Markaðsstarf eftir Covid19 Svanur Guðmundsson skrifar 7. apríl 2020 09:30 Stjórnvöld hafa heitið því að láta 1500 milljónir króna í að styrkja markaðsstarf ferðaþjónustunnar þegar sóttinni slotar og aftur verði hægt að vænta þess að einhver vilji yfir höfuð ferðast. Með fororði um að setja meira í markaðsstarfið ef þarf. Það er vel, en hafa má hugfast að síðan sóttinn kom upp hefur íslenski sjávarútvegurinn rekið sitt eigi markaðsátak og keppst við, nótt sem nýtan dag, við að selja íslenskar sjávarafurðir erlendis. Stjórnvöld hafa ekki látið krónu af hendi rakna í það starf og eru þó framundan páskarnir sem löngum hafa verið gríðarlega mikilvægir fyrir sjávarútveginn. Miklu skiptir að hægt sé að tryggja neytendum vörur á þeim tíma þó lokanir gildi nú í flestum viðskiptalöndum okkar. Neytendur þekkja íslenska fiskinn að góðu einu og vilja sjálfsagt fá hann sem áður. Ég heyri það frá aðilum í sjávarútvegi að þeir óttast stöðu viðskiptavina sinna. Dæmi eru um að viðskiptvinir þeirra hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og að kröfur séu líklega tapaðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa umbylt sinni framleiðslu vegna ástandsin á mörkuðum og vegna sóttvarnartilmæla viðskiptalanda. Mikið fer í frystingu og afurðir eru nú unnar til geymslu með von um betri tíð. Ástæða er til að óttast að markaðsfyrirtæki lendi í vanda og að íslenskir fiskseljendur þurfi að finna nýjar leiðir og nýja dreifingaraðila. Það ekki einfalt að selja og flytja fisk þessa daganna, í raun hefur allt breyst. Samt hefur tekist með undraverðum hætti að halda stórum hluta sjávarútvegsins gangandi enn sem komið er þó vissulega hafi hægst á sölu og veiðum. Tekist hefur að tryggja sölu á einhverju af ferskum fiski inn á markaði í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum en þar hafa ekki allar leiðir lokast. Hefð er fyrir mikilli fiskneyslu víða, til dæmis í Evrópu, í aðdraganda páska og hafa smærri og stærri fyrirtæki átt viðskipti á fiskmörkuðunum til að afla sér hráefnis. En um leið hefur flutningsverð hækkað sem lækkar vitaskuld framlegð vinnslunnar. Fagnaðarefni er að fiskmagnið jókst í marsmánuði á fiskmörkuðum frá því sem var síðasta ár. Sömuleiðis hefur verð haldið sér þokkalega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í sölu afurða eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins um síðustu helgi. En varðandi það markaðsstarf sem getið var hér í upphafi, þá má hafa í huga að vel væri hægt að hafa samstarf um fyrirhugað markaðsstarf vegna ferðaþjónustunnar með sjávarútvegi og þess góða starfs sem þar er unnið. Við getum bent á hreinleika og gæði fisksins, svo og þá sjálfbærni sem felst í íslenskri fiskveiðistjórnun. Bendum ekki bara á fjöllin og fossana, segjum líka frá fólkinu við fjörðinn. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjávarútvegur Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Stjórnvöld hafa heitið því að láta 1500 milljónir króna í að styrkja markaðsstarf ferðaþjónustunnar þegar sóttinni slotar og aftur verði hægt að vænta þess að einhver vilji yfir höfuð ferðast. Með fororði um að setja meira í markaðsstarfið ef þarf. Það er vel, en hafa má hugfast að síðan sóttinn kom upp hefur íslenski sjávarútvegurinn rekið sitt eigi markaðsátak og keppst við, nótt sem nýtan dag, við að selja íslenskar sjávarafurðir erlendis. Stjórnvöld hafa ekki látið krónu af hendi rakna í það starf og eru þó framundan páskarnir sem löngum hafa verið gríðarlega mikilvægir fyrir sjávarútveginn. Miklu skiptir að hægt sé að tryggja neytendum vörur á þeim tíma þó lokanir gildi nú í flestum viðskiptalöndum okkar. Neytendur þekkja íslenska fiskinn að góðu einu og vilja sjálfsagt fá hann sem áður. Ég heyri það frá aðilum í sjávarútvegi að þeir óttast stöðu viðskiptavina sinna. Dæmi eru um að viðskiptvinir þeirra hafi farið fram á gjaldþrotaskipti og að kröfur séu líklega tapaðar. Sjávarútvegsfyrirtæki hafa umbylt sinni framleiðslu vegna ástandsin á mörkuðum og vegna sóttvarnartilmæla viðskiptalanda. Mikið fer í frystingu og afurðir eru nú unnar til geymslu með von um betri tíð. Ástæða er til að óttast að markaðsfyrirtæki lendi í vanda og að íslenskir fiskseljendur þurfi að finna nýjar leiðir og nýja dreifingaraðila. Það ekki einfalt að selja og flytja fisk þessa daganna, í raun hefur allt breyst. Samt hefur tekist með undraverðum hætti að halda stórum hluta sjávarútvegsins gangandi enn sem komið er þó vissulega hafi hægst á sölu og veiðum. Tekist hefur að tryggja sölu á einhverju af ferskum fiski inn á markaði í Bretlandi, Belgíu, Frakklandi og Bandaríkjunum en þar hafa ekki allar leiðir lokast. Hefð er fyrir mikilli fiskneyslu víða, til dæmis í Evrópu, í aðdraganda páska og hafa smærri og stærri fyrirtæki átt viðskipti á fiskmörkuðunum til að afla sér hráefnis. En um leið hefur flutningsverð hækkað sem lækkar vitaskuld framlegð vinnslunnar. Fagnaðarefni er að fiskmagnið jókst í marsmánuði á fiskmörkuðum frá því sem var síðasta ár. Sömuleiðis hefur verð haldið sér þokkalega þrátt fyrir ýmsa erfiðleika í sölu afurða eins og kom fram í frétt Morgunblaðsins um síðustu helgi. En varðandi það markaðsstarf sem getið var hér í upphafi, þá má hafa í huga að vel væri hægt að hafa samstarf um fyrirhugað markaðsstarf vegna ferðaþjónustunnar með sjávarútvegi og þess góða starfs sem þar er unnið. Við getum bent á hreinleika og gæði fisksins, svo og þá sjálfbærni sem felst í íslenskri fiskveiðistjórnun. Bendum ekki bara á fjöllin og fossana, segjum líka frá fólkinu við fjörðinn. Höfundur er sjávarútvegsfræðingur og framkvæmdastjóri Bláa Hagkerfisins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar