Sambandsráðgjafinn og andlegi vinur minn Covid 19 Friðrik Agni Árnason skrifar 8. apríl 2020 08:00 Ath. að þetta er ekki skrifað til að draga úr alvarleika sjúkdómsins Covid 19 eða gera lítið úr þeim veikindum sem smitaðir einstaklingar upplifa. Þetta er skrifað út frá minni persónulegu reynslu af núverandi aðstæðum og er ætlað að vera upplífgandi fyrir þá sem enn geta hugsað jákvætt. Ég veit að veira getur ekki bjargað sambandi eða bundið mig niður við jörðina eða bjargað mér frá Kulnun… Eða getur hún það kannski bara samt? Veirufaraldur hefur valdið því að fólk er ýmist mikið heima fyrir með sínum allra nánustu, í sóttkví nú eða hreinlega í einangrun ef það smitast. Fólk er allavega ekki mikið utanlands nema það eigi brýnt erindi að sækja þar eða er búsett þar. Við erum heima. Þessi heimavist getur hugsanlega splundrað samböndum sem voru viðkvæm fyrir eða gefið þeim einhverja nánd sem þau vantaði. Í einhverjum tilfellum gæti verið að foreldrar kynnist barninu sínu sem þeim fannst þeir vera búnir að missa tengsl við betur. Aðrir missa vitið við að reyna kljást við sína innri djöfla. Eitt er víst að með takmörkuðum félagslegum samkomum í opinberum og almennum rýmum þá erum við núna þvinguð til baka í okkar innsta kjarna, bókstaflega. Hér hljóta samt að vera tækifæri líka. Mín persónulega reynsla af Covid 19 hingað til er þessi: Almennt séð er ég týpan sem er alltaf að og ég hef skrifað um það áður mjög opinskátt hvernig ég fann fyrir einkennum Kulnunar. Ég ætla ekki að verða henni að bráð og er meðvitaður um það þegar ég er kominn í yfirsnúning. En staðan í dag er ótrúlega andstæðukennd. Það togast á í báðar áttir, allavega hjá mér. Ég er annarsvegar mun slakari og tengdari makanum mínum en á sama tíma með samviskubit yfir að vera ekki að gera nægilega mikið. Þetta ástand reynir einnig á skapandi geirann og þeir sem tilheyra honum standa í ströngu nú í að vera með sniðugar lausnir í miðlun menningar- og afþreyingarefnis. Ég finn ákveðna pressu í þessu samhengi og fyllist eiginlega smá kvíða samtímis því um leið og ég fæ eina hugmynd þá fæ ég aðra og á sama tíma hef ég enga orku til að fylgja hugmyndunum eftir akkúrat núna. Svo minni ég sjálfan mig á: Þú ert líka í starfi - hver er að setja pressuna á að þú VERÐIR að gera svona mikið annað? Er fólk að bíða með öndina í hálsinum eftir einhverju frá þér? Svarið er auðvitað bara að ég er með svipuna á sjálfum mér og þessi hugsun er orsökin af því að ég fann fyrir Kulnun fyrir einhverjum mánuðum. Það er enginn að skipa öðrum að vera gera 100 hluti í einu. Það sem gerir þennan heimavistartíma að svona góðu verkfæri gegn Kulnuninni er að það er eins og það hafi hægst á öllu hér heima fyrir og í samfélaginu sem hálfpartinn þvingar mig til að setjast bara niður og segja sjálfum mér: Það er tími og svigrúm fyrir allt. Það er nóg að bara vera núna. Gera bara það sem ég finn að ég hef orku í og löngun til. Það er ekkert sem ég ÞARF að gera nema þá hluti sem ég bókstaflega ÞARF að gera. Allt annað eru hugmyndir sem munu fá sinn hljómgrunn og framvindu í mínu lífi einhverntímann ef því var ætlað að verða að einhverju. Ég og maðurinn minn höfum báðir fært vinnustöðvar okkar heim í kotið vegna samkomubannsins. Við erum einir af þeim sem hafa þau forréttindi í rauninni að geta það - það er nú alls ekki sjálfgefið. Við höldum í ákveðið daglegt mynstur svo að við dettum ekki í þá gryfju að sofa lengur og slæpast. Við teygjum sameiginlega morgunstund lengur en vanalega á virkum dögum. Þetta er stund sem við hingað til fáum einungis um helgar og ekki einu sinni hverja helgi. Svo fer ég í annan hluta heimilisins og loka að mér - þá er ég mættur á skrifstofuna. Við hittumst í hádeginu og borðum saman og förum út að ganga. Eftir það heldur vinnan áfram þangað til síðdegis þegar við stundum heimaræktina saman. Þessi mikla samvera eykur nánd og nándin minnir okkur á ástina hvor fyrir öðrum og þessi áminning leiðir líka af sér reglulegra kynlíf. Að sjálfsögðu búum við við þannig aðstæður að þetta er allt saman mögulegt þar sem við erum jú, barnlausir. Þess vegna verðum við líka að nýta aðstæðurnar og tækifærið sem nú hefur skapast. Það hafa verið erfiðir tímar í okkar hjónabandi og það er orðið deginum ljósara að margt af erfiðleikunum sem við áttum stafaði af samskipta- og samveruleysi. Nú þegar heilu sólarhringarnir snúast í kringum bara okkur eina er engin undankomuleið. En ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ef vandamálin eru alvarlegri eða annars eðlis að þá er ekki nóg og kannski bara alls ekki gott fyrir sambandið að eyða svona miklum tíma saman. Hins vegar gæti heimavistin reynst sem ráðgjöf og/eða uppgjör fyrir sambönd sem voru í þann mund að renna sitt skeið hvort sem var. Í samverunni og félagslegu lægðinni má nefnilega líka gera upp samskiptin í ró og næði. Kannski vantaði þögnina í daglega amstrinu til að virkilega tala saman og skilja af hverju sambandið var ekki að ganga lengur? Meiningin mín er sú að þessi mikla „þvingaða” samvera getur leitt af sér einhverskonar frelsun og sátt sama í hvaða formi. Ég segi þess vegna að faraldurinn hafi í farteskinu sínu allskonar áminningar fyrir okkur. Áminningu um ástina, áminningu um að anda, áminningu um hve mikilvægt það er að veita hvert öðru athygli og eiga samskipti hvert við annað. Með öllum áskorunum koma lausnir og það er okkar áskorun núna að vera skapandi í hugsun. Hvort sem það er í starfi eða í persónulega lífinu. Kórónaveiran hefur því að ákveðnu leyti reynst vera sambandsráðgjafi fyrir mig og andlegur vinur sem minnir mig á að ég má horfa á Netflix heilt kvöld og ég má vera eirðarlaus, orkulaus og bara vera heima hjá mér að dunda mér. Því þarf ekki alltaf að fylgja einhver framkvæmd eða útkoma heldur bara verið fyrir mig að njóta. Það þarf ekki alltaf að vera HUGSUN - HUGMYND - FRAMKVÆMD eins og gæti verið slógan einhverrar auglýsingastofu. Við mannfólk erum ekki fyrirtæki eða vél. Það má líka bara vera HUGSUN - HUGMYND - MELTA / NJÓTA / SJÁ TIL. Hvað er það versta sem gæti gerst? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Sjá meira
Ath. að þetta er ekki skrifað til að draga úr alvarleika sjúkdómsins Covid 19 eða gera lítið úr þeim veikindum sem smitaðir einstaklingar upplifa. Þetta er skrifað út frá minni persónulegu reynslu af núverandi aðstæðum og er ætlað að vera upplífgandi fyrir þá sem enn geta hugsað jákvætt. Ég veit að veira getur ekki bjargað sambandi eða bundið mig niður við jörðina eða bjargað mér frá Kulnun… Eða getur hún það kannski bara samt? Veirufaraldur hefur valdið því að fólk er ýmist mikið heima fyrir með sínum allra nánustu, í sóttkví nú eða hreinlega í einangrun ef það smitast. Fólk er allavega ekki mikið utanlands nema það eigi brýnt erindi að sækja þar eða er búsett þar. Við erum heima. Þessi heimavist getur hugsanlega splundrað samböndum sem voru viðkvæm fyrir eða gefið þeim einhverja nánd sem þau vantaði. Í einhverjum tilfellum gæti verið að foreldrar kynnist barninu sínu sem þeim fannst þeir vera búnir að missa tengsl við betur. Aðrir missa vitið við að reyna kljást við sína innri djöfla. Eitt er víst að með takmörkuðum félagslegum samkomum í opinberum og almennum rýmum þá erum við núna þvinguð til baka í okkar innsta kjarna, bókstaflega. Hér hljóta samt að vera tækifæri líka. Mín persónulega reynsla af Covid 19 hingað til er þessi: Almennt séð er ég týpan sem er alltaf að og ég hef skrifað um það áður mjög opinskátt hvernig ég fann fyrir einkennum Kulnunar. Ég ætla ekki að verða henni að bráð og er meðvitaður um það þegar ég er kominn í yfirsnúning. En staðan í dag er ótrúlega andstæðukennd. Það togast á í báðar áttir, allavega hjá mér. Ég er annarsvegar mun slakari og tengdari makanum mínum en á sama tíma með samviskubit yfir að vera ekki að gera nægilega mikið. Þetta ástand reynir einnig á skapandi geirann og þeir sem tilheyra honum standa í ströngu nú í að vera með sniðugar lausnir í miðlun menningar- og afþreyingarefnis. Ég finn ákveðna pressu í þessu samhengi og fyllist eiginlega smá kvíða samtímis því um leið og ég fæ eina hugmynd þá fæ ég aðra og á sama tíma hef ég enga orku til að fylgja hugmyndunum eftir akkúrat núna. Svo minni ég sjálfan mig á: Þú ert líka í starfi - hver er að setja pressuna á að þú VERÐIR að gera svona mikið annað? Er fólk að bíða með öndina í hálsinum eftir einhverju frá þér? Svarið er auðvitað bara að ég er með svipuna á sjálfum mér og þessi hugsun er orsökin af því að ég fann fyrir Kulnun fyrir einhverjum mánuðum. Það er enginn að skipa öðrum að vera gera 100 hluti í einu. Það sem gerir þennan heimavistartíma að svona góðu verkfæri gegn Kulnuninni er að það er eins og það hafi hægst á öllu hér heima fyrir og í samfélaginu sem hálfpartinn þvingar mig til að setjast bara niður og segja sjálfum mér: Það er tími og svigrúm fyrir allt. Það er nóg að bara vera núna. Gera bara það sem ég finn að ég hef orku í og löngun til. Það er ekkert sem ég ÞARF að gera nema þá hluti sem ég bókstaflega ÞARF að gera. Allt annað eru hugmyndir sem munu fá sinn hljómgrunn og framvindu í mínu lífi einhverntímann ef því var ætlað að verða að einhverju. Ég og maðurinn minn höfum báðir fært vinnustöðvar okkar heim í kotið vegna samkomubannsins. Við erum einir af þeim sem hafa þau forréttindi í rauninni að geta það - það er nú alls ekki sjálfgefið. Við höldum í ákveðið daglegt mynstur svo að við dettum ekki í þá gryfju að sofa lengur og slæpast. Við teygjum sameiginlega morgunstund lengur en vanalega á virkum dögum. Þetta er stund sem við hingað til fáum einungis um helgar og ekki einu sinni hverja helgi. Svo fer ég í annan hluta heimilisins og loka að mér - þá er ég mættur á skrifstofuna. Við hittumst í hádeginu og borðum saman og förum út að ganga. Eftir það heldur vinnan áfram þangað til síðdegis þegar við stundum heimaræktina saman. Þessi mikla samvera eykur nánd og nándin minnir okkur á ástina hvor fyrir öðrum og þessi áminning leiðir líka af sér reglulegra kynlíf. Að sjálfsögðu búum við við þannig aðstæður að þetta er allt saman mögulegt þar sem við erum jú, barnlausir. Þess vegna verðum við líka að nýta aðstæðurnar og tækifærið sem nú hefur skapast. Það hafa verið erfiðir tímar í okkar hjónabandi og það er orðið deginum ljósara að margt af erfiðleikunum sem við áttum stafaði af samskipta- og samveruleysi. Nú þegar heilu sólarhringarnir snúast í kringum bara okkur eina er engin undankomuleið. En ég geri mér fullkomlega grein fyrir því að ef vandamálin eru alvarlegri eða annars eðlis að þá er ekki nóg og kannski bara alls ekki gott fyrir sambandið að eyða svona miklum tíma saman. Hins vegar gæti heimavistin reynst sem ráðgjöf og/eða uppgjör fyrir sambönd sem voru í þann mund að renna sitt skeið hvort sem var. Í samverunni og félagslegu lægðinni má nefnilega líka gera upp samskiptin í ró og næði. Kannski vantaði þögnina í daglega amstrinu til að virkilega tala saman og skilja af hverju sambandið var ekki að ganga lengur? Meiningin mín er sú að þessi mikla „þvingaða” samvera getur leitt af sér einhverskonar frelsun og sátt sama í hvaða formi. Ég segi þess vegna að faraldurinn hafi í farteskinu sínu allskonar áminningar fyrir okkur. Áminningu um ástina, áminningu um að anda, áminningu um hve mikilvægt það er að veita hvert öðru athygli og eiga samskipti hvert við annað. Með öllum áskorunum koma lausnir og það er okkar áskorun núna að vera skapandi í hugsun. Hvort sem það er í starfi eða í persónulega lífinu. Kórónaveiran hefur því að ákveðnu leyti reynst vera sambandsráðgjafi fyrir mig og andlegur vinur sem minnir mig á að ég má horfa á Netflix heilt kvöld og ég má vera eirðarlaus, orkulaus og bara vera heima hjá mér að dunda mér. Því þarf ekki alltaf að fylgja einhver framkvæmd eða útkoma heldur bara verið fyrir mig að njóta. Það þarf ekki alltaf að vera HUGSUN - HUGMYND - FRAMKVÆMD eins og gæti verið slógan einhverrar auglýsingastofu. Við mannfólk erum ekki fyrirtæki eða vél. Það má líka bara vera HUGSUN - HUGMYND - MELTA / NJÓTA / SJÁ TIL. Hvað er það versta sem gæti gerst? Höfundur er fjöllistamaður, skemmtikraftur og veislustjóri.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar