Formaður Svíþjóðardemókrata handtekinn og vísað frá Tyrklandi Kjartan Kjartansson skrifar 6. mars 2020 14:39 Jimmie Åkesson var á landamærum Tyrklands og Grikklands til að dreifa áróðri til sýrlenskra flóttamanna um að ekki væri pláss fyrir þá í Svíþjóð. Vísir/EPA Tyrkneska lögreglan handtók Jimmie Åkesson, formann öfgahægriflokksins Svíþjóðardemókrata, fyrir að dreifa bæklingum á landamærum Tyrklands og Grikklands án leyfi. Honum hefur jafnframt verið vísað úr landi. Aftonbladet hefur eftir tyrkneskum fjölmiðlum að Åkesson sé nú á leið með flugvél til Kastrup í Kaupmannahöfn og hann sé væntanlegur þar síðdegis. Åkesson hefur verið á ferð í Tyrklandi og dreift bæklingum sem er beint til sýrlenskra flóttamanna þar og fullyrða að Svíþjóð sé „full“. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir innflytjendum og flóttamönnum. Åkesson var harðorður í garð tyrkneskra stjórnvalda eftir að hann var handtekinn. Sagði hann að Tyrkland væri land þar sem fólk væri handtekið og yfirheyrt fyrir að dreifa bæklingum sem ríkið hefði ekki veitt blessun sína fyrir. Neyðarástand hefur ríkt á landamærum Grikklands og Tyrklands undanfarna daga eftir að Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ákvað að leyfa sýrlenskum flóttamönnum að reyna að komast yfir landamærin til Evrópu. Grísk stjórnvöld hafa brugðist við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum. Svíþjóð Flóttamenn Tyrkland Grikkland Tengdar fréttir Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Tyrkneska lögreglan handtók Jimmie Åkesson, formann öfgahægriflokksins Svíþjóðardemókrata, fyrir að dreifa bæklingum á landamærum Tyrklands og Grikklands án leyfi. Honum hefur jafnframt verið vísað úr landi. Aftonbladet hefur eftir tyrkneskum fjölmiðlum að Åkesson sé nú á leið með flugvél til Kastrup í Kaupmannahöfn og hann sé væntanlegur þar síðdegis. Åkesson hefur verið á ferð í Tyrklandi og dreift bæklingum sem er beint til sýrlenskra flóttamanna þar og fullyrða að Svíþjóð sé „full“. Svíþjóðardemókratar eru andsnúnir innflytjendum og flóttamönnum. Åkesson var harðorður í garð tyrkneskra stjórnvalda eftir að hann var handtekinn. Sagði hann að Tyrkland væri land þar sem fólk væri handtekið og yfirheyrt fyrir að dreifa bæklingum sem ríkið hefði ekki veitt blessun sína fyrir. Neyðarástand hefur ríkt á landamærum Grikklands og Tyrklands undanfarna daga eftir að Recep Erdogan, forseti Tyrklands, ákvað að leyfa sýrlenskum flóttamönnum að reyna að komast yfir landamærin til Evrópu. Grísk stjórnvöld hafa brugðist við með því að loka landamærunum, senda liðsauka her- og lögreglumanna þangað og hætta að taka við hælisumsóknum.
Svíþjóð Flóttamenn Tyrkland Grikkland Tengdar fréttir Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09 Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13 Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21 Mest lesið Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Innlent Fleiri fréttir Sigldi á ísjaka á fleygiferð og komst naumlega af Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Þurfa ekki lengur að fara úr skónum í öryggiseftirlitinu Rússar gera umfangsmikla drónaárás á yfir 700 skotmörk Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler 109 látnir og yfir 160 saknað Er Trump að gefast upp á Pútín? Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Náðu myndum af gesti frá annarri stjörnu Harma dauða ráðherrans en tjá sig ekki um hann Sakfelldir fyrir að kveikja í iðnaðarhúsnæði fyrir Wagner-málaliða Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Sjá meira
Telja stjórnvöldum ekki stætt á að senda barnafólk til Grikklands Til stendur að vísa að minnsta kosti fimm barnafjölskyldum aftur til Grikklands vegna þess að þær njóta alþjóðlegrar verndar þar. Rauði krossinn á Íslandi telur óboðlegt að senda flóttafólk til Grikklands í ljósi ástandsins þar um þessar mundir. 4. mars 2020 14:09
Grikkir hættir að taka á móti hælisumsóknum Yfirvöld Grikklands hafa lokað landamærum ríkisins við Tyrkland og eru hætt að taka á mótti hælisumsóknum vegna mikils fjölda flóttafólks sem vill komast frá Tyrklandi til Grikklands. 2. mars 2020 11:13
Tyrkir standa ekki lengur í vegi fyrir flótta til ESB ríkja Tyrknesk yfirvöld segjast ekki ætla lengur að standa í vegi fyrir því að hópar sýrlenskra flóttamanna flýi til landa Evrópusambandsins. 29. febrúar 2020 09:21