Varar fórnarlömb veirunnar við því að fagna of snemma Eiður Þór Árnason skrifar 8. apríl 2020 11:23 Helgi Jóhannesson veiktist ekki alvarlega af sjúkdómnum en segir veikindin þó hafa verið erfið. Vísir/vilhelm Helgi Jóhannesson lögfræðingur varar fólk eindregið við því að sýkjast af kórónuveirunni og hvetur alla til þess að fara varlega. Mikilvægt sé að þeir sem sýkist hafi í huga að bataferlið sé langhlaup. Helgi veiktist af kórónuveirunni fyrir þremur vikum og var útskrifaður núna um helgina. Þrátt fyrir það sé nokkuð í það að hann nái aftur fullri heilsu. „Ég var alveg hálfan mánuð hundveikur og núna er ég búinn að vera í viku á hálfu gasi,“ sagði Helgi í morgunþættinum Bítinu í dag. „Þó þú fáir símtal frá Landspítalanum um að þú sért útskrifaður Covid-sjúklingur og kominn í þessa statistík að vera læknaður þá er maður rosa brothættur. Maður þarf að fara rosa varlega og maður finnur strax ef maður gerir eitthvað að maður þarf að passa sig. Því manni slær niður og fær kannski hita bara af því að gera eitthvað örlítið.“ Sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Helgi segir að hann hafi ekki verið lengi að finna fyrir þessu á eigin skinni. „Ég fékk útskriftarsímtal á laugardaginn og fór svo í örlítinn göngutúr daginn eftir sem var samt innan þeirra marka sem mér var leyft. Það var ekki merkilegur göngutúr, það var bara á jafnsléttu, ganga með vinum í Elliðárdalnum og ég fann fyrir því. Þannig að ég fer enn varlegar núna.“ Sjá einnig: Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Að hans sögn voru það mikil vonbrigði að fá þetta bakslag. „En sem betur fer var þetta ekki nema einn dagur og ég er búinn að vera góður síðan og er passa mig bara enn betur.“ Minnti á óvenjulanga flensu og háfjallaveiki Helgi veiktist ekki alvarlega af sjúkdómnum en segir veikindin þó hafa verið erfið. „Ég fékk meira svona flensueinkenni og beinverki og svoleiðis ónot, hita en sem betur fer ekki þessi alvarlegu lungnaeinkenni.“ Að einhverju leyti sé hægt að bera veikindin saman við hefðbundnari flensu þó einkennin hafi varið mun lengur en hann er vanur. „Það sem var óvenjulegt við þetta var það að maður var alltaf að halda að manni væri að batna. Maður var orðinn hitalaus og bara orðinn góður fannst manni og svo var maður kannski kominn aftur á byrjunarreit daginn eftir.“ Stundum hafi einkenni jafnvel minnt þennan vana fjallgöngumann á háfjallaveiki. „Þetta er stundum svipuð líðan eins og maður sé í mikilli hæð á fjalli.“ Getur ekki rokið upp á fjall eins og hann er vanur Helgi segir að allir læknar sem hann hafi rætt við um sjúkdóminn tali um þetta sem langhlaup. „Mín skilaboð eru þau að þeir sem eru með þetta í guðanna bænum ekki reikna með að þetta sé búið þó þið haldið það, vegna þess að þetta er langvinnt og þetta er langhlaup.“ Þrátt fyrir öll þessi átök þá líði honum mjög vel í dag. „Ég er ekki eins og ég var fyrir veikindin, ég get ekki rokið af stað núna og hlaupið hérna upp á fjöll. Ég bara fer mér hægt og ætla að gera það áfram og taka þetta bara í einhverjum barnaskrefum.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Þrátt fyrir að vera laus við hana leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. 7. apríl 2020 10:36 Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Helgi Jóhannesson lögfræðingur varar fólk eindregið við því að sýkjast af kórónuveirunni og hvetur alla til þess að fara varlega. Mikilvægt sé að þeir sem sýkist hafi í huga að bataferlið sé langhlaup. Helgi veiktist af kórónuveirunni fyrir þremur vikum og var útskrifaður núna um helgina. Þrátt fyrir það sé nokkuð í það að hann nái aftur fullri heilsu. „Ég var alveg hálfan mánuð hundveikur og núna er ég búinn að vera í viku á hálfu gasi,“ sagði Helgi í morgunþættinum Bítinu í dag. „Þó þú fáir símtal frá Landspítalanum um að þú sért útskrifaður Covid-sjúklingur og kominn í þessa statistík að vera læknaður þá er maður rosa brothættur. Maður þarf að fara rosa varlega og maður finnur strax ef maður gerir eitthvað að maður þarf að passa sig. Því manni slær niður og fær kannski hita bara af því að gera eitthvað örlítið.“ Sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Helgi segir að hann hafi ekki verið lengi að finna fyrir þessu á eigin skinni. „Ég fékk útskriftarsímtal á laugardaginn og fór svo í örlítinn göngutúr daginn eftir sem var samt innan þeirra marka sem mér var leyft. Það var ekki merkilegur göngutúr, það var bara á jafnsléttu, ganga með vinum í Elliðárdalnum og ég fann fyrir því. Þannig að ég fer enn varlegar núna.“ Sjá einnig: Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Að hans sögn voru það mikil vonbrigði að fá þetta bakslag. „En sem betur fer var þetta ekki nema einn dagur og ég er búinn að vera góður síðan og er passa mig bara enn betur.“ Minnti á óvenjulanga flensu og háfjallaveiki Helgi veiktist ekki alvarlega af sjúkdómnum en segir veikindin þó hafa verið erfið. „Ég fékk meira svona flensueinkenni og beinverki og svoleiðis ónot, hita en sem betur fer ekki þessi alvarlegu lungnaeinkenni.“ Að einhverju leyti sé hægt að bera veikindin saman við hefðbundnari flensu þó einkennin hafi varið mun lengur en hann er vanur. „Það sem var óvenjulegt við þetta var það að maður var alltaf að halda að manni væri að batna. Maður var orðinn hitalaus og bara orðinn góður fannst manni og svo var maður kannski kominn aftur á byrjunarreit daginn eftir.“ Stundum hafi einkenni jafnvel minnt þennan vana fjallgöngumann á háfjallaveiki. „Þetta er stundum svipuð líðan eins og maður sé í mikilli hæð á fjalli.“ Getur ekki rokið upp á fjall eins og hann er vanur Helgi segir að allir læknar sem hann hafi rætt við um sjúkdóminn tali um þetta sem langhlaup. „Mín skilaboð eru þau að þeir sem eru með þetta í guðanna bænum ekki reikna með að þetta sé búið þó þið haldið það, vegna þess að þetta er langvinnt og þetta er langhlaup.“ Þrátt fyrir öll þessi átök þá líði honum mjög vel í dag. „Ég er ekki eins og ég var fyrir veikindin, ég get ekki rokið af stað núna og hlaupið hérna upp á fjöll. Ég bara fer mér hægt og ætla að gera það áfram og taka þetta bara í einhverjum barnaskrefum.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Þrátt fyrir að vera laus við hana leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. 7. apríl 2020 10:36 Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Halla og Björn halda til Svíþjóðar Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Strandveiðar hafnar og óvissa í kvikmyndagerð Sjá meira
Var laus við veiruna en sló niður eftir ferð í Elliðárdalinn Andrea Sigurðardóttir viðskiptafræðingur var sigri hrósandi þegar hún taldi sig loks hafa unnið orustuna við hina illvígu kórónuveiru. Þrátt fyrir að vera laus við hana leið þó ekki á löngu þangað til að hún fann fyrir snörpum eftirköstum. 7. apríl 2020 10:36
Sjö í sömu fjölskyldu smituð þar af hjartveik kona og níu mánaða barn Óhætt er að segja að kórónuveiran hafi komið með látum inn í líf reykvískrar fjölskyldu á dögunum þegar sjö fjölskyldumeðlimir reyndust sýktir af veirunni. Þar á meðal er níu mánaða gamalt barn, ein barnshafandi, hjartveik kona og astmasjúklingur. 26. mars 2020 10:00
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent