Formaður Svíþjóðardemókrata handtekinn og vísað frá Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 14:39 Jimmie Åkesson var á landamærum Tyrklands og Grikklands til að dreifa áróðri til sýrlenskra flóttamanna um að ekki væri pláss fyrir þá í Svíþjóð. Vísir/EPA Tyrkneska lögreglan handtók Jimmie Åkesson, formann öfgahægriflokksins Svíþjóðardemókrata, fyrir að dreifa bæklingum á landamærum Tyrklands og Grikklands án leyfi. Honum hefur jafnframt verið vísað úr landi. Aftonbladet hefur eftir tyrkneskum fjölmiðlum að Åkesson sé nú á leið með flugvél til Kastrup í Kaupmannahöfn og hann sé væntanlegur þar síðdegis. Åkesson hefur verið á ferð í Tyrklandi og dreift bæklingum sem er beint til sýrlenskra flóttamanna þar og fullyrða að Svíþjóð sé „full“. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir innflytjendum og flóttamönnum. Åkesson var harðorður í garð tyrkneskra stjórnvalda eftir að hann var handtekinn. Sagði hann að Tyrkland væri land þar sem fólk væri handtekið og yfirheyrt fyrir að dreifa bæklingum sem ríkið hefði ekki veitt blessun sína fyrir. Neyðarástand hefur ríkt á landamærum Grikklands og Tyrklands undanfarna daga eftir að Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ákvað að leyfa sýrlenskum flóttamönnum að reyna að komast yfir landamærin til Evrópu. Grísk stjórnvöld hafa brugðist við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum. Svíþjóð Flóttamenn Tyrkland Grikkland Tengdar fréttir Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Tyrkneska lögreglan handtók Jimmie Åkesson, formann öfgahægriflokksins Svíþjóðardemókrata, fyrir að dreifa bæklingum á landamærum Tyrklands og Grikklands án leyfi. Honum hefur jafnframt verið vísað úr landi. Aftonbladet hefur eftir tyrkneskum fjölmiðlum að Åkesson sé nú á leið með flugvél til Kastrup í Kaupmannahöfn og hann sé væntanlegur þar síðdegis. Åkesson hefur verið á ferð í Tyrklandi og dreift bæklingum sem er beint til sýrlenskra flóttamanna þar og fullyrða að Svíþjóð sé „full“. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir innflytjendum og flóttamönnum. Åkesson var harðorður í garð tyrkneskra stjórnvalda eftir að hann var handtekinn. Sagði hann að Tyrkland væri land þar sem fólk væri handtekið og yfirheyrt fyrir að dreifa bæklingum sem ríkið hefði ekki veitt blessun sína fyrir. Neyðarástand hefur ríkt á landamærum Grikklands og Tyrklands undanfarna daga eftir að Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ákvað að leyfa sýrlenskum flóttamönnum að reyna að komast yfir landamærin til Evrópu. Grísk stjórnvöld hafa brugðist við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum.
Svíþjóð Flóttamenn Tyrkland Grikkland Tengdar fréttir Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Reiði meðal lögreglumanna Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Verður líklega mikið eftir af snjó og klaka Veður Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Erlent Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Innlent Fleiri fréttir Enn staðráðin í að lenda geimförum á tunglinu með Starship Gera sex hundruð gervihnetti fyrir „Gullhvelfinguna“ Sagður hafa skipað hernum að gera árásir í Venesúela Ljóst að D66 varð stærri en flokkur Wilders Grænland, Færeyjar og Álandseyjar fá sæti við borðið Æðsti lögmaður ísraelska hersins segir af sér vegna leka Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Flóttamönnum fækkað úr 125.000 í 7.500 Hundruð þúsunda strangtrúaðra mótmæla herkvaðningu Orðin hæsta kirkja í heimi Öldungadeildin samþykkir að ógilda tollaákvarðanir Trump Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Kallar Biden ljótan að utan sem innan og vill hann í fangelsi Sjö hundruð drónum og eldflaugum skotið að Úkraínu Telja Kínverja geta fjarstýrt strætisvögnum af sömu gerð og Strætó notar Fordæmalaus eyðilegging vegna Melissu Losa hreðjatakið í eitt ár Útlit fyrir að hnífjafnt verði í Hollandi í fyrsta skipti Svipt barnabótunum vegna flugmiðakaupa Vill hefja tilraunir með kjarnavopn að nýju Fleiri handteknir vegna ránsins í Louvre „Samþykki“ tekið upp í frönskum lögum í kjölfar Pelicot málsins Útlit fyrir nauman sigur frjálslyndra og fyrsta samkynheigða forsætisráðherra landsins Fjórir látnir á Jamaíku og tuttugu í Haítí Hafa játað aðild að ráninu í Louvre Furstadæmin dæla vopnum og kínverskum drónum til Súdan Bandidos-bifhjólagengið bannað í Danmörku Prófuðu annað kjarnorkuknúið vopn Ákærðir fyrir hryðjuverk gegn ísraelska sendiráðinu í Kaupmannahöfn Sjá meira
Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21