Megum gera ráð fyrir að fjarvinnan reyni á hjóna- og parsambönd Rakel Sveinsdóttir skrifar 6. apríl 2020 09:15 Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi hjá Lausninni segir líklegt að ástandið eigi eftir að reyna enn meir á einstaklinga- pör og fjölskyldur. Vísir/Vilhelm „Ástandið reynir á og á að öllum líkindum eftir að reyna enn meira á einstaklinga – pör og fjölskyldur ef fram fer sem horfir,“ segir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi aðspurð um þau áhrif sem fjarvinna og mikil heimaviðvera í samkomubanni getur haft á parsambönd og fjölskyldur. „Álagið á barnafjölskyldur hefur aukist til muna þar sem megnið af heimilisfólkinu er heimavið allan daginn,“ segir Ragnheiður og bætir við „Á meðan sumir aðlaga sig ástandinu og búa yfir meiri úrræðum en aðrir mun óvissan reynast öðrum erfið og fólk spyr sig spurninga eins og hvað mun þetta vara lengi, hverjir munu veikjast, mun ég halda starfinu mínu, lifir fyrirtækið mitt af svo eitthvað sé nefnt.“ Þá segir Ragnheiður að gera megi ráð fyrir ýmsum breytingum þegar ástandið fer að komast í samt lag á ný. Það geti verið allt frá því að kunna að meta fjarvinnuna að heiman yfir í að sjá jákvæðar breytingar á hegðun leikskólabarns. Margir þættir að auka álagið Fjarvinna hefur færst mikið í aukana þar sem hægt er að koma henni við. Vinna fólks hefur í mörgum tilfellum færst inná heimilin. Háskóla- og menntaskólanemar eru flestir komnir í fjarnám. Skólahald grunnskólabarna hefur sömuleiðis færst heim og mikið af leikskólabörnum eru heima. Allt er þetta að hafa áhrif á líðan starfsfólks og fjölskyldumeðlima með tilheyrandi áhrifum á afköst, skipulag og líðan. Að sögn Ragnheiðar mun álagið aukast enn meir í páskafríinu. „Framundan er páskafríið og fólk er beðið um að ferðast innandyra í ár, álagið á sumar fjölskyldur mun því verða enn meira þar sem flest allir, nema sumt vaktavinnufólk, fer í sitt lögbundna páskafrí,“ segir Ragnheiður. Spurningunni um það hvort gera megi ráð fyrir því að fjarvinna reyni á hjóna- parasambönd þá er svarið játandi þetta ástand hefur og mun hafa áhrif á okkur öll á einn eða annan hátt,“ segir Ragnheiður og bætir við „Sérstaklega hjá þeim sem eru í viðkvæmri stöðu fyrir, búa við lélegt stuðningsnet, eru kvíðnir, veikir og svo framvegis.“ Þá bendir Ragnheiður á að þær sviptingar sem urðu í kjölfar samkomubanns, hafi falið í sér aukið álag fyrir alla. „Álagið eitt sér sem fylgir því að þurfa að skipuleggja sig alveg uppá nýtt og hræðslan við hið óþekkta og að vita ekki við hverju má búast reynir á marga og hefur áhrif á einstaklinga og fjölskyldur.“ Þetta sé erfitt tímabil, ekki síst fyrir þær sakir að í þetta sinn höfum við mennirnir enga eða litla stjórn á aðstæðum. „Ef við ætlum að yfirvinna ástandið þurfum við að standa saman og fylgja meðal annars leiðbeiningum okkar traustvekjandi svokallaðs „Þríeykis“ og takast á við aðstæður af æðruleysi og samheldni,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir að fjarvinna og heimaviðvera í samkomubanni reyni á hjóna- og parsambönd. Mikilvægt sé að tala saman.Vísir/Getty Ástandið reynir á og á að öllum líkindum eftir að reyna enn meira á einstaklinga – pör og fjölskyldur ef fram fer sem horfir,“ Fjögur góð ráð „Að huga að sjálfum sér er eitt af því mikilvægasta sem við gerum í ástandi sem þessu,“ segir Ragnheiður en hún starfar sem fjölskyldufræðingur hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Þar sérhæfir hún sig í parasamböndum, fjölskyldum, samskiptum, streitu, sjálfstyrkingu og kulnun í starfi og einkalífi. Ragnheiður, sem einnig er menntaður hjúkrunarfræðingar leiðir okkur hér í gegnum fjögur góð ráð fyrir hjón og pör. 1. Hugaðu að líðan þinni Fréttaflutningur um ástandið dynur á okkur liðlangann daginn sem getur aukið streitu og kvíða ef við pössum ekki uppá okkur. Gott ráð gegn þessu getur verið að skammta sér áhorf eða hlustun og lágmarka hlustunina við 1x – 2x á dag eða eins oft eða sjaldan og hentar hverjum og einum. Farðu í góða sturtu eða bað og leiddu hugann að góðum minningum eða hlustaðu á tónlist, podcast, sögur eða lestu bók eða sinntu áhugamáli eins og td. að prjóna, hníta flugur. Hlustaðu á hugleiðslu eða dáleiðslu sem hægt er að sækja sér á netinu. Æfðu þig í núvitund að vera til staðar hér og nú. Ef hugurinn reikar æfðu þig í að koma aftur til baka í núið. Talaðu jákvætt við sjálfa/n þig þrátt fyrir að neikvæðar hugsanir sæki á þig. Hughreystu þig og sýndu þér mildi. Nýttu netspjallið eða símann og heyrðu í vini/vinkonu eða jafnvel einhverjum sem þú hefur ekki heyrt í lengi og endurnýjaðu vináttubönd. 2. Rútína og skipulag en án öfga Virku dagana er gott að fara á fætur og framkvæma sína daglegu rútinu eins og þú værir að fara til vinnu. Fara í sturtu, klæða sig, fá sér morgunmat og hella til dæmis uppá gott kaffi. Sumir eru vanir að fara í ræktina og ef pör eru heima með börn gætu þau skipst á að fara út að ganga, hlaupa eða gera æfingar heima með eða án tækja. Skipulag getur auðveldað fólki að komast í gegnum daginn skipulagið þyrfti samt að fela í sér sveigjanleika og umburðarlyndi svo fólk upplifi ekki streitu tengda því að halda uppi skipulagi sem ekki gengur alltaf upp. Fyrir þá sem vinna heima og búa svo vel að geta haft prívat vinnusvæði þá er það mjög góð lausn því margir vinna á netinu og eru jafnvel með fjarfundi að heiman. Ef þetta reynist erfitt þá er um að gera að finna sér samt eitthvert afdrep til þess að stunda vinnuna. Ef sumir dagar ganga ekki upp eins og maður vonaði þá er það líka allt í lagi því aðstæður eru óvenjulegar. Það getur verið gott að skipta deginum upp í tímabil og skiptast jafnvel á að hjálpa til dæmis börnum með heimalærdóm og virkja þá sem hafa getu til, við heimilistörfin og gera þau að leik. Gott er að gera skýran greinarmun á „vinnutíma og frítíma“. 3. Fjölskyldutími Verið vakandi yfir líðan barnanna ykkar og líðan annarra barna, ef þið verðið vör við eitthvað óeðlilegt látið þar til bær yfirvöld vita ef þörf er á, því ástand sem þetta getur ýtt undir heimilisofbeldi. Mörg börn eru viðkvæm og skynja ekki hættur á sama hátt og fullorðnir þess vegna er mikilvægt að passa hvað við segjum í kringum þau. Notum tímann og eigum gæðastundir eins oft og hægt er með þeim. Það er svo margt sem fjölskyldur geta gert saman, talað, sungið og lesið saman, farið út í göngu, útá leikvöll, púslað, litað, horft á mynd, hlustað á tónlist, kubbað, spilað, leirað, bakað, eldað saman, skoðað myndir og rifjað upp minningar, slappað af saman og haft það kósý. Búið til myndband, gert þrautabraut með stólum og pullum úr sófanum. Í raun er hægt að gera svo margt með börnunum bara ef hugmyndaflug og nenna er til staðar. Gefa þeim svigrúm fyrir frjálsan leik og muna að aðstæður eru sérstakar og vanda sig í samskiptum. Vera ávallt tilbúin að svara spurningum þeirra um ástandið á viðeigandi hátt sem hæfir þeirra aldri. Ekki má gleyma að hafa samband við afa og ömmu og þá sem búa einir heima. 4. Parsambandið Nú af öllum tímum er mikilvægt að vera til staðar fyrir maka sinn og eiga samskipti. Vera til staðar og hlusta á áhyggjur og vangaveltur ef makinn hefur þörf fyrir að tjá sig um þær. Það síðasta sem fólk þarf á að halda þegar það tjáir sig um áhyggjur sínar er að lítið sé gert úr þeim. Um raunverulega vanlíðan er að ræða og margir eru kvíðnir fyrir framtíðinni enda erum við að ganga í gegnum óvissutíma. Ef fólk á erfitt með að ræða þessi mál er sá möguleiki fyrir hendi að leita sér aðstoðar hjá fagaðila en margir bjóða uppá samtalsmeðferð í síma á netinu og einnig á stofu. Aðlögunarhæfni okkar mannanna er sem betur fer oftast mikil og margir kjósa að nýta tímann til undirbúnings fyrir betri tíð og gera hluti heima sem annars hefðu setið á hakanum. Sumir nota tímann til þess að taka til hendinni og td. mála innandyra, aðrir nota tímann til þess að taka til í bílskurnum en sú vinna kveikir oft á minningum sérstaklega þegar tekið er uppúr kössum frá hinum ýmsu tímum í lífinu. Sumir eru að endurskipuleggja og fegra heimilið enda auðvelt að fá hluti senda heim úr verslunum sem hafa verið pantaðir á netinu. Nú getur verið góður tími til þess að tala saman og kynnast hvort öðru uppá nýtt. Tala um drauma og þrár og hvernig við vijum sjá næstu 5-10 ár þróast í parsambandinu. Nú er tími til þess að endurmeta gildin í lífinu, Bæta tengsl sem voru jafnvel farin að dofna og forgangsraða í lífinu. Það besta sem við gerum fyrir parsambandið er að tala saman því þannig tengjumst við makanum best. Kannski þessi tími eigi eftir að breyta gildunum okkar varðandi það hvað við teljum hin raunverulegu verðmæti í lífinu. Það kæmi mér ekki á óvart að svo yrði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir starfar sem fjölskyldufræðingur hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Þar sérhæfir hún sig í parasamböndum, fjölskyldum, samskiptum, streitu, sjálfstyrkingu og kulnun í starfi og einkalífi.Vísir/Vilhelm Varanleg áhrif á börn og fleiri Ragnheiður segir að það muni verða áhugavert að skoða hvaða áhrif þessar breytingar á högum fólks muni hafa til langframa. „Þegar þjóðfélagið hægir svona á sér munu líka verða þeir sem kunna að meta að vinna heimanfrá sér burt séð frá ástandinu í rólegheitum frá endalausu áreiti vinnustaðarins,“ segir Ragnheiður. Hún bendir jafnframt á að foreldrar megi alveg búast við að upplifa breytingar á börnum sínum. „Það munu líka verða þeir sem sjá beytingu á leikskólabarninu til hins góða, breytingu á barninu sem var jafnvel komið með hegðunarvanda í leikskólanum,“ segir Ragnheiður. „Þegar þessu ástandi líkur verður fróðlegt að skoða hvaða áhrif þessar miklu breytingar á högum höfðu á líðan fólks og vonandi drögum við einhvern lærdóm af því og nýtum okkur niðurstöðurnar til góðs,“ segir Ragnheiður og bætir við „Ef okkur hefur ekki verið það ljóst hingað til þá vitum við það núna „Að við erum öll almannavarnir og við erum líka öll barnavernd“ og svo margt annað sem við ættum að hafa í huga sem við vonandi gleymum ekki um leið og þetta ástand er yfirstaðið.“ Loks vill Ragnheiður benda á upplýsingar sem hægt er að benda fólki á sem ekki er íslenskumælandi. „Ég vil benda á nýlega grein Psychotherapistans Wieslaw Kaminski, SELF CARE in pandemic með það í huga að hér á landi eru búsett pör- fjölskyldur og einstaklingar með annað tungumál en íslensku en greinin er bæði á ensku og pólsku.“ Fjölskyldumál Fjarvinna Mannauðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00 Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
„Ástandið reynir á og á að öllum líkindum eftir að reyna enn meira á einstaklinga – pör og fjölskyldur ef fram fer sem horfir,“ segir Ragnheiður Kr. Björnsdóttir fjölskyldufræðingur og hjónabandsráðgjafi aðspurð um þau áhrif sem fjarvinna og mikil heimaviðvera í samkomubanni getur haft á parsambönd og fjölskyldur. „Álagið á barnafjölskyldur hefur aukist til muna þar sem megnið af heimilisfólkinu er heimavið allan daginn,“ segir Ragnheiður og bætir við „Á meðan sumir aðlaga sig ástandinu og búa yfir meiri úrræðum en aðrir mun óvissan reynast öðrum erfið og fólk spyr sig spurninga eins og hvað mun þetta vara lengi, hverjir munu veikjast, mun ég halda starfinu mínu, lifir fyrirtækið mitt af svo eitthvað sé nefnt.“ Þá segir Ragnheiður að gera megi ráð fyrir ýmsum breytingum þegar ástandið fer að komast í samt lag á ný. Það geti verið allt frá því að kunna að meta fjarvinnuna að heiman yfir í að sjá jákvæðar breytingar á hegðun leikskólabarns. Margir þættir að auka álagið Fjarvinna hefur færst mikið í aukana þar sem hægt er að koma henni við. Vinna fólks hefur í mörgum tilfellum færst inná heimilin. Háskóla- og menntaskólanemar eru flestir komnir í fjarnám. Skólahald grunnskólabarna hefur sömuleiðis færst heim og mikið af leikskólabörnum eru heima. Allt er þetta að hafa áhrif á líðan starfsfólks og fjölskyldumeðlima með tilheyrandi áhrifum á afköst, skipulag og líðan. Að sögn Ragnheiðar mun álagið aukast enn meir í páskafríinu. „Framundan er páskafríið og fólk er beðið um að ferðast innandyra í ár, álagið á sumar fjölskyldur mun því verða enn meira þar sem flest allir, nema sumt vaktavinnufólk, fer í sitt lögbundna páskafrí,“ segir Ragnheiður. Spurningunni um það hvort gera megi ráð fyrir því að fjarvinna reyni á hjóna- parasambönd þá er svarið játandi þetta ástand hefur og mun hafa áhrif á okkur öll á einn eða annan hátt,“ segir Ragnheiður og bætir við „Sérstaklega hjá þeim sem eru í viðkvæmri stöðu fyrir, búa við lélegt stuðningsnet, eru kvíðnir, veikir og svo framvegis.“ Þá bendir Ragnheiður á að þær sviptingar sem urðu í kjölfar samkomubanns, hafi falið í sér aukið álag fyrir alla. „Álagið eitt sér sem fylgir því að þurfa að skipuleggja sig alveg uppá nýtt og hræðslan við hið óþekkta og að vita ekki við hverju má búast reynir á marga og hefur áhrif á einstaklinga og fjölskyldur.“ Þetta sé erfitt tímabil, ekki síst fyrir þær sakir að í þetta sinn höfum við mennirnir enga eða litla stjórn á aðstæðum. „Ef við ætlum að yfirvinna ástandið þurfum við að standa saman og fylgja meðal annars leiðbeiningum okkar traustvekjandi svokallaðs „Þríeykis“ og takast á við aðstæður af æðruleysi og samheldni,“ segir Ragnheiður. Ragnheiður segir að fjarvinna og heimaviðvera í samkomubanni reyni á hjóna- og parsambönd. Mikilvægt sé að tala saman.Vísir/Getty Ástandið reynir á og á að öllum líkindum eftir að reyna enn meira á einstaklinga – pör og fjölskyldur ef fram fer sem horfir,“ Fjögur góð ráð „Að huga að sjálfum sér er eitt af því mikilvægasta sem við gerum í ástandi sem þessu,“ segir Ragnheiður en hún starfar sem fjölskyldufræðingur hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Þar sérhæfir hún sig í parasamböndum, fjölskyldum, samskiptum, streitu, sjálfstyrkingu og kulnun í starfi og einkalífi. Ragnheiður, sem einnig er menntaður hjúkrunarfræðingar leiðir okkur hér í gegnum fjögur góð ráð fyrir hjón og pör. 1. Hugaðu að líðan þinni Fréttaflutningur um ástandið dynur á okkur liðlangann daginn sem getur aukið streitu og kvíða ef við pössum ekki uppá okkur. Gott ráð gegn þessu getur verið að skammta sér áhorf eða hlustun og lágmarka hlustunina við 1x – 2x á dag eða eins oft eða sjaldan og hentar hverjum og einum. Farðu í góða sturtu eða bað og leiddu hugann að góðum minningum eða hlustaðu á tónlist, podcast, sögur eða lestu bók eða sinntu áhugamáli eins og td. að prjóna, hníta flugur. Hlustaðu á hugleiðslu eða dáleiðslu sem hægt er að sækja sér á netinu. Æfðu þig í núvitund að vera til staðar hér og nú. Ef hugurinn reikar æfðu þig í að koma aftur til baka í núið. Talaðu jákvætt við sjálfa/n þig þrátt fyrir að neikvæðar hugsanir sæki á þig. Hughreystu þig og sýndu þér mildi. Nýttu netspjallið eða símann og heyrðu í vini/vinkonu eða jafnvel einhverjum sem þú hefur ekki heyrt í lengi og endurnýjaðu vináttubönd. 2. Rútína og skipulag en án öfga Virku dagana er gott að fara á fætur og framkvæma sína daglegu rútinu eins og þú værir að fara til vinnu. Fara í sturtu, klæða sig, fá sér morgunmat og hella til dæmis uppá gott kaffi. Sumir eru vanir að fara í ræktina og ef pör eru heima með börn gætu þau skipst á að fara út að ganga, hlaupa eða gera æfingar heima með eða án tækja. Skipulag getur auðveldað fólki að komast í gegnum daginn skipulagið þyrfti samt að fela í sér sveigjanleika og umburðarlyndi svo fólk upplifi ekki streitu tengda því að halda uppi skipulagi sem ekki gengur alltaf upp. Fyrir þá sem vinna heima og búa svo vel að geta haft prívat vinnusvæði þá er það mjög góð lausn því margir vinna á netinu og eru jafnvel með fjarfundi að heiman. Ef þetta reynist erfitt þá er um að gera að finna sér samt eitthvert afdrep til þess að stunda vinnuna. Ef sumir dagar ganga ekki upp eins og maður vonaði þá er það líka allt í lagi því aðstæður eru óvenjulegar. Það getur verið gott að skipta deginum upp í tímabil og skiptast jafnvel á að hjálpa til dæmis börnum með heimalærdóm og virkja þá sem hafa getu til, við heimilistörfin og gera þau að leik. Gott er að gera skýran greinarmun á „vinnutíma og frítíma“. 3. Fjölskyldutími Verið vakandi yfir líðan barnanna ykkar og líðan annarra barna, ef þið verðið vör við eitthvað óeðlilegt látið þar til bær yfirvöld vita ef þörf er á, því ástand sem þetta getur ýtt undir heimilisofbeldi. Mörg börn eru viðkvæm og skynja ekki hættur á sama hátt og fullorðnir þess vegna er mikilvægt að passa hvað við segjum í kringum þau. Notum tímann og eigum gæðastundir eins oft og hægt er með þeim. Það er svo margt sem fjölskyldur geta gert saman, talað, sungið og lesið saman, farið út í göngu, útá leikvöll, púslað, litað, horft á mynd, hlustað á tónlist, kubbað, spilað, leirað, bakað, eldað saman, skoðað myndir og rifjað upp minningar, slappað af saman og haft það kósý. Búið til myndband, gert þrautabraut með stólum og pullum úr sófanum. Í raun er hægt að gera svo margt með börnunum bara ef hugmyndaflug og nenna er til staðar. Gefa þeim svigrúm fyrir frjálsan leik og muna að aðstæður eru sérstakar og vanda sig í samskiptum. Vera ávallt tilbúin að svara spurningum þeirra um ástandið á viðeigandi hátt sem hæfir þeirra aldri. Ekki má gleyma að hafa samband við afa og ömmu og þá sem búa einir heima. 4. Parsambandið Nú af öllum tímum er mikilvægt að vera til staðar fyrir maka sinn og eiga samskipti. Vera til staðar og hlusta á áhyggjur og vangaveltur ef makinn hefur þörf fyrir að tjá sig um þær. Það síðasta sem fólk þarf á að halda þegar það tjáir sig um áhyggjur sínar er að lítið sé gert úr þeim. Um raunverulega vanlíðan er að ræða og margir eru kvíðnir fyrir framtíðinni enda erum við að ganga í gegnum óvissutíma. Ef fólk á erfitt með að ræða þessi mál er sá möguleiki fyrir hendi að leita sér aðstoðar hjá fagaðila en margir bjóða uppá samtalsmeðferð í síma á netinu og einnig á stofu. Aðlögunarhæfni okkar mannanna er sem betur fer oftast mikil og margir kjósa að nýta tímann til undirbúnings fyrir betri tíð og gera hluti heima sem annars hefðu setið á hakanum. Sumir nota tímann til þess að taka til hendinni og td. mála innandyra, aðrir nota tímann til þess að taka til í bílskurnum en sú vinna kveikir oft á minningum sérstaklega þegar tekið er uppúr kössum frá hinum ýmsu tímum í lífinu. Sumir eru að endurskipuleggja og fegra heimilið enda auðvelt að fá hluti senda heim úr verslunum sem hafa verið pantaðir á netinu. Nú getur verið góður tími til þess að tala saman og kynnast hvort öðru uppá nýtt. Tala um drauma og þrár og hvernig við vijum sjá næstu 5-10 ár þróast í parsambandinu. Nú er tími til þess að endurmeta gildin í lífinu, Bæta tengsl sem voru jafnvel farin að dofna og forgangsraða í lífinu. Það besta sem við gerum fyrir parsambandið er að tala saman því þannig tengjumst við makanum best. Kannski þessi tími eigi eftir að breyta gildunum okkar varðandi það hvað við teljum hin raunverulegu verðmæti í lífinu. Það kæmi mér ekki á óvart að svo yrði. Ragnheiður Kr. Björnsdóttir starfar sem fjölskyldufræðingur hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð. Þar sérhæfir hún sig í parasamböndum, fjölskyldum, samskiptum, streitu, sjálfstyrkingu og kulnun í starfi og einkalífi.Vísir/Vilhelm Varanleg áhrif á börn og fleiri Ragnheiður segir að það muni verða áhugavert að skoða hvaða áhrif þessar breytingar á högum fólks muni hafa til langframa. „Þegar þjóðfélagið hægir svona á sér munu líka verða þeir sem kunna að meta að vinna heimanfrá sér burt séð frá ástandinu í rólegheitum frá endalausu áreiti vinnustaðarins,“ segir Ragnheiður. Hún bendir jafnframt á að foreldrar megi alveg búast við að upplifa breytingar á börnum sínum. „Það munu líka verða þeir sem sjá beytingu á leikskólabarninu til hins góða, breytingu á barninu sem var jafnvel komið með hegðunarvanda í leikskólanum,“ segir Ragnheiður. „Þegar þessu ástandi líkur verður fróðlegt að skoða hvaða áhrif þessar miklu breytingar á högum höfðu á líðan fólks og vonandi drögum við einhvern lærdóm af því og nýtum okkur niðurstöðurnar til góðs,“ segir Ragnheiður og bætir við „Ef okkur hefur ekki verið það ljóst hingað til þá vitum við það núna „Að við erum öll almannavarnir og við erum líka öll barnavernd“ og svo margt annað sem við ættum að hafa í huga sem við vonandi gleymum ekki um leið og þetta ástand er yfirstaðið.“ Loks vill Ragnheiður benda á upplýsingar sem hægt er að benda fólki á sem ekki er íslenskumælandi. „Ég vil benda á nýlega grein Psychotherapistans Wieslaw Kaminski, SELF CARE in pandemic með það í huga að hér á landi eru búsett pör- fjölskyldur og einstaklingar með annað tungumál en íslensku en greinin er bæði á ensku og pólsku.“
Fjölskyldumál Fjarvinna Mannauðsmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Góðu ráðin Heimilisofbeldi Tengdar fréttir Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00 Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26 Mest lesið Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti Viðskipti innlent Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Viðskipti innlent Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Viðskipti innlent Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ „Ásta mín, ef þú segir nei við þessu tilboði þá rek ég þig“ Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar „Ég spyr: Er í lagi að grípa í rass og þukla á brjóstum?“ Sterkasti fasteignasali landsins: Að verða pabbi breytti öllu „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Skemmtilegir úlpustrákar: Vinir sem urðu viðskipta-vinir „Ég var alveg ákveðin í því að verða bankakona“ Fer í pyntingar með eiginkonunni tvo morgna í viku Bryndís tekur við af Dagmar hjá Austurbrú Ekki brenna út á aðventunni Sjá meira
Fjarvinna með börnin heima: Dó ekki ráðalaus og bjó til „virkni-bingó“ „Ég fann að ég þurfti eitthvað til að hjálpa mér og börnunum með hugmyndir yfir daginn og gerði því þetta litla virknibingó,“ segir Elín María Halldórsdóttir sem vinnur í fjarvinnu að heiman þessa dagana eins og svo margir. 25. mars 2020 07:00
Fjarvinna og börnin heima líka: Hjálp! Í fullkomnum heimi er fjarvinna heima með börn ekkert mál. Tíu ráð fyrir þá sem eru í fjarvinnu með börnin heima líka. 19. mars 2020 07:26