Ætla að flytja þungt haldinn Covid-19 sjúkling með sjúkraflugi frá Ísafirði Birgir Olgeirsson skrifar 6. apríl 2020 19:45 Landspítali háskólasjúkrahús Fossvogi Vísir/Vilhelm Gunnarsson Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tíu heilbrigðisstarfsmenn vestur á firði í dag. Eru þeir þangað mættir til að sinna íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík. Meirihluti fastra starfsmanna er ýmist í einangrun eða sóttkví. Þar af fimm með staðfest smit. Bakvarðasveitin sem fór vestur í dag samanstendur af hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.Hafþór Gunnarsson „Staðan er þung en við vinnum að því að leysa úr málunum. Stór hópur úr bakvarðarsveit kom með þyrlu núna seinnipartinn og leysir af starfsfólkið á Bergi. Það eru margir starfsmenn þar og íbúar sem eru veikir af Covid-19 og það er alvarlegt ástand. Þeir sem komu með bakvarðarsveitinni voru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem er afskaplega mikilvægur liðsstyrkur. Svo á næstu dögum munu koma fleiri munu koma fleiri til að leysa af til að dekka páskahelgina og vikuna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. Tveir íbúa á Bergi sýktir af kórónuveirunni og þrír heimilismenn í einangrun og búið að taka sýni. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. „Hugur okkar og athygli hefur verið á hjúkrunarheimilinu þar sem starfsmenn og íbúar eru smitaðir og reyna að leysa úr því. Við leggjum kapp á að íbúunum líði vel en þetta eru vitanlega skrýtnar aðstæður þar sem starfsmenn þurfa að koma í fullum hlífðarbúnaðarskrúða og lítur þá svolítið út eins og geimverur. Heimsóknarbann hefur ríkt. Aðstandendur hafa komið og bankað á gluggana hjá íbúum til að spjalla við íbúana í gegnum gluggann. Höfuðáhersla okkar er að þjóna fólki vel sem býr á hjúkrunarheimilinu og starfsfólkið sem er veikt fái umönnun og aðstoð sem með þarf.“ Einn íbúa Bergs lést af völdum Covid-19 í gær. Sá var 82 ára að aldri. Er fjöldi þeirra sem hefur látist úr Covid-19 hér á landi því sex. 42 hafa greinst með veiruna á norðanverðum Vestfjörðum og eru 335 í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu úr nokkrum tugum sýna. „Sérstaklega eru það hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík. Það er eitt smit komið á Flateyri. Það eru nokkrir tugir sýna sem við bíðum eftir að fá niðurstöðu úr. Þetta voru tveir skammtar sem voru gerðir á Ísafirði í dag og tíu sýni fóru frá Patreksfirði. Það er mikið álag á veirufræðideildinni fyrir sunnan. Aðstæður hjá okkur eru þannig að það hefur verið ófærð hér yfir helgina. Samgöngur eru með þeim hætti að allar greiningar tefjast um sólarhring því það þarf að koma sýnunum suður. Það getur haft sín áhrif. Ef það kemur upp grunur um smit á einhverjum deildum heilbrigðisstofnunarinnar þarf að setja marga starfsmenn í sóttkví á sama tíma. Það starfsfólk er þá úr leik í tvo til þrjá daga meðan sýnin eru greind. Blessunarlega hafa þau flest komið neikvæð til baka og þá höfum við geta sett fólkið aftur til baka í störf en þetta veldur álagi á stofnunina þegar þetta gerist.“ Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þarf að senda þá suður með sjúkraflugi sem veikjast alvarlega af Covid-19. Karlmaður þungt haldinn af Covid-19 var lagður inn á sjúkrahúsið á Ísafirði í dag. Til stendur að flytja hann suður með sjúkraflugi í kvöld. Gylfi segir smitrakningu ganga ágætlega. „Okkur finnst við vera með þokkalegt tak á smitrakningunni og höfum unnið það í þéttri samvinnu við smitrakningateymið í Reykjavík. En samfélagið fyrir vestan er lítið þannig að við þekkjum hver er giftur hverjum og hver er bróðir hvers og svo framvegis. Við getum því oft verið snögg til og gripið inn í með skjótari hætti en ella hefði verið. Einmitt vegna þess að flutningurinn á sýnum suður veldur töf í smitrakningunni. Þannig að við getum náð að vera skrefi á undan með því að taka virkan þátt í þessu og þekkja samfélagið.“ Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiru auk tíu starfsmanna. Þá var deild á Hrafnistu í Hafnarfirði sett í sóttkví. Enginn 800 íbúa á Hrafnistuheimilinu átta hefur enn greinst smitaður. 1.562 hafa greinst með veiruna hér á landi, þar af 74 síðasta sólarhringinn. 460 hafa náð bata. 37 eru á sjúkrahúsi, þar af 11 á gjörgæslu. Foto: HÞ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira
Sex hafa látist af völdum Covid-19 sjúkdómsins hér á landi og tæplega sextán hundruð verið greindir. Flytja á karlmann sem er þungt haldinn af Covid-19 með sjúkraflugi frá Ísafirði. Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tíu heilbrigðisstarfsmenn vestur á firði í dag. Eru þeir þangað mættir til að sinna íbúum hjúkrunarheimilisins Bergs í Bolungarvík. Meirihluti fastra starfsmanna er ýmist í einangrun eða sóttkví. Þar af fimm með staðfest smit. Bakvarðasveitin sem fór vestur í dag samanstendur af hjúkrunarfræðingum og sjúkraliðum.Hafþór Gunnarsson „Staðan er þung en við vinnum að því að leysa úr málunum. Stór hópur úr bakvarðarsveit kom með þyrlu núna seinnipartinn og leysir af starfsfólkið á Bergi. Það eru margir starfsmenn þar og íbúar sem eru veikir af Covid-19 og það er alvarlegt ástand. Þeir sem komu með bakvarðarsveitinni voru hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar sem er afskaplega mikilvægur liðsstyrkur. Svo á næstu dögum munu koma fleiri munu koma fleiri til að leysa af til að dekka páskahelgina og vikuna,“ segir Gylfi Ólafsson forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarða. Gylfi Ólafsson forstjóri heilbrigðisstofnunar Vestfjarða hefur þurft að kalla til fólk úr bakvarðasveit til að manna deildir. Tveir íbúa á Bergi sýktir af kórónuveirunni og þrír heimilismenn í einangrun og búið að taka sýni. Fimm íbúar eru í sóttkví án einkenna. „Hugur okkar og athygli hefur verið á hjúkrunarheimilinu þar sem starfsmenn og íbúar eru smitaðir og reyna að leysa úr því. Við leggjum kapp á að íbúunum líði vel en þetta eru vitanlega skrýtnar aðstæður þar sem starfsmenn þurfa að koma í fullum hlífðarbúnaðarskrúða og lítur þá svolítið út eins og geimverur. Heimsóknarbann hefur ríkt. Aðstandendur hafa komið og bankað á gluggana hjá íbúum til að spjalla við íbúana í gegnum gluggann. Höfuðáhersla okkar er að þjóna fólki vel sem býr á hjúkrunarheimilinu og starfsfólkið sem er veikt fái umönnun og aðstoð sem með þarf.“ Einn íbúa Bergs lést af völdum Covid-19 í gær. Sá var 82 ára að aldri. Er fjöldi þeirra sem hefur látist úr Covid-19 hér á landi því sex. 42 hafa greinst með veiruna á norðanverðum Vestfjörðum og eru 335 í sóttkví. Beðið er eftir niðurstöðu úr nokkrum tugum sýna. „Sérstaklega eru það hópsmit á Ísafirði og í Bolungarvík. Það er eitt smit komið á Flateyri. Það eru nokkrir tugir sýna sem við bíðum eftir að fá niðurstöðu úr. Þetta voru tveir skammtar sem voru gerðir á Ísafirði í dag og tíu sýni fóru frá Patreksfirði. Það er mikið álag á veirufræðideildinni fyrir sunnan. Aðstæður hjá okkur eru þannig að það hefur verið ófærð hér yfir helgina. Samgöngur eru með þeim hætti að allar greiningar tefjast um sólarhring því það þarf að koma sýnunum suður. Það getur haft sín áhrif. Ef það kemur upp grunur um smit á einhverjum deildum heilbrigðisstofnunarinnar þarf að setja marga starfsmenn í sóttkví á sama tíma. Það starfsfólk er þá úr leik í tvo til þrjá daga meðan sýnin eru greind. Blessunarlega hafa þau flest komið neikvæð til baka og þá höfum við geta sett fólkið aftur til baka í störf en þetta veldur álagi á stofnunina þegar þetta gerist.“ Heilbrigðisstofnun Vestfjarða þarf að senda þá suður með sjúkraflugi sem veikjast alvarlega af Covid-19. Karlmaður þungt haldinn af Covid-19 var lagður inn á sjúkrahúsið á Ísafirði í dag. Til stendur að flytja hann suður með sjúkraflugi í kvöld. Gylfi segir smitrakningu ganga ágætlega. „Okkur finnst við vera með þokkalegt tak á smitrakningunni og höfum unnið það í þéttri samvinnu við smitrakningateymið í Reykjavík. En samfélagið fyrir vestan er lítið þannig að við þekkjum hver er giftur hverjum og hver er bróðir hvers og svo framvegis. Við getum því oft verið snögg til og gripið inn í með skjótari hætti en ella hefði verið. Einmitt vegna þess að flutningurinn á sýnum suður veldur töf í smitrakningunni. Þannig að við getum náð að vera skrefi á undan með því að taka virkan þátt í þessu og þekkja samfélagið.“ Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiru auk tíu starfsmanna. Þá var deild á Hrafnistu í Hafnarfirði sett í sóttkví. Enginn 800 íbúa á Hrafnistuheimilinu átta hefur enn greinst smitaður. 1.562 hafa greinst með veiruna hér á landi, þar af 74 síðasta sólarhringinn. 460 hafa náð bata. 37 eru á sjúkrahúsi, þar af 11 á gjörgæslu. Foto: HÞ
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ísafjarðarbær Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Fleiri fréttir Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Sjá meira