Búrhvalur í stöðuvatni við vestanverðan Þistilfjörð Kristján Már Unnarsson skrifar 8. apríl 2020 12:31 Hvalurinn í Kollavíkurvatni skammt undan bænum Borgum. Mynd/Vigdís Sigurðardóttir, Borgum. Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni: Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira
Hræ af stórhveli hefur sést mara í hálfu kafi við Þistilfjörð síðustu sólarhringa. Hið óvenjulega er að hvalurinn er í Kollavíkurvatni, stöðuvatni sem gengur inn af vestanverðum Þistilfirði, en mjór malarkambur skilur vatnið frá sjónum. Vigdís Sigurðardóttir, bóndi í Borgum, sem tók meðfylgjandi myndir af hvalnum, segist fyrst hafa séð hann á reki í Kollavíkurvatni í fyrradag og hafi hann þá verið dauður. Hún myndaði hann fyrst um tvöleytið á mánudag, en þá var þoka og lélegt skyggni. Hún myndaði hann svo aftur um fjögurleytið sama dag en þá hafði hann rekið nær bænum í Borgum og maraði þar við land. Vigdís bóndi í Borgum náði fyrst þessari mynd af hvalnum á mánudag en þá var þoka og lélegt skyggni.Mynd/Vigdís Sigurðardóttir. Vigdís segir þetta stærðarinnar hval en kveðst ekki þekkja tegundina. Gísli Víkingsson, hvalasérfræðingur Hafrannsóknastofnunar, sem skoðaði myndirnar, er hins vegar viss: „Þetta er búrhvalur.“ Vigdís segir að í morgun hafi hvalshræið sést við Mölina, en svo er sjávarkamburinn kallaður. Hún kvaðst vona að hann ræki aftur út um rennuna, sem myndaðist í illviðri í desember, en Stöð 2 greindi frá því í vetur að stórt skarð hefði þá rofnað í sjávarkambinn. Sjá nánar hér: Illviðrið breytti stöðuvatni við Þistilfjörð í brimsalt sjávarlón Frá Kollavík og Kollavíkurvatni. Bærinn Borgir og Viðarfjall til hægri. Fjær sést yfir Þistilfjörð í Gunnólfsvíkurfjall og Þórshöfn. Fyrir miðri mynd sést hvernig malarkamburinn skilur stöðuvatnið frá sjónum.Mynd/Álfhildur Eiríksdóttir. Þá vaknaði sú spurning hvort Kollavíkurvatn teldist ekki lengur stöðuvatn heldur hefði breyst í sjávarlón. Vigdís kvaðst þó í morgun enn líta á það sem stöðuvatn, rennan sem myndaðist í vetur hefði verið að breytast á undanförnum vikum, en það myndi skýrast með tíð og tíma hvernig það þróaðist. Búrhvalur er stærsti tannhvalurinn og telst þannig stærsta rándýr jarðar. Á wikipedia má lesa að tarfar geti náð 15-20 metra lengd og eru 45 til 57 tonn á þyngd. Kýrnar verði 11-13 metra langar og geti orðið um 20 tonn á þyngd. Hér má sjá frétt Stöðvar 2 í janúar um breytinguna á Kollavíkurvatni:
Óveður 10. og 11. desember 2019 Svalbarðshreppur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Innlent Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Innlent Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Innlent Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Innlent Kjölur ekki á dagskrá Innlent Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Innlent Fleiri fréttir Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður Sjá meira