Segir Borgarleikhúsið nýta langsóttan lagabókstaf til að brjóta á réttindum starfsfólks Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. maí 2020 19:30 Sautján starfsmenn Borgarleikhússins hafa leitað til VR þar sem þeir fengu ekki greidd laun fyrir aprílmánuð. Formaður VR ætlar með málið fyrir dómstóla greiði leikhúsið starfsmönnunum ekki launin. Starfsmennirnir eru í minna en 45% starfshlutfalli og falla því ekki undir hlutabótaleið stjórnvalda. „Stjórnendur Borgarleikhússins taka þá ákvörðun að henda þessu starfsfólki út og segja því að fara á atvinnuleysisbætur án þess að greiða því laun um mánaðarmótin. Þetta er líklega með því ógeðfelldara sem ég hef orðið vitni af í mínu starfi sem formaður VR,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar segir að VR hafi ítrekað reynt að ná sambandi við stjórnendur Borgarleikhússins án árangurs „Þau virðast ætla að standa fast á þessu og koma fram með svo ógeðfelldum hætti sem raun ber vitni. Horfa á þetta starfsfólk, starfsfólkiðá gólfinu sem skítugar gólftuskur og henda þeim út,“sagði Ragnar. Félagið ætli með málið fyrir dómstóla greiði Borgarleikhúsið starfsmönnum ekki launin. Borgarleikhúsið.vísir/stefán Forsvarsmenn Borgarleikhússins höfnuðu viðtali við fréttastofu en sendu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að leikhúsið hafi verið tekjulaust og útlit sé fyrir að svo verði áfram. Fyrirtækið sé nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrámeð vísan til 3. gr. laga um rétt verkafólks til uppsagnarfest frástörfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. „Þetta ákvæði á að sjálfsögðu ekki við. Þarna á að nota mjög langsóttan gamlan lagabókstaf til að brjóta mjög svívirðilega á réttindum og kjörum þessa hóps sem um ræðir í Borgarleikhúsinu,“sagði Ragnar. Leikhús Menning Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Forsvarsmenn leikhússins vísa til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða „force majeure.“ Þau segja engin önnur úrræði stjórnvalda hafa staðið til boða. 14. maí 2020 17:11 Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“ 14. maí 2020 13:47 Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Sautján starfsmenn Borgarleikhússins hafa leitað til VR þar sem þeir fengu ekki greidd laun fyrir aprílmánuð. Formaður VR ætlar með málið fyrir dómstóla greiði leikhúsið starfsmönnunum ekki launin. Starfsmennirnir eru í minna en 45% starfshlutfalli og falla því ekki undir hlutabótaleið stjórnvalda. „Stjórnendur Borgarleikhússins taka þá ákvörðun að henda þessu starfsfólki út og segja því að fara á atvinnuleysisbætur án þess að greiða því laun um mánaðarmótin. Þetta er líklega með því ógeðfelldara sem ég hef orðið vitni af í mínu starfi sem formaður VR,“ sagði Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Ragnar segir að VR hafi ítrekað reynt að ná sambandi við stjórnendur Borgarleikhússins án árangurs „Þau virðast ætla að standa fast á þessu og koma fram með svo ógeðfelldum hætti sem raun ber vitni. Horfa á þetta starfsfólk, starfsfólkiðá gólfinu sem skítugar gólftuskur og henda þeim út,“sagði Ragnar. Félagið ætli með málið fyrir dómstóla greiði Borgarleikhúsið starfsmönnum ekki launin. Borgarleikhúsið.vísir/stefán Forsvarsmenn Borgarleikhússins höfnuðu viðtali við fréttastofu en sendu frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að leikhúsið hafi verið tekjulaust og útlit sé fyrir að svo verði áfram. Fyrirtækið sé nauðbeygt til að fella umrædda starfsmenn tímabundið af launaskrámeð vísan til 3. gr. laga um rétt verkafólks til uppsagnarfest frástörfum og til launa vegna sjúkdóms- og slysaforfalla. „Þetta ákvæði á að sjálfsögðu ekki við. Þarna á að nota mjög langsóttan gamlan lagabókstaf til að brjóta mjög svívirðilega á réttindum og kjörum þessa hóps sem um ræðir í Borgarleikhúsinu,“sagði Ragnar.
Leikhús Menning Kjaramál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Vinnumarkaður Tengdar fréttir Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Forsvarsmenn leikhússins vísa til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða „force majeure.“ Þau segja engin önnur úrræði stjórnvalda hafa staðið til boða. 14. maí 2020 17:11 Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“ 14. maí 2020 13:47 Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41 Mest lesið Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Innlent Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Innlent Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Innlent Umferðarslys á Breiðholtsbraut Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Borgarleikhúsið segist nauðbeygt til þess að taka starfsmenn af launaskrá Forsvarsmenn leikhússins vísa til ákvæða í lögum nr. 19/1979 um ófyrirsjáanleg áföll fyrirtækja, eða „force majeure.“ Þau segja engin önnur úrræði stjórnvalda hafa staðið til boða. 14. maí 2020 17:11
Bjóst við svona hegðun frá „harðsvíruðum glæpamönnum og kapítalistum“ en ekki Borgarleikhúsinu Formaður VR segir framkomu Borgarleikhússins í garð starfsmanna í hlutastarfi, sem hann segir hafa verið hlunnfarna um laun í aprílmánuði, „viðbjóðslega“ 14. maí 2020 13:47
Krefjast þess að Borgarleikhúsið greiði laun tafarlaust Stjórn VR krefst þess að Borgarleikhúsið greiði starfsmönnum sínum í undir 45% starfshlutfalli tafarlaust umsamin laun samkvæmt ákvæðum gildandi kjarasamninga. 14. maí 2020 12:41