinga svipuð og hún var í upphafi mars, áður en áhrifa faraldursins á umsvif í hagkerfinu tók að gæta að ráði. Leiða má að því líkur að margir hafi frestað kaupum á vöru og þjónustu þangað til eftir að samkomubannið var rýmkað,“ segir í tilkynningu. Þá segja tölur um umferð svipaða sögu. Umferð dróst mikið saman í mars, einkum eftir að samkomubann var sett á. „Þegar umferð var sem minnst var hún yfir 40% minni en á sama tíma í fyrra. Í kringum páska hóf umferð á höfuðborgarsvæðinu að taka við sér á ný og er hún nú orðin svipuð og hún var í upphafi þessa árs en þó um 9% minni en á sama tíma í fyrra. Það virðist að miklu leyti skýrast af minni fjölda erlendra ferðamanna þar sem umferð hefur dregist meira saman á leiðinni milli Keflavíkurflugvallar og miðborgarinnar en öðrum vegum á svæðinu. Umferð á Reykjanesbraut nálægt Vogum er enn um þriðjungi minni en á sama tíma í fyrra.“
Efnahagsmál Verslun Samgöngur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Narfi frá JBT Marel til Kviku Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Sjá meira