Dregur af lausafé Icelandair með hruni alþjóðaflugs Heimir Már Pétursson skrifar 6. apríl 2020 09:37 Flugvélafloti Icelandair er nú að mestu aðgerðarlaus eins og floti flestra annarra flugfélaga í heiminum. Félagið hefur leitað til bankastofnana um endurfjármögnun félagsins. Vísir/Vilhelm Icelandair gerir ráð fyrir að flugáætlun félagsins muni dragast saman um að minnsta kosti 25% yfir sumartímann. Nú þegar er áætlun félagsins komin undir 10% af áætlun sem gefin var út fyrir yfirstandandi tímabil. Lausafjárstaða félagsins er að nálgast viðmiðunarmörk. Nánast engir farþegar fara um Keflavíkurflugvöll þessa dagana. Hrun alþjóðaflugsins hefur áhrif á lausafjárstöðu Icelandair sem nálagst nú viðmiðunarmörk félagsins.Vísir/Vilhelm Lausafjárstaða Icelandair var sterk áður kórónuveirufaraldurinn lagðist yfir heimsbyggðina af fullum þunga. Í tilkynningu frá félaginu segir að lausafjárstaða félagsins að meðtöldum óádregnum lánalínum sé enn vel yfir því viðmiði sem félagið starfi eftir en stefna þess hafi verið að þessi staða fari ekki undir 29 milljarða króna á núverandi gengi (200 milljónir bandaríkjadala) á hverjum tíma. „Eins og tilkynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Hins vegar, ef miðað er við lágmarkstekjuflæði hjá félaginu í apríl og maí, er ljóst að lausafjárstaða félagsins muni skerðast og fara undir ofangreint viðmið,“ segir í tilkynningunni. Á síðustu dögum og vikum hafi áhersla verið lögð á það hjá Icelandair að halda uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu, bæði fyrir farþega og vöruflutninga þrátt fyrir að flugáætlun félagsins hafi dregist verulega saman á undanförnum vikum. Flugáætlun Icelandair er komin undir 10% af því sem áætlað var fyrir yfirstandandi tímabil og stefni í að hún dragist saman um 25 prósent í sumar.Vísir/Vilhelm „Flugáætlun félagsins nemur nú minna en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út fyrir þetta tímabil ársins. Enn ríkir mikil óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum muni aukast á ný og gera stjórnendur Icelandair Group ráð fyrir því að flugáætlun félagsins muni dragast saman um að minnsta kosti 25% yfir sumartímann,“ segir í tilkynningu félagsins. Í ljósi þessarar stöðu muni stjórnendur Icelandair Group leggja áherslu á það á næstu vikum að styrkja fjárhagsstöðu félagsins til lengri tíma. Félagið hafi ráðið Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankann sem ráðgjafa til að hefja skoðun á mögulegum leiðum til að styrkja enn frekar fjárhag félagsins. „Markmiðið er að styrkja samkeppnishæfni félagsins til framtíðar með því að stuðla að sterkri fjárhagsstöðu og lægri einingakostnaði hjá félaginu þegar kemur að því að sækja fram þegar sú ógn sem nú stafar af COVID-19 faraldrinum er liðin hjá,“ segir í tilkynningunni. Þetta muni tryggja að félagið komist sterkt í gegnum þessa krefjandi tíma, lágmarka áhrif á íslenska ferðaþjónustu og efnahag eins og mögulegt sé og gera félagið betur í stakk búið til að grípa þau framtíðartækifæri sem muni gefast. Stjórnendur Icelandair Group muni einnig vinna náið með íslenskum stjórnvöldum í þessu ferli. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir öll flugfélög heimsins nú standa frammi fyrir því krefjandi verkefni að styrkja rekstrargrundvöll sinn til framtíðar. „Við vitum að á einhverjum tímapunkti mun flug komast aftur í eðlilegt horf og því viljum við vera vel í stakk búin til að sækja fram og nýta þau tækifæri sem þá verða fyrir hendi. Til að ná þeirri stöðu er nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á kostnaðaruppbyggingu félagsins, styrkja fjárhagsstöðu þess og leita allra leiða til að styrkja samkeppnishæfi þess til frambúðar,“ segir Bogi Nils. Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. 5. apríl 2020 12:18 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. 1. apríl 2020 15:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Icelandair gerir ráð fyrir að flugáætlun félagsins muni dragast saman um að minnsta kosti 25% yfir sumartímann. Nú þegar er áætlun félagsins komin undir 10% af áætlun sem gefin var út fyrir yfirstandandi tímabil. Lausafjárstaða félagsins er að nálgast viðmiðunarmörk. Nánast engir farþegar fara um Keflavíkurflugvöll þessa dagana. Hrun alþjóðaflugsins hefur áhrif á lausafjárstöðu Icelandair sem nálagst nú viðmiðunarmörk félagsins.Vísir/Vilhelm Lausafjárstaða Icelandair var sterk áður kórónuveirufaraldurinn lagðist yfir heimsbyggðina af fullum þunga. Í tilkynningu frá félaginu segir að lausafjárstaða félagsins að meðtöldum óádregnum lánalínum sé enn vel yfir því viðmiði sem félagið starfi eftir en stefna þess hafi verið að þessi staða fari ekki undir 29 milljarða króna á núverandi gengi (200 milljónir bandaríkjadala) á hverjum tíma. „Eins og tilkynnt hefur verið um, hefur félagið gripið til ýmissa aðgerða til þess að verja lausafjárstöðu sína á undanförnum vikum. Hins vegar, ef miðað er við lágmarkstekjuflæði hjá félaginu í apríl og maí, er ljóst að lausafjárstaða félagsins muni skerðast og fara undir ofangreint viðmið,“ segir í tilkynningunni. Á síðustu dögum og vikum hafi áhersla verið lögð á það hjá Icelandair að halda uppi lágmarks flugsamgöngum til og frá landinu, bæði fyrir farþega og vöruflutninga þrátt fyrir að flugáætlun félagsins hafi dregist verulega saman á undanförnum vikum. Flugáætlun Icelandair er komin undir 10% af því sem áætlað var fyrir yfirstandandi tímabil og stefni í að hún dragist saman um 25 prósent í sumar.Vísir/Vilhelm „Flugáætlun félagsins nemur nú minna en 10% af þeirri áætlun sem gefin hafði verið út fyrir þetta tímabil ársins. Enn ríkir mikil óvissa um hvenær ferðatakmörkunum verði aflétt og eftirspurn eftir flugi og ferðalögum muni aukast á ný og gera stjórnendur Icelandair Group ráð fyrir því að flugáætlun félagsins muni dragast saman um að minnsta kosti 25% yfir sumartímann,“ segir í tilkynningu félagsins. Í ljósi þessarar stöðu muni stjórnendur Icelandair Group leggja áherslu á það á næstu vikum að styrkja fjárhagsstöðu félagsins til lengri tíma. Félagið hafi ráðið Kviku banka, Íslandsbanka og Landsbankann sem ráðgjafa til að hefja skoðun á mögulegum leiðum til að styrkja enn frekar fjárhag félagsins. „Markmiðið er að styrkja samkeppnishæfni félagsins til framtíðar með því að stuðla að sterkri fjárhagsstöðu og lægri einingakostnaði hjá félaginu þegar kemur að því að sækja fram þegar sú ógn sem nú stafar af COVID-19 faraldrinum er liðin hjá,“ segir í tilkynningunni. Þetta muni tryggja að félagið komist sterkt í gegnum þessa krefjandi tíma, lágmarka áhrif á íslenska ferðaþjónustu og efnahag eins og mögulegt sé og gera félagið betur í stakk búið til að grípa þau framtíðartækifæri sem muni gefast. Stjórnendur Icelandair Group muni einnig vinna náið með íslenskum stjórnvöldum í þessu ferli. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair Group segir öll flugfélög heimsins nú standa frammi fyrir því krefjandi verkefni að styrkja rekstrargrundvöll sinn til framtíðar. „Við vitum að á einhverjum tímapunkti mun flug komast aftur í eðlilegt horf og því viljum við vera vel í stakk búin til að sækja fram og nýta þau tækifæri sem þá verða fyrir hendi. Til að ná þeirri stöðu er nauðsynlegt að gera viðeigandi breytingar á kostnaðaruppbyggingu félagsins, styrkja fjárhagsstöðu þess og leita allra leiða til að styrkja samkeppnishæfi þess til frambúðar,“ segir Bogi Nils.
Icelandair Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Tengdar fréttir Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. 5. apríl 2020 12:18 Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33 Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. 1. apríl 2020 15:45 Mest lesið Keyptu ónýtt hús en fá ekki krónu vegna seinagangs Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Erlent Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Innlent „Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll!“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Upplifir lífið eins og stofufangelsi Innlent Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Innlent Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Innlent Íbúar upplifa áform Skagafjarðar sem svik við samfélagið Innlent Fleiri fréttir Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Boris Spasskí grafinn með viðhöfn í Moskvu Kjarasamningurinn felldur vegna „örfárra þátta“ Versta sviðsmyndin að „klemmast á milli“ í tollastríði stórvelda Upplifir lífið eins og stofufangelsi Varnarsamningur við Bandaríkin standi sterkt Nýbökuð móðir fær ekki lögbundna þjónustu og líf Ladda á fjölunum „Litli besti vinur minn endaði í ruslinu“ Furðar sig á dómi Hæstaréttar og kallar eftir lagabreytingu Ólöglegt starfsfólk og skattaóreiða veitingastaða Kórfélagarnir sorgmæddir og „enginn hafði trú á því að þetta færi svona“ Sjá meira
Um 70 hafa bókað ferð heim frá Alicante í næstu viku Icelandair vinnur nú að því að reyna að taka ákvarðanir um flugáætlun um það bil viku fram í tímann. 5. apríl 2020 12:18
Flýta lokagreiðslu vegna Icelandair Hotels og lækka hana um helming Lokagreiðsla vegna sölu 75% hlutar í Icelandair Hotels og tengdum fasteignum til Berjaya Land Berhad verður greidd í dag 3. apríl 2020 09:33
Boða flug frá Stokkhólmi eftir viku Icelandair mun fljúga til og frá Stokkhólmi 7. apríl næstkomandi. 1. apríl 2020 15:45