Hugsar sig um hvort að þetta sé rétt en segist þurfa að hlýða Anton Ingi Leifsson skrifar 6. apríl 2020 18:30 Arnór Ingvi fagnar marki með Malmö. vísir/getty Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira
Sænska stórliðið Malmö lætur ekki kórónuveirufaraldurinn á sig fá og hefur hafið æfingar af fullum krafti á ný. Þetta segir landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason í Sportinu í dag. Svíþjóð er ekki með eins harðar reglur og gilda til að mynda hér heima og Arnór var nýkominn af æfingu er Henry Birgir Gunnarsson náði tali af Njarðvíkingnum. „Ég var að koma heim af æfingu. Við vorum að byrja aftur að æfa en það var verið að fara yfir hvernig þetta mun vera næstu vikur. Við erum með plan núna hvernig við munum æfa og halda okkur gangandi,“ sagði Arnór Ingvi. „Þeir eru að reyna að koma sér undan því að það verði mikill „kontakt“. Við fáum ekki að fara inn í klefa eða eitt né neitt. Við förum í sturtu heima en við erum byrjaðir að æfa aftur. Við erum að æfa í fullum kontakt og það er mikið „possesion“. Maður hugsar er þetta rétt en við verðum að vera klárir og reynum að gera allt sem við getum til þess að enginn smitist við að koma við eitthvað að óþörfu eða þess háttar. Það er stefnt að því að spila í júní. Við þurfum að vera klárir ef að það kemur að því.“ Í flestum löndum í kringum Svíþjóð er allt mun harðara og það þarf ekki að fara nema yfir brúna; frá Malmö til Kaupmannahafnar þar sem menn mega mest æfa í fimm manna hópum með gott bil á milli manna. Arnór segir að þetta skjóti skökku við. „Mér finnst þetta smá spes en maður er á samningi hér og maður verður að hlýða. Þetta er skrýtið en aftur á móti vill maður fara að æfa og vera á æfingu. Það er heilsan og allir í kringum mann sem skipta þó meira máli,“ en hræðist Arnór að fara á æfingu? „Bæði og. Ég passa mig. Það eru allir með hanska og það er enginn að koma við neitt að óþörfu. Það er regla að við verðum að vera í fullum klæðum. Það er enginn þannig kontakt en það eru allir að passa sig og eru á tánum,“ sagði Arnór. Klippa: Sportið í dag - Arnór Ingvi um stöðuna í Svíþjóð Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sænski boltinn Sportið í dag Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslendingar erlendis Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Leik lokið: Ísland - Georgía 33-21 | Fullt hús eftir stórsigur Handbolti KKÍ breytir reglum varðandi erlenda leikmenn Körfubolti Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Enn eitt tapið á Old Trafford Enski boltinn Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Enski boltinn Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Fótbolti Barcelona með níu fingur á titlinum Fótbolti Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Fótbolti Ljóst hvaða þjóðir verða með Ísland á EM í handbolta Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Víkingur - FH | Lið á sitthvorum enda töflunnar Þór/KA og Blikar áfram í bikar: Sextán ára aldursmunur á markaskorurum Arsenal kom til baka á móti meisturunum á Anfield Stefán Ingi og Sveinn Aron báðir á skotskónum í sigurleikjum Í beinni: KA - Breiðablik | Stembið verkefni botnliðsins Daníel Tristan og Mikael með stoðsendingar Sjáðu draumamark Ísaks Andra Sveindís Jane skoraði og lagði upp í kveðjuleiknum Barcelona með níu fingur á titlinum Newcastle upp í þriðja sætið eftir sigur á Chelsea Enn eitt tapið á Old Trafford Palace fór létt með Tottenham sem hvíldi marga „Snýst um félagið, liðið og hvað við áorkum saman“ „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Meistaradeild Evrópu: Þar sem markmenn eru markverðir Sjáðu mörkin sem tryggðu Fram sinn fyrsta sigur, þrennu Söndru Maríu og öll hin Myndaveisla: Grindvíkingar léku loks á heimavelli Hæstánægður með að Dýrlingarnir séu ekki lélegasta lið sögunnar Yngsti markaskorari efstu deildar: „Langaði í annað“ Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Uppgjörið: Valur - ÍA 6-1 | Valsmenn tóku pirringinn út á Skagamönnum Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Uppgjörið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Uppgjörið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ Sjá meira