Sauðfjárbændur hafa áhyggjur af sauðburði vegna Covid-19 Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. apríl 2020 13:15 Trausti Hjálmarsson, sem er með myndarlegt fjárbú á bænum Austurhlíð í Biskupstungum í Bláskógabyggð með sinni fjölskyldu. Úr einkasafni Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Nú þegar styttist óðum í sauðburð í sveitum landsins þó óttast sauðfjárbændum að fá ekki þá aðstoð, sem þeir þurfa vegna kórónuveirunnar. Veturinn hefur verið sauðfjárbændum erfiður eins og mörgum landsmönnum vegna mikillar ótíðar. Nú styttist hins vegar í vorið með hækkandi sól og eru sauðfjárbændur að undirbúa sauðburð, sem hefst hjá flestum í byrjun maí og stendur yfir í mánuð og jafnvel lengur á stærstu búunum. Sauðfjárbændur þurfa aðstoð í sauðburði en þeir hafa áhyggjur af því hvort hún fáist vegna kórónuveirunnar. Trausti Hjálmarsson, bóndi á bænum Hlíð í Bláskógabyggð er formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu. „Það er bara náttúrulega þannig að á flestum búum á landinu er orðið mun færra fólk heldur en var hér áður fyrr og bændur hafa getað treyst á það að fólk hefur ýmist komið í vinnu til þeirra eða að ættingjar, vinir og kunningjar komi til aðstoðar. Þetta á alltaf eftir að koma í ljós hvernig þetta þróast, hvert aðgengi bænda verður að þessari nauðsynlegu aðstoð og vinnuframlags annars fólks að þessum erfiðu tímum, sem sauðburður getur verið,“ segir Trausti. Trausti hefur áhyggjur af stöðu sauðfjárbænda nú þegar styttist í að sauðburðurÚr einkasafni Trausti segir að bændum bjóðist afleysing bakvarðarsveitar ef bændur veikjast í sauðburði af kórónuveirunni en þrátt fyrir það sé ekki búið að leysa öll þau mál. „Við þurfum að hugsa það núna, bæði bændaforystan og ríkisvaldið hvernig leysum við stöðu þessa fólks, sem fær kannski ekki þá aðstoð, sem það hefur gengið að, sem vísu síðustu árin. Það þarf að fara fram samtal um það til að vera tilbúin með bakvarðarsveit fyrir bændur þó þeir veikist ekki gætu þurft á nauðsynlegri aðstoð að halda yfir sauðburðinn,“ bætir Trausti við. Trausti segir mikið álag á sauðburði enda séu ærnar að bera allan sólarhringinn. „Já, þær eru ekkert að gera hlé af því. Sumir hafa látið sér detta í hug að taka hrútinn úr á nóttunni í desember en það hefur nú ekki virkað, þannig að þær bara bera allan sólarhringinn, eru ekkert að spyrja um það hvað klukkan er,“ segir Trausti Hjálmarsson, sauðfjárbóndi og formaður Félags sauðfjárbænda í Árnessýslu.
Bláskógabyggð Landbúnaður Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Foráttuveður í kortunum Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira