28 dagar í Pepsi Max: Óskar getur bætt leikjamet Birkis í 13. umferð Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 16. maí 2020 12:00 Óskar Örn getur bætt leikjametið í efstu deild þegar KR tekur á móti Val í 13. umferð Pepsi Max-deildar karla. vísir/bára Óskar Örn Hauksson, fyrirliða Íslandsmeistara KR, vantar aðeins tólf leiki til að verða leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða stóran áfanga sem Óskar Örn Hauksson getur náð í sumar. Óskar er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar með 309 leiki. Metið á Birkir Kristinsson en hann lék 321 leik fyrir ÍBV, Fram, KA og ÍA á sínum tíma. Óskar getur jafnað leikjamet Birkis þegar KR tekur á móti FH í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn á að fara fram 16. ágúst. Hann getur svo slegið met Birkis og orðið leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla þegar KR fær Val í heimsókn í 13. umferð þremur dögum eftir leikinn gegn FH. Auk þess að vera næstleikjahæstur í sögu efstu deildar er Óskar sá fjórtándi markahæstur með 75 mörk. Óskar er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild en hann sló bæði þau met síðasta sumar. KR varð þá Íslandsmeistari og Óskar valinn besti leikmaður deildarinnar, 35 ára gamall. Óskar hefur leikið 257 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 63 mörk. Áður en hann kom í KR hafði hann leikið 52 leiki fyrir Grindavík í efstu deild og skorað tólf mörk. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið 300 leiki eða meira í efstu deild á Íslandi; Birkir, Óskar og Gunnleifur Gunnleifsson. Sá síðastnefndi hefur leikið 304 leiki í efstu deild. Hann gæti bætt leikjametið í sumar en það verður að teljast ólíklegt þar sem hann orðinn varamarkvörður Breiðabliks. Leikjahæstir í efstu deild karla á Íslandi Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254 Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira
Óskar Örn Hauksson, fyrirliða Íslandsmeistara KR, vantar aðeins tólf leiki til að verða leikjahæstur í sögu efstu deildar á Íslandi. Pepsi Max deild karla fer aftur af stað 13. júní næstkomandi. Það er mikil spenna fyrir því að boltinn fari aftur að rúlla en lengsta undirbúningstímabil í fótboltaheiminum varð enn lengra þökk sé kórónuveirunni. Vísir ætlar að telja niður í fyrsta leik með því að rifja upp eitt og annað frá sögu úrvalsdeildar karla í knattspyrnu. Í dag eru 30 dagar í fyrsta leikinn sem verður á milli Vals og KR á Hlíðarenda 13. júní næstkomandi. Í dag ætlum við að skoða stóran áfanga sem Óskar Örn Hauksson getur náð í sumar. Óskar er næstleikjahæstur í sögu efstu deildar með 309 leiki. Metið á Birkir Kristinsson en hann lék 321 leik fyrir ÍBV, Fram, KA og ÍA á sínum tíma. Óskar getur jafnað leikjamet Birkis þegar KR tekur á móti FH í 12. umferð Pepsi Max-deildarinnar. Leikurinn á að fara fram 16. ágúst. Hann getur svo slegið met Birkis og orðið leikjahæsti leikmaður í sögu efstu deildar karla þegar KR fær Val í heimsókn í 13. umferð þremur dögum eftir leikinn gegn FH. Auk þess að vera næstleikjahæstur í sögu efstu deildar er Óskar sá fjórtándi markahæstur með 75 mörk. Óskar er leikja- og markahæsti leikmaður KR í efstu deild en hann sló bæði þau met síðasta sumar. KR varð þá Íslandsmeistari og Óskar valinn besti leikmaður deildarinnar, 35 ára gamall. Óskar hefur leikið 257 leiki fyrir KR í efstu deild og skorað 63 mörk. Áður en hann kom í KR hafði hann leikið 52 leiki fyrir Grindavík í efstu deild og skorað tólf mörk. Aðeins þrír leikmenn hafa leikið 300 leiki eða meira í efstu deild á Íslandi; Birkir, Óskar og Gunnleifur Gunnleifsson. Sá síðastnefndi hefur leikið 304 leiki í efstu deild. Hann gæti bætt leikjametið í sumar en það verður að teljast ólíklegt þar sem hann orðinn varamarkvörður Breiðabliks. Leikjahæstir í efstu deild karla á Íslandi Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254
Flestir leikir Birkir Kristinsson - 321 Óskar Örn Hauksson - 309 Gunnleifur Gunnleifsson - 304 Gunnar Oddsson - 294 Atli Guðnason - 274 Kristján Finnbogason - 268 Sigurður Björgvinsson - 267 Atli Viðar Björnsson - 264 Guðmundur Steinarsson - 255 Heimir Guðjónsson - 254
Pepsi Max-deild karla KR Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Laus úr útlegðinni og mættur heim Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu „Sérstaklega sáttur eftir ranglætið sem við vorum beittir“ Sjáðu lygilegar lokamínútur á Meistaravöllum „Næg er neikvæðnin í kringum okkur“ Uppgjörið: KR - Afturelding 2-2 | Ótrúleg dramatík á Meistaravöllum Uppgjörið: ÍBV - ÍA 0-2 | Fjarlægjast fallsvæðið með enn einum sigrinum Sjáðu mörkin sem tryggðu Blikum titilinn Fékk yfir sig vatnsgusu: „Fagna þessu á Gus Gus á morgun“ „Verðum nú að fagna þessu aðeins“ Uppgjörið: Breiðablik 3-2 Víkingur | Breiðablik Íslandsmeistari 2025 Frítt inn í kvöld þegar Blikakonur geta orðið Íslandsmeistarar „Mjög erfitt fyrir okkur ef við klárum þetta ekki í kvöld“ Sjá meira