Þingmaður afsalar sér formennsku vegna rannsóknar á innherjasvikum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 18:42 Richard Burr, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu, og fráfarandi formaður leyniþjónustunefndar deildarinnar. Hann var einn þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn lögum sem bönnuðu þingmönnum að stunda innherjasviðskipti á grundvelli upplýsinga sem þeir fá í embætti árið 2012. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins ætlar að stíga til hliðar sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á hlutabréfaviðskiptum hans um það leyti sem markaðir hrundu vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili Richards Burr, formanns leyniþjónustunefndarinnar, og lögðu hald á síma hans í gær. Leitin tengist rannsókn FBI á hvort að Burr hafi framið innherjasvik með hlutabréfaviðskiptum á sama tíma og hann fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af kórónuveirunni í vetur. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að Burr hafi tilkynnt sér í morgun um ákvörðun sína um að víkja sem formaður leyniþjónustunefndarinnar á meðan rannsóknin er í gangi eftir morgundaginn. Leyniþjónustunefndin hefur meðal annars eftirlit með störfum FBI. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, er einnig sögð hafa verið yfirheyrð vegna verðbréfaviðskipta eiginmanns hennar á sama tímabili og Burr átti sín viðskipti. Þau hjónin seldu hlutabréf fyrir á bilinu 1,5-6 milljónir dollara frá 31. janúar til 18. febrúar. Það er nær alfarið í höndum McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, hver tekur við af Burr. Nöfn James E. Risch frá Idaho og Marco Rubio frá Flórída hafa verið nefnd í því samhengi en hvorugur þeirra vildi tjá sig við Washington Post. Burr hefur, ólíkt mörgum öðrum kollegum sínum í Repúblikanaflokknum, reynt að forðast að taka þátt í tilraunum Donalds Trump forseta til þess að koma óorði á leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og gera þær að pólitísku bitbeini. Fyrir vikið hafa samskipti Burr og Trump á köflum verið stirð, að sögn Washington Post. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59 Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02 Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins ætlar að stíga til hliðar sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á hlutabréfaviðskiptum hans um það leyti sem markaðir hrundu vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili Richards Burr, formanns leyniþjónustunefndarinnar, og lögðu hald á síma hans í gær. Leitin tengist rannsókn FBI á hvort að Burr hafi framið innherjasvik með hlutabréfaviðskiptum á sama tíma og hann fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af kórónuveirunni í vetur. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að Burr hafi tilkynnt sér í morgun um ákvörðun sína um að víkja sem formaður leyniþjónustunefndarinnar á meðan rannsóknin er í gangi eftir morgundaginn. Leyniþjónustunefndin hefur meðal annars eftirlit með störfum FBI. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, er einnig sögð hafa verið yfirheyrð vegna verðbréfaviðskipta eiginmanns hennar á sama tímabili og Burr átti sín viðskipti. Þau hjónin seldu hlutabréf fyrir á bilinu 1,5-6 milljónir dollara frá 31. janúar til 18. febrúar. Það er nær alfarið í höndum McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, hver tekur við af Burr. Nöfn James E. Risch frá Idaho og Marco Rubio frá Flórída hafa verið nefnd í því samhengi en hvorugur þeirra vildi tjá sig við Washington Post. Burr hefur, ólíkt mörgum öðrum kollegum sínum í Repúblikanaflokknum, reynt að forðast að taka þátt í tilraunum Donalds Trump forseta til þess að koma óorði á leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og gera þær að pólitísku bitbeini. Fyrir vikið hafa samskipti Burr og Trump á köflum verið stirð, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59 Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02 Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Innlent Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Fréttir Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Erlent Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Innlent Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Erlent Fer hörðum orðum um „óveðursskýið“ Jóhann Pál Innlent „Dökk að utan en mjólkurhvít að innan“ Innlent Fleiri fréttir Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sár yfir Nóbelnum og rak Modi í faðm Xi Ísland enn friðsælast í sífellt versnandi heimi Ætla að hægja á eða stöðva flæði neyðaraðstoðar Skipagöng ólíklegri eftir að tilboð reyndust of há Maður talinn af eftir jarðfall Reynir að taka fleiri spil úr stokki þingsins Hleypa fulltrúum Palestínu ekki á allsherjarþingið Fyrrverandi þingforseti skotinn um hábjartan dag Finnar ætla að hætta að flagga hakakrossinum Úkraínumenn réðust á olíuvinnslu en Rússar á fjölbýlishús Flestir tollar Trumps eru ólöglegir, í bili Skutu hver annan fyrir orður og bætur Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Sjá meira
Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59
Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02
Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17