Þingmaður afsalar sér formennsku vegna rannsóknar á innherjasvikum Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2020 18:42 Richard Burr, öldungadeildarþingmaður repúblikana frá Norður-Karólínu, og fráfarandi formaður leyniþjónustunefndar deildarinnar. Hann var einn þriggja þingmanna sem greiddu atkvæði gegn lögum sem bönnuðu þingmönnum að stunda innherjasviðskipti á grundvelli upplýsinga sem þeir fá í embætti árið 2012. Vísir/EPA Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins ætlar að stíga til hliðar sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á hlutabréfaviðskiptum hans um það leyti sem markaðir hrundu vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili Richards Burr, formanns leyniþjónustunefndarinnar, og lögðu hald á síma hans í gær. Leitin tengist rannsókn FBI á hvort að Burr hafi framið innherjasvik með hlutabréfaviðskiptum á sama tíma og hann fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af kórónuveirunni í vetur. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að Burr hafi tilkynnt sér í morgun um ákvörðun sína um að víkja sem formaður leyniþjónustunefndarinnar á meðan rannsóknin er í gangi eftir morgundaginn. Leyniþjónustunefndin hefur meðal annars eftirlit með störfum FBI. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, er einnig sögð hafa verið yfirheyrð vegna verðbréfaviðskipta eiginmanns hennar á sama tímabili og Burr átti sín viðskipti. Þau hjónin seldu hlutabréf fyrir á bilinu 1,5-6 milljónir dollara frá 31. janúar til 18. febrúar. Það er nær alfarið í höndum McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, hver tekur við af Burr. Nöfn James E. Risch frá Idaho og Marco Rubio frá Flórída hafa verið nefnd í því samhengi en hvorugur þeirra vildi tjá sig við Washington Post. Burr hefur, ólíkt mörgum öðrum kollegum sínum í Repúblikanaflokknum, reynt að forðast að taka þátt í tilraunum Donalds Trump forseta til þess að koma óorði á leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og gera þær að pólitísku bitbeini. Fyrir vikið hafa samskipti Burr og Trump á köflum verið stirð, að sögn Washington Post. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59 Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02 Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins ætlar að stíga til hliðar sem formaður leyniþjónustunefndar öldungadeildarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á hlutabréfaviðskiptum hans um það leyti sem markaðir hrundu vegna kórónuveirufaraldursins. Fulltrúar alríkislögreglunnar FBI gerðu húsleit á heimili Richards Burr, formanns leyniþjónustunefndarinnar, og lögðu hald á síma hans í gær. Leitin tengist rannsókn FBI á hvort að Burr hafi framið innherjasvik með hlutabréfaviðskiptum á sama tíma og hann fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af kórónuveirunni í vetur. Mitch McConnell, leiðtogi repúblikana í öldungadeildinni, segir að Burr hafi tilkynnt sér í morgun um ákvörðun sína um að víkja sem formaður leyniþjónustunefndarinnar á meðan rannsóknin er í gangi eftir morgundaginn. Leyniþjónustunefndin hefur meðal annars eftirlit með störfum FBI. Dianne Feinstein, öldungadeildarþingmaður demókrata frá Kaliforníu, er einnig sögð hafa verið yfirheyrð vegna verðbréfaviðskipta eiginmanns hennar á sama tímabili og Burr átti sín viðskipti. Þau hjónin seldu hlutabréf fyrir á bilinu 1,5-6 milljónir dollara frá 31. janúar til 18. febrúar. Það er nær alfarið í höndum McConnell, leiðtoga repúblikana í öldungadeildinni, hver tekur við af Burr. Nöfn James E. Risch frá Idaho og Marco Rubio frá Flórída hafa verið nefnd í því samhengi en hvorugur þeirra vildi tjá sig við Washington Post. Burr hefur, ólíkt mörgum öðrum kollegum sínum í Repúblikanaflokknum, reynt að forðast að taka þátt í tilraunum Donalds Trump forseta til þess að koma óorði á leyniþjónustustofnanir Bandaríkjanna og gera þær að pólitísku bitbeini. Fyrir vikið hafa samskipti Burr og Trump á köflum verið stirð, að sögn Washington Post.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59 Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02 Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Gerðu húsleit hjá þingmanni og lögðu hald á síma hans Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna lögðu í gær hald á síma öldungadeildarþingmannsins Richard Burr og gerðu húsleit á heimili hans. Hann hefur verið til rannsóknar vegna hlutabréfaviðskipta hans í aðdraganda kórónuveirufaraldursins í Bandaríkjunum. 14. maí 2020 10:59
Rannsaka hlutabréfaviðskipti þingmanns fyrir faraldurinn Bandaríska dómsmálaráðuneytið rannsakar nú hlutabréfaviðskipti að minnsta kosti eins þingmanns í aðdraganda kórónuveirufaraldursins þar í landi. Þingmaðurinn fékk reglulega upplýsingar og skýrslur um hættuna af veirunni og seldi í kjölfarið mikið magn hlutabréfa áður en markaðir hrundu. 31. mars 2020 09:02
Þingmenn seldu hlutabréf í aðdraganda faraldurs og lækkana Nokkrir þingmenn í Bandaríkjunum hafa orðið fyrir mikilli gagnrýni undanfarna daga vegna hlutabréfaviðskipta þeirra í aðdraganda faraldurs nýju kórónuveirunnar í Bandaríkjunum. 20. mars 2020 13:17