Pólverjar kjósa um forseta í póstkosningu Atli Ísleifsson skrifar 7. apríl 2020 11:48 Andrzej Duda tók við embætti forseta Póllands árið 2015. EPA Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar og munu fara fram í næsta mánuði líkt og til stóð. Þingmenn stjórnarflokksins Laga og réttlætis (PiS) tókst í annarri tilraun að ná því í gegnum þingið að forsetakosningar færu fram með póstkosningu. BBC segir frá því að stjórnarandstaðan í landinu telji líklegt að ákvörðunin leiði til þess að líkurnar á endurkjöri forsetans Andrzej Duda aukist á ósanngjarnan máta. Kórónuveiran hefur líkt og annars staðar í álfunni haft mikil áhrif á daglegt líf í Póllandi, en skráð smit í landinu eru nú 4.413 og eru 107 dauðsföll rakin til Covid-19. Samkvæmt ákvörðun þingsins verða engir eiginlegir kjörstaðir og verða kjörseðlar sendir til kjósenda í pósti. Munu kjósendur svo skila útfylltum kjörseðlum í sérstaka kjörkassa sem verður dreift um landið. Fyrri umferð forsetakosninganna í Póllandi fara fram 10. maí næstkomandi og sé þörf á annarri umferð færi hún fram 24. maí með sama fyrirkomulagi. Síðustu árin hafa pólsk stjórnvöld ráðist í róttækar breytingar á dómskerfi landsins og starfsumhverfi fjölmiðla. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti styður Duda til áframhaldandi starfa í embætti forseta. Pólland Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hvetur kjósendur til að sniðganga kosningar Malgorzata Kidawa-Blonska, forsetaframbjóðandi miðjuflokksins Civic Platform í Póllandi, hefur dregið framboð sitt til baka og hvetjur kjósendur til þess að sniðganga kosningarnar þar í landi. 29. mars 2020 19:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Meirihluti pólska þingsins hefur samþykkt að forsetakosningum í landinu verði ekki frestað vegna kórónuveirunnar og munu fara fram í næsta mánuði líkt og til stóð. Þingmenn stjórnarflokksins Laga og réttlætis (PiS) tókst í annarri tilraun að ná því í gegnum þingið að forsetakosningar færu fram með póstkosningu. BBC segir frá því að stjórnarandstaðan í landinu telji líklegt að ákvörðunin leiði til þess að líkurnar á endurkjöri forsetans Andrzej Duda aukist á ósanngjarnan máta. Kórónuveiran hefur líkt og annars staðar í álfunni haft mikil áhrif á daglegt líf í Póllandi, en skráð smit í landinu eru nú 4.413 og eru 107 dauðsföll rakin til Covid-19. Samkvæmt ákvörðun þingsins verða engir eiginlegir kjörstaðir og verða kjörseðlar sendir til kjósenda í pósti. Munu kjósendur svo skila útfylltum kjörseðlum í sérstaka kjörkassa sem verður dreift um landið. Fyrri umferð forsetakosninganna í Póllandi fara fram 10. maí næstkomandi og sé þörf á annarri umferð færi hún fram 24. maí með sama fyrirkomulagi. Síðustu árin hafa pólsk stjórnvöld ráðist í róttækar breytingar á dómskerfi landsins og starfsumhverfi fjölmiðla. Stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti styður Duda til áframhaldandi starfa í embætti forseta.
Pólland Tengdar fréttir Forsetaframbjóðandi hvetur kjósendur til að sniðganga kosningar Malgorzata Kidawa-Blonska, forsetaframbjóðandi miðjuflokksins Civic Platform í Póllandi, hefur dregið framboð sitt til baka og hvetjur kjósendur til þess að sniðganga kosningarnar þar í landi. 29. mars 2020 19:23 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Forsetaframbjóðandi hvetur kjósendur til að sniðganga kosningar Malgorzata Kidawa-Blonska, forsetaframbjóðandi miðjuflokksins Civic Platform í Póllandi, hefur dregið framboð sitt til baka og hvetjur kjósendur til þess að sniðganga kosningarnar þar í landi. 29. mars 2020 19:23