Aron tók á sig högg en liðsstjórinn æðislegi slapp Sindri Sverrisson skrifar 14. maí 2020 22:00 Aron Pálmarsson er spænskur meistari í handbolta með Barcelona. MYND/STÖÐ 2 SPORT „Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum. Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
„Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu,“ segir Aron Pálmarsson sem þurfti að taka á sig 70% launaskerðingu, tímabundið, líkt og aðrir leikmenn Barcelona vegna kórónuveirukrísunnar. Aron og félagar í handboltaliði Barcelona fá aðeins 30% launa sinna á meðan að útgöngubann er í borginni en það hefur verið framlengt til 25. maí. Aron segir leikmenn hafa litlu ráðið um það en það hafi vakið ólgu þegar fjölmiðlar sögðu leikmenn knattspyrnuliðsins fá 50% sinna launa. Sú var þó ekki raunin. „Þetta var sett upp fyrir okkur eins og að þetta væri eitthvað val en það var það í raun ekki. Það var annað hvort þetta eða að fara á bætur. Meðallaunin í landinu þarna eru 2.000 evrur þannig að það tóku allir hina leiðina. Þetta var sett á alla leikmenn klúbbsins, og ég fékk einmitt mikið af spurningum með fótboltamennina því þeir voru að semja lengur, eða það kom í fjölmiðlum alla vega. Það var einmitt fyrsta spurning okkar þegar við lásum það; „Bíddu eigum við að taka 70% lækkun en þeir ekki?“,“ sagði Aron í Sportinu í dag. Gildir á meðan það er útgöngubann Aron segir að það hafi hins vegar komið í ljós að Lionel Messi og félagar væru að berjast gegn því að starfsfólk Barcelona, annað en leikmenn, þyrfti að lækka í launum. „Klúbburinn byrjaði á því að ætla að lækka alla starfsmenn félagsins um 70%. Þá erum við að tala um leikmenn, þjálfara, sjúkraþjálfara, lækna, öryggisverði og bara alla. Þeir voru að berjast fyrir því að aðeins leikmenn myndu taka á sig þessa lækkun, og það endaði með því að bara leikmenn og þjálfarar lækkuðu,“ sagði Aron og nefndi dæmi um starfsmann sem honum hefði fundist ótækt að þyrfti að lækka um 70% í launum: „Liðsstjórinn okkar er æðislegasti gaur sem að þú finnur. Kemur frá Kúbu og læknirinn okkar reddaði honum einhvern veginn í þessa vinnu. Liðsstjórar eru „já og amen“-gæjar en þessi er bara besti maður sem að þú finnur. Hann átti að lækka um 70% en fótboltinn græjaði það að svo yrði ekki. Það var því ekki rétt að þeir [fótboltamenn Barcelona] hefðu ekki viljað taka á sig launaskerðingu. Það endaði bara þannig. Auðvitað er þetta högg en það eru allir að þessu. Þetta er bara tímabundið, á meðan að það er útgöngubann í landinu, á meðan að önnur lið eru kannski búin að semja um 30-40% lækkun í hálft ár eða eitthvað. Á endanum kemur þetta þá kannski út á það sama,“ sagði Aron. Klippa: Sportið í dag - Aron um launalækkanir hjá Barcelona Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag er á dagskrá á Stöð 2 Sport alla virka daga klukkan 15.00. Upptökur af fyrri þáttum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Stöð 2 Sport er hluti af Sportpakkanum.
Sportið í dag Spænski handboltinn Handbolti Tengdar fréttir Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30 Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00 Mest lesið „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enska úrvalsdeildin aftur af stað eftir hlé Sport Brynjólfur leikmaður mánaðarins í Hollandi Fótbolti Heimir ekki rekinn þó sumir kalli eftir því Fótbolti Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Enski boltinn „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Íslenski boltinn Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Enski boltinn Sigurbjörn Árni um Steraleikana: Gæti orðið framtíðin með nægu fjármagni Sport Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Handbolti Haukar sóttu tvö stig norður Handbolti Fleiri fréttir Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Sjá meira
Aron og samherjar lækka um 70% í launum Barcelona bregst við tekjutapi vegna kórónuveirufaraldursins. 26. mars 2020 14:30
Aron hefur verið meistari samfellt í 2927 daga Aron Pálmarsson varð landsmeistari níunda árið í röð í gærkvöldi þegar Barcelona liðið var krýndur spænskur meistari í handbolta. 6. maí 2020 14:00
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni