Lygileg saga af því þegar Jóhann Jóhannsson aðstoðaði Pál Óskar við lagið Stanslaust stuð Stefán Árni Pálsson skrifar 9. apríl 2020 12:30 Páll Óskar og Jóhann Jóhannsson heitinn tóku ákvörðun um að gera lag saman sumarið 1993 og það í New York. „Ég mæti til New York og er ekki búinn að vera þar lengi þegar ég labba inn á minn fyrsta dragklúbb. Þá er ég og Maríus, vinur minn, búnir að vera gera dragshow hér á Íslandi á stað sem hét Moulin Rouge við Hlemm og alveg galið dragtímabil þar að baki. Ég arka inn á klúbb sem hét Crow Bar sem var mekka dragsins í New York þarna sumarið 1993,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í löngu tveggja tíma viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann söguna hvernig lagið Stanslaust stuð var til. „Ég fer þarna í prufu og fæ djobb og treð þarna upp í einhverjar fjórar helgar í röð. Í einum af labbitúrunum mínum þarna í East Village voru staddir Óttarr Proppé og Björn Blöndal sem voru í rokkhljómsveitinni Ham og Ham var að túra í New York á þessum tíma þetta sumarið og akkúrat á sama tíma og ég var þarna. Sagan segir að Óttarr Proppé hafi bent yfir götuna og bent á mig og sagt, er þetta ekki Páll Óskar? Og Björn Böndal hafi þá svarað. Það er alveg sama hver þetta er, þetta er örugglega kynvillingur,“ segir Páll sem náði að hitta þá félaga síðar og skellti sér á tónleika. „Ég varð algjör grúppía á þeim giggum sem þeir tóku þarna og við náðum að ræða saman. Ég og Jóhann Jóhannsson heitinn sem seinna meir vann Golden Globe verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir sína sköpun í kvikmyndum og hitti líka Sigurjón Kjartansson. Ég og Jói tókum mjög góðan fund á einhverjum vampírubar. Þar var bara tekin ákvörðun um að við myndum taka upp plötu,“ segir Páll en Jóhann lét hann hafa grunn að lagi og bað hann um að semja laglínu og texta við lagið. Palli gerði það og úr varð lagið Stanslaust stuð sem er eitt vinsælasta lag popparans sem varð fimmtugur á dögunum. Hlusta má á viðtalið við Pál Óskar í heild sinni hér að neðan. Tónlist Tímamót Einu sinni var... Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira
„Ég mæti til New York og er ekki búinn að vera þar lengi þegar ég labba inn á minn fyrsta dragklúbb. Þá er ég og Maríus, vinur minn, búnir að vera gera dragshow hér á Íslandi á stað sem hét Moulin Rouge við Hlemm og alveg galið dragtímabil þar að baki. Ég arka inn á klúbb sem hét Crow Bar sem var mekka dragsins í New York þarna sumarið 1993,“ segir Páll Óskar Hjálmtýsson í löngu tveggja tíma viðtali við Ívar Guðmundsson á Bylgjunni í morgun. Þar sagði hann söguna hvernig lagið Stanslaust stuð var til. „Ég fer þarna í prufu og fæ djobb og treð þarna upp í einhverjar fjórar helgar í röð. Í einum af labbitúrunum mínum þarna í East Village voru staddir Óttarr Proppé og Björn Blöndal sem voru í rokkhljómsveitinni Ham og Ham var að túra í New York á þessum tíma þetta sumarið og akkúrat á sama tíma og ég var þarna. Sagan segir að Óttarr Proppé hafi bent yfir götuna og bent á mig og sagt, er þetta ekki Páll Óskar? Og Björn Böndal hafi þá svarað. Það er alveg sama hver þetta er, þetta er örugglega kynvillingur,“ segir Páll sem náði að hitta þá félaga síðar og skellti sér á tónleika. „Ég varð algjör grúppía á þeim giggum sem þeir tóku þarna og við náðum að ræða saman. Ég og Jóhann Jóhannsson heitinn sem seinna meir vann Golden Globe verðlaun og var tilnefndur til Óskarsins fyrir sína sköpun í kvikmyndum og hitti líka Sigurjón Kjartansson. Ég og Jói tókum mjög góðan fund á einhverjum vampírubar. Þar var bara tekin ákvörðun um að við myndum taka upp plötu,“ segir Páll en Jóhann lét hann hafa grunn að lagi og bað hann um að semja laglínu og texta við lagið. Palli gerði það og úr varð lagið Stanslaust stuð sem er eitt vinsælasta lag popparans sem varð fimmtugur á dögunum. Hlusta má á viðtalið við Pál Óskar í heild sinni hér að neðan.
Tónlist Tímamót Einu sinni var... Mest lesið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe Lífið Stjörnulífið: Ár gellunnar Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Lífið Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Lífið Fleiri fréttir Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Snorri Másson leggi hornin á hilluna Tónlistarpar fékk draumaprins í síðbúna jólagjöf Sonurinn kominn með nafn Sjá meira